Vísir - 09.05.1911, Side 3

Vísir - 09.05.1911, Side 3
79 Úr ruslakistu Plausors. i. Yeisluspjöllin í Dal. Frh. »Það var rjett sem hringjarinn sagði, því uppi í heygarði fann hreppstjórinn þá Gísla og Magnús; hafði Ient þar í deilum með þeim út af giftingunum og af því ekki gekk saman með þeim, vildu þeir láta höndur skifta um konurnar og gripu því hvor annan hryggspennu og sviptust þeir fast þar um hey- garðinn, svo alt varð undan að láta, er fyrir þeim varð; en fáttvar þar annað en torfukjúklingar, nokkur hrip og moðbingur stór, er hlaðinn hafði verið upp þar í einu garð- stæðinu. En með því jafnt var um burði með þeim, veitti hvorugum betur, en fengið höfðu sparifötin þeirra skrámur, og voru þau bæði orðin moldug og forug, einkum þó föt Gísla. »Hættið þið þessum leik, piltar,« kallaði hreppstjórinn, þegar hann sá til þeirra. »Þið eigið að koma inn, því presturinn vill finna ykkur.« »Jeg verð að jafna á þrælmenn- inu, honum Gísla fyrir það, að hann hefur tekið frá mjer konuna mína,« sagði Magnús. »Hann hefur ekki tekið frá þjer neina konu,« sagði hreppstjórinn. »Presturinn jafnar það alt saman.« »Hann þarf ekki að jafna það mín vegna,« sagði Gísli. »Margrjet er orðin konan mín, og jeg er ánægður með hana. En fyrir þín orð, hreppsstjóri góður, skal jegkoma inn og tala við hann sjera Jón.« »Komið þið þá,« sagði hrepp- stjórinn, »og dustið þið af ykkur mesta rykið.« Fóru þeir síðan inn með honum og voru þau þá komin þar áður, Margrjet,Áslaugoghringj- arinn. »Þar kemur þú Gísli«, sagði Gróa þegar hún sá hann. — »Ósköp er að sjá hvernig þú ferð með beztu fötin þín inaður. — Hvar í fjandan- um hefir þú verið; það er alveg eins og þú hafir velt þjer upp úr -noðbás. »Jeg var uppi á heygarði að tusk- ast við hann Magnús. — En ann- ars er jeg kominn hingað til að tala við prestinn, en ekki þig«. V í S I R Nýkomið Framúrskarandi falieg karlmannafataefni, karl- manna- og kven-hálsbindi. - Einnig allskonar Brjóst, Fiibbar, Manchettur og Manchettskyrtur. Allar vörur óheyrilega ódýrar. STIMPLA kemur karlmannafatamóðurinn frá Kostur gefst mönnum á að fá föt saumuð eftir máli 2 með nýustu Lundúnagerð. Leitið upplýsingaá afgreiðslu Vísis. af öllum gerðum stimpilblek, stimpi púða, leturkassa annað þvilíkt útvegar Einar Gunnarsson. . Afgr. Vísis. »Þá eruð þið komin hjer öll«, sagði presturinn. »Jeg ætlaði að minnast á það við ykkur, sem hann hefir kært fyrir mjer hann Sveinn, að jeg muni hafa gefið ykkur rangt saman í dag. En nú er ekki gott í efni með það, Því ekki verður annað álitið, en að þið sjeuð öll löglega gift. »Já víst erum við löglega gift«, sagði Gísli, »og jeg hef ekkert fyrir yður að kæra,prestur minn.enda hef jeg fengið þá konuna, sem jeg hefði helst óskaö mjer, því hún er bæði yngri og Iaglegri og miklu ríkari, en sú, sem jeg hjelt að jeg ætti að fá«. »En konuna hefurðu Iíka tekið frá mjer«, sagði Magnús. »Nei, jeg hef ekki tekið hana fríá neinum, presturinn hefir gefið mjer hana og hún hefur engum gifst nema mjer«. Frh

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.