Vísir - 07.05.1911, Qupperneq 3
V í S I R
75
}læsW toæv »\W
seljum við í
karlmannsfata-deildinni
Al-KarlmannsfatnaðásamtRegnkápu,
Húfu, Hálstaui, Peysu, Sokkum
o. s frv. og 1 par Skó.
Allt fyrir krénur 37,oo.
Versl. EDINBORG, R.vík,
»En hann gefur ykkur líklega
sómasamlega með þeim, að minsta
kosti fyrsta árið,« sagði prestur.
»Það dettur honum víst aldrei í
hug,« sagði Sveinn.
»Nei, þá er óhætt að taka pálinn
og rekuna að honum Oísla«, sagði
Gróa, »ef hann fer að gefa með
börnunum sínum til annara. Hann
hefði þá átt að ganga sómasamlega
við þeim.«
»Það er líka satt,« sagði hrepp-
stjórinn. «Jeg trúi hann hafi aldrei
meðgengið nema tvö.«
»Og það eru þau, sem komin
eru af höndunum,« sagði Sveinn,
»Þjer sjáið það nú, prestur minn
að jeg get ómögulega sætt migvið
að eiga hana Gróu.«
»Og jeg get ekki sætt mig við
að eiga hann Svein,« sagði Gróa,
»eða nokkurn þann mann, semekki
getur verið ánægður með mig.«
»En hann Sveinn liefur lofað að
breyta svo við yður í meðlæti og
mótlæti, sem sjerhverjum dánumanni
beraðbreytaviðeiginkonusína,«sagði
prestur, »og það eru margir vottar
að.«
»Já, ætli það sje þó,« mælti
hreppstjóri.
»Hann svíkur það alt, eins og
aðrir,« sagði Gróa.
»Það þarf enginn að efast um
það«, sagði Sveinn.— »Jeg heimta
skilnað.*
Jeg Iíka. Fullan lögskiln-
að.«
»Það getur ekki orðið fyrri en
eftir þrjú ár,« sagði hreppstjórinn.
»Og það ætlar hjer að rætast á
yður, prestur minn og brúðhjónun
um, sem þeir segja, Sírak og meist-
ari Jón, að þunga mæðu hefurguð
gefið mannana börnum að sýsla
við.«
» Það eru orð Salómons, en hvorki
Síraks nje meistara Jóns,« sagði
prestur, »og er yður betra, hrepp-
stjóri góöur, að vitna í handbókina
yðar, en Jónsbók eða ritninguna.«
»Og handbókin segir, að hjónin
eigi að framfærahvortannað, meðan
þau eru ekki að fullu lögskilin; og
fyrir því úrskurðast, að þau Sveinn
og Gróa verði fyrir það fyrsta að
búa saman í þrjú ár,« sagði hrepp-
stjórinn.
»Við verðum ekki saman þrjá
daga,« sagði Sveinn.
»Ekki eina nótt,« sagði Gróa.
»Við skulum nú seinna tala um
það«, sagði prestur, »en hvar eru
hin brúðhjónin?«
»Þau voru hjerna fyrir austan
skemmuna áðan, þegar jeg kom
inn,« sagði hreppstjórinn.
»Viljið þjer þá ekki skreppa út
og kalla á þá, hann Gísla og hann
Magnús?« spurði prestur. »Jeg
þarf að tala við þá og vita, hvernig
þeim semur.«
»Það skal jeg gera«, sagði hrepp-
stjórinn og fór hann út síðan að
leita þeirra. Á stjettinni fyrirframan
skemmuna voru þau Margrjet og
Áslaug að tala við hringjarann og
veittu þær honum þungar átölur
fyrir spjöll þau, er hann hefði gert
í kirkjunni með því, að fara að
samhringja, þegar þær voru komnar
inn í kórinn; og fyrir því væri það
honum að kenna, að presturinn hefði
gefið þau öll vitlaust saman; voru
þær svo óðamála, að hringjarinn
kom ekki upp einu orði til varnar
sjer, og var hann þó mælskumaður,
þegar hann átti tal við kunningja
sína á gatnamótum.
»Verið ekki að þrátta um þetta,
— það verður altsaman lagað,« sagði
hreppsstjórinn. »En getið þið ekki
sagt mjer konur, hvar mennirnirykkar
eru«.
»Við eigum enga menn«, sögðu
þær Margrjet og Áslaug.
»Jeg held þeir hafi gengið hjerna
upp í húsagarð«, sagði hringjarinn
háifkjökrandi. Frh.
Ungnr sjómaðnr óskast
á gufuskipið ,,Tryg“, er flytur
kol milli Englands og íslands.
Nánari upplýsingar hjá Birni
kaupmanni Guðmundssyni.