Vísir - 13.03.1911, Síða 1

Vísir - 13.03.1911, Síða 1
21. 15. Kemur út virka daga kl. 11 árdegis, nema laugardaga kl. 6 síðd. Mánud. 13. mars 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,37' Háflóð kl. 4,34' árd. og kl. 4,52' síðd. Háfjara kl. 10,46' árd. og kl. 11,4 síðd. Afm____li. Ekkjufrú Marie Ka^fine Jónsson, 65ára. Þorgímur Kristjánsson, cand. phil., 26 ára. Póstar. Hafnarfjarðarpóstur kemur kl. 12ferkl. 4. Veðráita í dag. Loftvog E 42 XO Cð u- JS TJ C > Veðurlag Reykjavík 767,7 — 3,0 A 1 Alsk. Isafj. 766,8 + 0,2 NV 1 Skýjað BI.ós 767,1 — 8.0 S l Ljettsk. Akureyri 763,7 - 1,2 s 3 Skýjað Qrímsst. 727,7 — 8,0 s 3 Ljettsk. Seyðisfj. 764,2 + 0,7 V 2 Heiðsk. Þorshöfn 760,7 - 0,1 NNA 6 Skýjað Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. Á morgun. Afmæll. Ekkjufrú Marie Hansen 46 ára. Sigurður Björnsson kaupmaður 43. ára. Guðm. Loptsson bankabókari 40 ára. Kristján A. Möller trjesm. 45 ára. mr Síðasti heimspekisfyrirlestur mag. Ouðm Finnbogasonar. Næsta bfeð á miðvikud. Frá alþingi. Frumvarp til iaga um gjöld til holræsa og g ngstjetta f Reykjavík o. fl. [Bæjarstjórn vor er smám saman að ná sjer í heimildir til skattaálöga og er hjer ein. Þetta frumvarp var samþykt á síðasta bæjarstjórnarfundi og bera þingmenn Reykvíkinga það nú fram í neðri deild.] 1. gr. Þar sem bæjarstjórnin hefir Iagt holræsi í götu, er hverjum húseig- anda skylt að gera á sinn kostnað 25 blöð (að minsta kosti) til marzloka. Eintakið kostar 3 au. ræsi, er flytji alt skolp frá húsi hans út í göturæsið. Skulu þau ræsi ekki vera lakari að gerð en göturæsin og gerð undir umsjón bæjarverkfræðingsins, samkvæmt reglugerð, er bæjarstjórnin setur um tilhögun skolpræsa innan húss og utan. Má í þeirri reglugerð ákveða, að regnvatn skuli leitt í göturæsið. Vanræki nokkur að gera þetta inn- an hæfilegs frests, sem bæarstjórnin setur, getur bæarstjórnin látið vinna verkið á kostuað húseigenda. 2. gr. Kostnaður við holræsagerð í göt- um bæarins greiðist sumpart úr bæarsjóði og sumpart af lóðareig- endum. Lóðareigendur skulu greiða: A. 2°/0o af brunabótarvirðingarverði húseigna, sem standa á lóð þeirra. Sama glald skal greiða af húsum sem síðar verða bygð við götu, sem holræsi er þegar lagt og sjeeldra hús rifið niður, greiðist gjaldið af mismun virðingarverðs húsanna. B. 45 aura fyrir hvern meter af lengd lóða þeirra meðfram götu, þó því að eins, að lóðin nái fram að götu. Gjaldið greiðist, þegár búið er að gera holræsi í þá götu, sem lóðin telst til. Húseignir og lóðir, er liggja við tvær götur, sem holræsi hafa verið lögð í áður en lög þessi öðl- ast gildi, skulu einnig vera gjald- skildar eftir þessari grein, ef eigend- urnir hafa eigi áður greitt neitt gjald í þessu skyni. 3. gr. Steinlímdar, hellulagðar og aðrar jafnvandaðar gangstjettir skulu kost- aðar að 2/« úr bæarsjóði en að 17s af þeim, sem lóðir eiga, er teljast til götunnar þeim mcgin, sem gang- stjettin er. Kostnaði þeim, sem lóðareigend- um ber að greiða, skal jafnað nið- ur fyrir götu hverja eða þannjjhluta Afgreiðsla í Pósthússtræti 14. Opin allan daginn. götunnar, sem gangstjett hefur ver- ið lögð í, að helmingi eftir Iengd lóðanna meðfram götunni og að helm. eftir brunabótavirðingarverði húseigna þeirra, erálóðunum standa. 4. gr. Kröfur þær, er bæarstjórnin fær á hendur lóðaeigendum og húseig- endum samkvæmt 1., 2. og 3. gr. eru trygðar með veðrjetti í hús- eignunum og hefursá veðrjettur for- gangsrjett fyrir öllum veðskuldum eftir samningi. Bæarstjórnin getur veitt alt að 10 ára gjaldfrest á kröf- um þessum, enda greiði skuldunaut- ur þá vexti. 5. gr. Þar sem bæarstjórnin hefur látið gera steinlímda, hellulagða eða aðra jafnvandaða gangstjett, skal sjerhverj- um lóðareiganda skylt að láta hreinsa stjettina daglegafyrirlóð sinni, samkv. reglum, er gefnar verða í lögreglu- samþykt bæarins. Sje þetta’.vanrækt, getur bæarstjórnin látið vinna verkið á kostnað lóðareiganda og sæti hann að auki í almennu lögreglumáli 5—10 kr. sekt jfyrir vanræksluna, er renni í bæarsjóð. 6. gr. Bæarstjórnin getur tekið aö sjer sorphreinsun og salernahreinsun í öllum bænum eða nokkrum hluta hans og má fela einstökum mönn- um eða fjelögum að framkvæma það í umboði sínu. Til þess að standast straum af kostnaði þeim, sem af hreinsuninni leiðir, má leggja gjald á hús þau, sem hreinsað er fyrir, eftir gjaldskrá, sem bæarstjórnin semur ogstjómar- ráðið staöfestir. Húseigandi greiðir gjaldið. 7. gr. Allar kröfur og gjöld samkvæmt lögum þessum má takar lögtaki, sem önnur gjöld til bæjarsjóðsins. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi frá stað- festingardegi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.