Vísir - 17.04.1911, Síða 2
38
V í S I R
suður er hausta tekur næst (vorið
1912).
Iðnaðarsýningin í Reykjavík.
Iðnaðarsýningin stendur nú fyrir
dyrum. Aðeins 2 mánuðir þar til
hún hefst og hefur verið furðu hljótt
um hana nú um tíma.
Hjer hefur verið einu sinni áður
iðnaðarsýning, það var 1883 og
stóð hún yfir í 18 daga, 2.—19.
ágúst og þótti furðu gegna hve
myndarleg hún var. Þá voru menn
að öllu leyti ver settir til sýningar-
haldsins, og er nóg að nefna hús-
rúm og flutning á sýningargripum.
Á þá sýningu voru sendir 325
gripir og var það raunar mest úr
Reykjavík og nágrenni hennar eða
rúmur helmingur að tölunni til.
Annars var sent úr Þingeyjarsýslu
og Eyjafjarðarsýslu töluvert og úr
Þingeyarsýslu kom dýrasti gripurinn,
sem var stofuskrá, virt á 400 krón-
ur og hafði hana gert Magnús bóndi
Þórarinsson á Halldórsstöðum er
hún hið merkilegasta smíði — þessi
skrá verður aftur á sýningunni í ár.
— Á sýningunni var einnig orgel
eftir Helga snikkara Helgason og
var það hið fyrsta er smíðað hefur
verið hjer á landi og margir voru
þar góöir gripir. Verðlaun voru
veitt fyrir hið besta smíði og hlutu
31 minnispeninga úr silfri 32 minnis-
peninga úr kopar og 56 heiðurs-
brjef. Ekki varð þó þvf við komið
að úthluta þeim verðlaunum meðan
á sýningunni stóð og voru þau
ekki afhent fyr en árið eftir.
Aðgöngueyrir sýningarinnar var
25 aurar og sóktu hana um 1350
manns.
Þegar þessari sýningu lauk var
mjög talað um hve þarfar slíkar
sýningar væru og hugsuðu menn
sjer að þær yrðu haldnar stöðugt
framvegis á fárra ára fresti. Var
aðallega talað um 10 ár, en hinir
bráðlátari vildu ekki bíða nema 5
ár. Þó dofnaði áhuginn þegar frá
leið og fjell málið alveg niður.
Það sem fyrst er vakið máls á
sýningu þeirri sem nú er í undir-
búningi mun vera grein í ísafold,
skrifuö í janúar 1904 af Jóni
snikkara Halldórssyni, sem þá var í
Kaupmannahöfn. Fór hann fram á
ð byrjað væri á árlegum sýningum
á prófsmíði iðnnema og kom hann
því í framkvæmd, er hann kom
upp til landsins, og hafa þær sýn-
ingar verið haldnar hjer árlegasíðan.
Frh.
at\>\w$\.
Tolllögin. Nefndin í n. d. leggur
til að allir óáfengir drykkir verði
tollaðir. Límonade og samskonar
drykkir 10 au. hver mælir (lítri) og
aðrir óáf. drykkir50 au. hvermælir.
Kaffitollur hækki um 4 au. á pundi,
sykur tollur og síróps um 2 au.
(verði 15 au.) og kakaotoilur hækki
um 4 au.
Fánamálið. Nefndin í n. d.
leggur eindregið með frumvarpinu
(það er prentað í Vísi 17. f. m.)
Þingtíminn er framlengdur tll
loka þessa mánaðar.
Aðf 1 utn i ngsban n sf restu n i n.
Nefndin (í efri deild) hefur komið
fram með álit sitt. Vilja þrír nefnd-
armenn að frumvarp sjera Sigurðar
verði samþ. með þessum viðauka,
til skýringar: »Að því er kemur
tii aðflutnings á áfengi inn í land-
ið«. L. H. Bjarnason vill að frest-
unin sje aðeins eitt ár (til 1. jan-
1913) og Sig. Hjörleifsson vill fella
frumvarpið.
Báðar þingdeildir taka til
starfa á morgun.
/ efri deild er til umræðu: 1.
Bannlagafrestunin (2. umr.) 2. Reykja-
víkurhöfn (2. umr.) 3. Kjötmerking
(i. umr.) 4. Verslunarbækur (1. umr.)
5. Veðdeildarlagabreyting (1. umr.)
og 6. Dánarskýrslur (1. umr.).
/ neðri deild er: 1. Fátækralögin
(3. umr.) 2. Prentsmiðjur (3. umr.)
3. Holræsamálið (3. umr.) 4. Toll-
lagabreyting (2. umr.) 5. Borgar-
stióramálið (2. umr.) 6. Stýrimanna-
skólinn (3. umr.) 7. Hreindýrafriðun
(3. umr.) 8. Fáninn (frh. 1. umr.)
9. Farmgjaldið (2. umr.) 10. Ráð-
herraeftirlaunin (1. urnr.) 11. Þings-
ályktun um guðsþakkafje (1. umr.)
Ur bænum.
Dáinn á skírdag Sveinn kaupm.
Sigfússon eftir langa legu.
Gefin saman á miðvikudaginn
O. P. Blöndal póstafgreiðslumaður
og ym. Hedvig Bartels.
íþróttasamband Reykjavíkur
hefur nýlega (12. þ. m.) farið þessá
leit við marga helstu borgara þessa
bæar, að þeir gangi í sjálfskuldar-
ábyrgð fyrir átta þúsund kr. láni,
er það ætlar að fá hjer í banka til
þess að koma upp leikvelli á mel-
unum. Verður þetta nánar athugað
síðar.
Málverkalýning Einars Jóns-
sonar endar í dag. Þar eru marg-
ár myndir sem vert er að sjá. Jeg
komst í handrit af Vísi og sá að
afmæli málarans er í dag. Þó jeg
hafi sjeð sýninguna tvisvar, þá fer
jeg enn. — Kondu líka!
Hrafn.
Kóreusagan sú, sem nú birtist
er uppáhaldssaga Kóreubúa. Skemti-
leg saga og fróðleg, sem sýnir
hinar einkennilegu venjur þar í
landi og er mörguin talsháttum
þarlendum haldið (þýddir orðrjett)
þótt undarlegir þyki þeir hjer.
Þetta mun vera fyrsta Kóreusagan
sem birtist á íslenska tungu.
Verður ekki sjerprentuð.
Mtaw a$ lawdV.
Straumferju sína sýndi Helgi
Valtýsson nokkrumalþingismönnum
og öðrum útvöldum á langafrjádag.
Var hún látin ganga á Hraunholts-
| læk syðra. Jeg kom þar að óboð-
inn og stóð við litla stund. Helgi
hjelt fyrirlestur á lækjarbakkanum og
skýrði fyrir mönnum lögmál það,
er ferjuútbúnaður þessi byggist á,
en stígvjelaður hjálparmaður stóð í
miðjum læknum og helti úr horn-
inu, jafnóðum og það fyltist.
Boðflenna.
Afarvíðlent námaland og auð-
ugt af kopar og silfri er fundið hjer
nærlendis. Um það í næsta blaði.
‘Jta wVVöwdum.
Merkilegur fornmenja-
fundur. í rústum Samaríu, höf-
uðborgar Ísraeisríkis eru nýfundnar
þjettletraðar. Ieirtöflur frá dögum Ak-
abs konungs (f 854 f. Kr.). Frá
þessu verður nánar skýrt í næsta
blaði.
Loffskeyti. Nýasta og mikil-
vægasta uppgötvun í loftskeytasend -
ingum eru hljómneistarnir svoköll-
uðu. Með hljómneista aðferðinni
eru nú komið skeytasamband milli
Effelturnsins í París og Glace Bay
í Kanada. Það er ámóta vegalengd
og hjeðan suður í Senegambíu í
Afríku.
BEST OG ÓDÝRAST PRENTAR
PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS