Alþýðublaðið - 11.10.1957, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 11.10.1957, Qupperneq 6
AlþýSublaSlS Föstudagur 11. obt. 195? § Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastióri: Sigvaldi Hjálmarsson Jlaðamenn: Bmrgvin Guðmundsson og Loftur Guðrnundsson Luglýsingastióri: Emilía Samúelsdóttir Pvitstiórnarsímar: 14901 og 14902 Au' glýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðia Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 AT.MNGl ÍSLENDINGA kom sanian til fundar í gær, en það er jafnan merkur við- burður. Þingstörfin ráða löngum mestum úrslitum um stefnu ríkísstjórnarinnar á hverjum tíma og fram- kvæmdir allar. Þjóðin öii horfir því til alþingis og læt- ur sig verkefni þess miklu slcipta. Ennfremur er alþingi ein virðulegasta stofnun ís- Isndinga. Það kom mjög við sögu sjálístæðisbaráttunnar og er stærsta tákn og sönn- un fullveldisins. Raunor verða jafnan skiptar skóðan ir um menn þess og máiefni vegna flokkabaráttunnar í lýðirjálsu landi, en við því er ekkert að segja nema að leggja sig fram um að deila drengilega. Og virðing al- þingis hefur aukizt upp á síðkastio. Það er nátengdara þjóðinni en áður var að at- beina útvarps og blaða, og deilurnar þar hafa færzt í menningarátt. Persónulegar skammir hafa þokað nokkuð fyrir málefnalegum umræð- urn. Sú þróun þarf að halda áfram, en þess ber vissulega að geta, sem gert er. Enn eru þó tvímælalaust allt o-f mikil brögð að því, að flokkadeilurnar setji beinlínis mannskemmandi. svip á alþingi, þó að þær séu kartnski hættar að vera Núverandi stjórnarand- staða á mikla sök á þessu. Sjálfstæðisflokkurinn féll í freisni mikilla öfga á síð- asta alþingi. Vonandi er hann nú þeirri reynslu rík ari, að vel fari á því að temja sér hófsemi og skap- stillingu. Atburðir næstu daga skera úr um það. Til dæmis vseri ekki úr vegi, að hann biði átekta fram yf ir afgreiðslu fjárlaga að bera frani Vantraust á rík- isstjórnina, en af því Iét ltann verða við þingbyrjun í fyrra við lífinn orðstív. Sannarlega spáir góðu, að Morgunblaðið birtir í gær sæmilega forustugrein í til- efni þmgsetningarinnar. Þ-ar er lögð áherzla á, að stjórnarflokkunum sé mjk- iil vandi og ærxn ábyrgð á höndum. Slíkt er hverju orði sannara. En stjórnar- andsíaðan ræður einnig miklu um svipmót alþingis hverju. sinni. Þess vegna verður einnig að ætlast til nokkurs af henni. Meginverkefni alþingis nú eins og löngum áður mun að marka stefnuna í efnahags- málum þjóðarinnar. Þau eru erfiðust viðureignar og mesta áhugamál allra lands- rnanna. Lausn þeirra verður svo grundvöllur framkvæmd anna, sem hægt er til að stoína. Margar tillögur værí hægt að bera fram í því e-fni. En alþingi þyrfti að gera meira að því en verið hefuv að líta á heildaxmyndina, velja stóru verkefnin og ráða þeim til lykta. Kapp- hlaup milli einstakra þing- manna vegna kjördæma sinna er skiljanleg viðleitni. En það má ekki valda því, að mál alls samfélagsins sitji á hakanum eða verði að minnsta kosti út undan lang tímurn saman. íslendingar geta áreiðanlega lifað góðu lífi í landinu, ef þeir bera gæfu tíl samstilltra átaka um velferð þjóðarinnar. Slík forusta verður að koma frá alþingi. Og hana má ekki iraga niður í svaðið með dæg urþrasi og flokkai-íg. Þar með er engín ástæða til að útiloka tímabærar og eðli- legar deilur, sem stafa af raunvenflegum skoðana- mun. En það, sem sameinar á að munast. Og sú er vissu- lega ósk og krafa þjóðarinn- ar. Fisksalan í Reykjavík TÍMINN spyr í gær, hvort fiskur sé ekki lengur mat- vara i Reykjavík. Við þá spurningu bætir hann þeim athyglisverðu upplýsingum, að á Akureyri þekkist vart fisksöluskúrar, þar selji mat vörubúðir jafnt fisk sem kjöt. Hér er hreyft tímabæru máli. Ástand fisksölunnar í Reykjavík hefur lengi veriö óviðunandi. Afleiðing þess er sú, að húsmæðrum er ill- mögulegt langtímum saman að verða sér úti um þá fæðu, sem vera ætti á borðum flesta daga vikunnar. Auð- vitað væri hægt að færa þetta í lag með samstilltu á- taki. En forustuna vantar. Hún ætti vissulega að koma frá bæjaryfírvöldunum, en þau hafa áliuga á allt öðru en þessu, ef þau þá ekki sofa. Er ekki tími tií kominn að ýta við purkunum? MAÐUR verður þsss var í vaxandi masli hiá öllum stétt- um þjóðfélagsins, að sú leið, sem farin hefur veiið síðast- liðin 18 á:, er með öllu ófær. en samt er enn óbreytt stefna. Allir sem framleiða og nota fjármuni til framkvæmda, halda enn áfram að heimta hækkándi tölur. Allir vilja taka eins mikið til sín í skjóli allskonar félagsskapar. Hækk- andi tölur fram yfir það, sem varan selst fyrir á erlendum mörkuðurn er sama sern 'fall- andi varð á þaim mæiikvarða. sern hverskonar verðmæti eru mæld eftir, en nú er miðað við krónur, var áður fiskur og áln- ir. Þá var verðið stöðugt. Ráða- menn þjóðarinnar sjá eflaust ekki síður en aðrir. hvað þessi stefna í fiármálum er háska- leg, en enginn hefur enn kjark í sér til að taka raunhæft á: meinsemdinni, heldur það gagnstæða, sem er sjáanlegt á meðan haldið er áfram með alls konar styrkium ag fállandi krónu, þá sækjast allir í að festa féð. Menn reikna með því, sem-er líka rétt, að menn hafa komist uno með að þurfa ekki að greiða neraa nokkurn hluta af því fé, sem fengið er að t láni. Öllum kemur saman um, að .síðasta ár, sérstaklega í sum- ar, er eitt hið hagstæðasta um næstum því allt land, sem kom- ið hefur í langan tíma. Þá verð ur öll afkoma .hagstæðari, t. d. er ekki ólíklegt að heyöflun verði allt að Vö ódýrari í sum- ar en oftlega er í lakara árferði. Þrátt fvrir það er talið sjálf- sagt að hækka afurðaverðið. Eg hef grun urn. að hér sé of langt gengið. Stundum er svo, að ef tekið er of mikið, þá komi það niður á þeim sjálfum. Eg man þá tíma, að íriáður gat ekki fullnægt kröfunum, og varð þá að neita sér um margt, að full- nægja öllum kröfum, er ekki hægt til lengdar, því manneðl- ið er þannig oftlega, að eftir því sem meira er látið undan kröfum í hv.ers annars garð, vex heimtufrekjan. Þetta er sú óf.jra leicj, sem farin hefuir verið í okkar litla þjóðfélagi, sem hlýtur að enda illa, ef hald- ið er áfram eins og nú horfir. Stj ór nmálamemjirnir teýg j a lopann hver í kapp við annan fyrir sína kiósendur. Hætt er við ao þeir bláþræðir, sem nú eru orðnir víða í þjóðmálum okkar, kunni að slitna og þá erfitt að koma endunum sam- an. Að snúa nú við og lækka allt um 10% (afurðaverð og vinnu) væri tilraun til bjargar í okkar þjóðmálum. Það er sjáanlegt, ef við vilium nota krónuna sem verðmæli á hverskonar þjon- ustu huga og handar, þá verð- ur að brevta um stefnu. í sum- um tilfellum eru 500 kr. ekki verðmeiri en 5 kr. voru fyrir 50 árum. Sjáanlegt er, að litlu búin þola ekki að eiga dýrar vélar, t. d^ þar sem ekki er nema 10 hektara ræktað land eða innan við það, þar er hag- kvæmara að hafa hesta og losna við dýrt viðhald véla og aökeyptan orkugjafa, og korn ið hafa fvrir bilanir í vélunum, þá stendur allt fast. Sömuleið- is er um aðkeyptan fóðurbæti, sem ætti að minnka stór- lega. í góðu árunum að lækka töiur ætti að vera kjörorð allra stétta. Að borga með fram- leiðslunni hver sem hún er í jafn stórum stíl og nú er gert, getur ekki leyst vandánn. Hitt væri sönnu nær að lækka háu tölurnar. Flestir í þjóðfélaginu vilja raunhæfa jafnaðarstefnu, en ekki blekkingu í hækkandi verofallandi tölum. Þjóðin er sem sjúklingur sem þarf læknisaðgerða við. þjóðin getur læknað meinsemd ina. Að bæta það sem amar að, það eitt er mannkærleiki. Allir vilja eflaust hjálpa til að lækna meinsemdina. 25. september 1957 Jón Guðjnundsson. OSTAR EíNS og sagt hefur verið frá í blöðum og útvarpi, hefur Mjólkurbú Flóamanna hafið framleiðslu á 6 tegundum upp- bræddra osta með ísettum ýmis konar efnum, svo sem hangi- kjöti, tómötum, steinsmára o. fl. Það var sannarlega tími til kominn að slík framleiðsla væri hafin hér á landi, því að nú er mjög að komast í tízku að hafa á borðum alls konar osta, en úr- valíð var fram að þessu fremur lítið. Allir kannast við hið svokall- aða danska ostaborð, er til Dan- merkur hafa komið, og má segja að vart sé sá til, er bragðað hafi það, að honum líki það ekki mæta vel. Þar er ostamaturinn eins og Danir kalla þetta fastur liður í máltíðinni, a. m. k. um helgar. Nú er svo komið að þetta er einnig mögulegt fyrir íslenzkar húsmæður, enda munu þær ekki láta á sér standa, því að ekki hefst enn undan að fram leiða í allar þær pantanir, er fyrir liggja. Mjólkurbú Flóamanna á sann arlega þakkir skilið fyrir þessa framtakssemi og fer vonandi svo að flestar húsmæður Iæri áður en langt um líður að færa sér þetta í nyt, enda verður ýmis- legt gert til að hjálpa þeim til við það. T. d. mun hér í þáttun- um á næstunni verða birt sitt af hverju um lögun og meðferð ostamata. Ostaborðið, sem er haft í lok máltiðar, sem eins konar eftir- matur, samanstendur af nokkr- um tegundum osta, því meiri fjölbreytni, sem er í þeim, því betra. Er osturinn borinn fram með nokkrum kexíegundum og jafnvel brauði, að ógleymdum ostasnapsinum. Þykir þetta herramannsmatur og vilja fæst- ir þeir, er á það hafa vanizt missa það. Bera má fram með kaffi ýms- ar ósætar kextegundir og brauð, allt ósmurt og svo smjör og þrjár fjórar tegundir osta í stað kakna og mun það áreiðanlega brátt verða engu óvinsælla en sífelldar sætar kökur, sérstak- lega þar sem um íslenzka fram- leiðslu er að ræða og hana mjög Ijúffenga. Má segja um þessa nýju osta, að þeir gefi hvergi eftir erlendum ostum að gæðum, nema að síður væri. Kúmenkaffi og kúmenbrauð þykir mörgum lostæti mikið, en þeir hinir sömu ættu að bragða nýja kúmenostinn, þá má segja að það sé fulikomnað. Flóa ostur er hið mesta hnoss- gæti og verður án efa vinsæll á skömmum tíma og er reyndar þegar orðinn það, Á því mjólk- urbúið beztu þakkir skilið fyrir framleiðsluna, sem ekki kemur aðeins því til góða, heldur og hinum stóra hóp neytenda, sem 'á völ á svo góðri framleiðslu, sem þarna er á boðstólum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.