Alþýðublaðið - 15.10.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1957, Blaðsíða 4
i A1 þýðubiaðlð Þriðjuclagui 15. október 1957. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastióri: Sigvaldi Hjálmarsson Jlaðamenn: Biörgvin Guðrnundsson og Loftur Guðmundsson tuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Áfleiöingar einrœöisim ALÞÝ-BUBLAÐIÐ hefur birt undanfarna daga at- hyglisverðan greinaflokk, . þar sem komið er á framfæri bréfastóptum rússneska gagnrýnandans Ivans Anissi- movs og ítalska rithöfundar- ins og jafnaðarmannsins Ignazio Silone. — Þar er deilt um menningarviðhorf austurs og vesturs. Báðir að- ilarnir kunna vel til verka, en. munurinn á málstaðnum segir eftirminnilega til sín. Anissimov reynir að verja þá stefnu í menningarmál- urn, sem felur í sér geigvæn- l'ega hættu. Hann ver og lof- syngur rússneska fyrirkomu- lagið. Silone rís hins vegar upp gegn ósómanum, segir valdhöfunum í Kreml misk- unnarlaust til syndanna, rek ur ofsóknir þeirra og óhæfu- verk og heimtar sannanir fyr ir því, að stefnúbreyting hafi átt sér stað. Anissimov bregzt ókvæða við. Hann get ur ekki rökrætt málin að hætti Vesturlandabúa af því að málstaðurinn er gersam- lega vonlaus. Hér er um að ræða deilu- mál einræSisins og lýSvæð- isins, kúgunarinnar og frels isins. Nazistar hnepptu list ir og bókmenntir í harðar viðjar með þeim afleiðing- um, a'ð þýzk menning varð fyrir aívarlegu áfalli. Fólk, sem þorði að hugsa, tala og skrifa af frjálsri dirfsku, varð að flýja ríki Hitlers eða gista fangabúðirnar og dýflissurnar. Sama sagan hefur gerzt í Rússlandi. ALIt þetta rekur Silone í skýrrnn me-gindráttum og clregur hvergi af. Og afleið ingarnar urðu mjög á sömu lund í Rússlandi og Þýzka- landi. Fyrrum voru Rússar forustuþjóð í bókmenntum, þrátt fyrir kúgun og hörm- ungar keisarastjórnarinnar. List&verk snillinganna heira&frægu voru ljósin í myrikrinu. En urðu þau að björtu báli við valdatöku kommúnistanna? Óðru nær. Rússneskar bókmennt ir samtíðarinnar þola eng- an samanburð við' listaverk keisarastjórnaráranna. Kúg un kommúnismans hefur lagzt yfir landið eins og þokubakki. Jafnvel þeir rússneskir rithöfundar, sem vöktu athygli mann- kynsins í árdögum bylting- arinnar, hafa týnzt í þoku- bakkanunt. Þeir eru ekki svipur hjá sjón. Slíkar eru afleiðingar einræðisins, hvort heldur einkennislit- irnir eru rautt eða brúnt. Harmsaga Þýzkalands í valdatíð nazismans hefur einnig orðið hlutskipti Rússlands undir oki komm- únismans. Þess vegna er fátt furðu- legra, en rithöfundar á Vest- urlöndum skuli gerast mál- svarar og fylgismenn einræð isins.og kúgunarinnar. Listir og bókmenntir þola ekki harðstjórn fremur en blóm myrkur og kulda. Þær fölna og deyja í þvílíku andrúms- lofti. Skyldleikinn segir líka til sín á öllum sviðum. Nú reyna Rússar að verja óhæfu verk forustumanna sinna með sömu rökleysunum og Þjóðverjar, sem fengust til að mæla bót svívirðingum Hitlers. Túlkunin á atburð- unum í Ungverjalandi er gleggsta sönnun þessa. Vífi- lengjurnar eru nákvæmlega þær sömu og birtust í blöð- um þýzku nazistanna, þegar þau vörðu og vegsömuðu at- hæfi Hitlers, Görings og Göbbelsar. Þetta kemur skýrt fram í bréfaskiptum Anissimovs og Silone. Og þess vegna eiga allir frjáls- lyndir og.róttækir menn að kynna sér þessi mál, taka af- stöðu til þeirra og láta hana móta lífsskoðun sína. List- irnar og bókmenntirnar verða að fá að þróast og þroskast í frelsi. Ella er þeim dauðinn vís. tólffaWaSið vantar ungiinga til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfum: Laugateig Kleppsholti við afgreiðsluna - Sími DR. KRISTINN GUÐMUNDS- SON, ambassador í Lundúnum, varð sextugur í gær. Þótt hann hafi aðallega starfað á Altur- eyri og hér syðra, er hann þó fæddur og upp alinn á Vest- fjörðum og ber sterkt svipmót síns vestfirzka uppruna. Dr. Kristinn fæddist á Króki á Rauðasandi 14. okt. 1897. For- eldrar hans voru þau hjónin Guðrún Ijósmóðir Einarsdóttir Thóroddsen og Guðmundur Sig- freðsson, hreppstjóri á Króki, síðar bóndi í Lögmannshlíð við Akureyri. Móðir dr. Kristins er fyrir alllöngu látin, en Guð- mundur faðir hans er enn á lífi. Dr. Kristinn lauk stúdents- prófi í Reykjavík árið 1920, en las síðar hagfræði í Þýzkalandi (í Berlín og Kiel) og tók dokt- orspróf í þeirri grein við Kiel- arháskóla 1926. Að prófi loknu fékkst hann nokkuð við kaup- sýslu, en haustið 1929 réðst hann þýzkukennari að Mennta- skólanum á Akureyri. Þar nyrðra bjó dr. Kristinn til árs- ins 1953, fyrst sem kennari, en síðar sem skattstjóri. En það ár varð hann utanríkisráðherra og gegndi því embætti til ársins 1956, er hann var skipaður sendiherra í Lundúnum. Kvæntur er dr. Kristinn hinni ágætustu konu, Elsu Ölmu, dóttur Christians Kalbows, kaupmanns í Berlín. Leiðir okkar dr. Kristins hafa legið alimjög saman. Hann var kennari minn við Menntaskól- ann á Akureyri 1929—32, og síðar vorum við mörg ár sam- kennarar við sömu stofnun. Hefi ég margs að minnast af þeim samskiptum, þótt ekki verði rakið hér. Mig langar þó til þess að lýsa fáeinum eðlis- þáttum þessa vinar míns, eins og þeir hafa komið mér fyrir sjónir. Dr. Kristinn Guðmundsson er óvenjulega vel gefinn maður. Hann er fljótur að átta sig á hinum flóknustu viðfangsefn- um og minnugur, svo að af ber. Það er eins og hann glati aldrei neinu því, sem hann hefur num- ið, enda er maðurinn ákaflega í Dr. Kristinn Guðmundsson. fjölfróður. Hann hefur gaman af að miðla öðrum af þekkingu sinni — ekki af neinni sýndar- mennsku, hún er honum fjarri — heldur af því, að hann hefur yndi af fróðleik og vill láta aðra njóta hans með sér. Slíkur eiginleiki er kennara ómetan- legur. Ætla mætti, að það hefði ver- ið erfitt fyrir dr. Kristin, sem hafði búið sig undir annað ævi- starf, að gerast þýzkukennari við menntaskóla. Aldrei varð ég þó þess var. Ég efa, að ég hefði lært þýzku betur af lærð- um málfræðingi. En þess ber að geta, að dr. Kristinn á sér- lega hægt méð að læra og skilja allt, sem lýtur að málfræði. Fjölþættir hæfileikar dr. Kristins Guðmundssonar hafa haft bað í för með sér, að hann. hefur gegnt hinum margvísleg- ustu störfum og sjaldnast séð fram úr því, sem hann hefur haft að „gera. Þeir eru t.d. ó- taldir nefndarfundirnir, sem hánn hefur setið, — og ótalin þau efni, sem þar hefur verið um fjallað. En dr. Kristinn er ekki aðeins fjölhæfur maður, |heldur einnig óvenju-verklund- ! aður maður og þolinn við störf, Þessara hæfileika sinna —- vinnuþreksins og fjölhæfninn- ar — hefur dr. Kristinn miklu fremur goldið en notið, því að þeirra vegna hefur hann sjald-, an mátt um frjálst höfuð strjúka. Hann var öðrum hæfari til þess að vinna verkin, og' því lentu þau á honum. Og öll störf sín hefur dr. Kristinn innt vel af hendi. En dr. -Krístinn er ekki að- eins mikill hæfileikamaður. Hann er engu síður góður mað- ur. Engan hef ég þekkt honum hjálpsamari. Veit ég, að undir það taka þeir, sem hafa kynnzt honum náið, og raunar miklu fleiri. Dr. Kristinn er góðvilj- aður og greiðvikinn. Hann er manna gestrisnastur — höfðingi í lund. Dr. Kristinn er óáleit- inn að fyrra bragði, en getur verið harður í horn að taka, ef því er að skipta. En þótt dr. Kristinn hafi ver- ið starfsamur og störfum hlað- inn, hefur hann þó ávallt gefið sér tóm til að skemmta sér. Hann kann því vel að setjast að bridge-borði. Og hann nýt- ur þess að gleðjast í hópi góðra vina. Á slíkum stundum er hann hrókur alls fagnaðar. Hann er ljúfur og notalegur, hverjum manni skemmtilegri. Ég árna honum og fjölskyldu hans allra heilla á þessum merku tímamótum. Halldór Halldórsson. t Fasfanefndir endurkosnar á alþingi í gær Friðjón Skarphéðinsson tók sæti í fjármálanefnd í stað Áka Jakobssonar I GÆR fóru fram í sameinuðu þingi og báðum deildum alþingis kosningar í fastanefndir þingsins. Tóku kosningarnar skamman. tíma, þar sem allar nefndir voru endurkosnar með smávegis breytingum. Breytingarnar eru þær, að Friðjón Skarphéðinsson tekur sæti í fjárveitingnefnd í stað Áka Jakobssonar og Eggert G. Þorsteinsson tekur sæti í þeim nefndum, sem Haraldur Guð- mundsson var áður í. Fastanefndir þingsins eru nú þannig skipaðar: í SAMEINUÐU ÞINGI: Fjárveitinganefnd: Halldór Ásgrímsson I Kari Kristjánsson, Karl Guðjónsson, Friðjón Skarphéðinsson, Halldór E. Sigurðsson, Sveinbjörn Högnason. Pétur Ottesen, Magnús Jónsson, 2. Jón Kjartansson, Allsherjarnefnd: Eiríkur Þorsteinsson Ásgeir Bjarnason, Benedikt Gröndal, Björn Jónsson, Steingrímur Steinþórsson. Jón Sigurðsson, Björn Ólafsson, , M-. Þingfararkaupsuefnd: Eiríkur Þorsteinsson, Gunnar Jóhannsson, Pétur Pétursson, Jón Pálmason, Kjartan J. Jóhannsson. Utanrikismálanefnd: A ð a 1 m e n n : Steingrímur Steinþórsson Gísli Guðmundsson, Emil Jónsson, Finnbogi R. Valdimarsson, Sveinbjörn Högnason, Ólafur Thors, Bjami Benediktsson. V a r a m e n n : Páll Zóphóníasson, Halldór Ásgrímsson, Gylfi Þ. Gíslason, Einar Olgeirsson, Halldór E. Sigurðsson, Jóhann Jósefsson, Björn Ólafsson. Kjörbréfanefnd: Gísli Guðmundsson, Áki Jakobsson, Alfreð Gíslason, Bjarni Benediktsson, Friðjón Þórðarson. ' '4 EFRI DEILD: Fjárhagsnefnd: ' Z'i Bernharð Stefánsson, Eggert G. Þorsteinsson, Björn Jónsson, Gunnar Thoroddsen, T Jóhann Jósefsson. Samgöngumálanefnd: • Sigurvin Einarsson Friðjón Skarphéðinsson, u Björgvin Jónsson, Jón Kjartansson, j. Sigurður Bjarnason. í i .. Landbúnaðamefnd: | Páll Zóphóníasson, Finnbogi R. Valdimarsson, Sigurvin Einarsson, Friðjón Þórðarson, 1 Sigurður Ó. Ólafsson. r - . -/ Sjávarútvegsnefnd: 1 Björgvin Jónsson, ■’ Björn Jónsson, Friðjón Skarphéðinsson, Jóhann Jósefsson, Sigurður Bjarnason, : í * Iðnaðarnefnd: ý Björgvin Jónsson, Eggert G. Þorsteinsson, Björn Jónsson, Framhald af 7. síðu. *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.