Vísir


Vísir - 09.06.1911, Qupperneq 2

Vísir - 09.06.1911, Qupperneq 2
50 V í S I R almennings. HYað á að gjöra? Borgari nokkur skrifar í *Vísi •? nýlega um stjórnkænsku bæarstjórn- arinnar hjer í því, að homa fóiki burtu hjeðan úr bænum — og úr landinu — til Ameríku. Jeg, og víst fjölda margiraðrir, erum borgara þessuni þakklátir fyrir grein hans, og erum honum fyllilega sammála. En hvað á að gjöra þegar bæar- stjórnin hagar sjer jafn óviðurkvæmi- lega og heimskulega, eins og hún gjörir í þessu landveitingamáli? — og það i óþökk og í gegn vilja allra þeirra bæarmanna, sém á annað borð nokkurn skapaðan hlut hugsa um framtíð þessarar borgar og þessa lands. Það hefur sýnt sig, að það hefur engin betrandi áhrifá bæarstjórnina í þessa átt, þó um þetta mál hafi verið skrifað í blöðin. Nei, nei, hún hefur fariö sínu fram sú gamla. Kært sig skollan um allar blaðagrein- ar og bendingar, og sama býst jeg við að verði enn, þó við borgari skrifum nokkrar Iínurí »Vísir«. En — hvað á þá að gjöra? Ef það er rjett sem jeg hygg vera, og hefi sagt hjer að framan, að mikill meiri hluti bæarbúa sje öndverður stefnu bæarstjórnarinnar í þessu máli; þá sje jegekki annað ráð betra, en að nokkrir góðir borg- arar gengjust fyrirþví, aðkallasam- an borgarafund, sem gefi bæarstjórn- inni ótvírætt til kynna viljaogóskir bæarmanna í þessu efni. Best væri aö fyrir fundinum lægi ákveðnar tillögur um málið, eða jafnvel nokk- uð ýtarlegt frumvarp, sem fundurinn svo sendi bæarstjórninni til meðferð- ar. Sæist þá glögglega hvernig hver bæarfulltrúanna um sig væri sinnaður, því ekki munu þeir allir vera jafn starblindir í þessu máli, og mega því ekki allir eiga óskilið mál. Jeg skal gjaman nú þegar láta uppi skoðun mína á þessu máli. Það getur kannske orðið til þess, aö aðrir gjöia hið sama, og getur það talsvert greitt götu málsins. Að minnsta kosti vona jeg aö borgari liggi ekki á sínu liði, og margir margir fleiri. Það er þá mfn skoðun, að eins og bæarstjórnin nú hagar — og hefur hagað — úthlutun og veit- ingu bæarlandsins, þá sje allir efna- litlir menn algjörlega útilokaðir frá að geta rœktað sjer blett hjer. Land- ið lendir í stórflákum í höndum efnamanna, sem svo geta boðið hinum fátækari hluta borgaranna birgin — þeim er það líka alveg óhætt, því þeir vita, að ekki er til neins fyrir fátæklinga að vera að biðja bæarstjórnina um, að Iáta sig hafa brúklegt Iand til ræktunar án mikillar árlegrar borgunar, sem þeim vitanlega er Iangt um megn. Bæar- stjórnin segir bara við ræflanna: — Ef þið viljið fá land, getur það þ í að eins orðið, að þið borgið það ríflega. — Ef þið ekki getið það, verður það ykkar sök. Þið getið þá reynt að draslast hjer einhvern- veginn landlausir, þangað til bæar- gjaldkerinn, með nokkra lögreglu- þjóna og þann fullmektuga, er bú- inn að hirða ruslið ykkar upp í bæargjöldin — og svo er sú saga úti. — Þessir menn eiga því ekki annars úrkosta, en að leita á náðir annara landa og annara stjórna, sem vit hafa á að meta þessa hluti rjett, og ekki svamla í kafi í ofurmagni sinnar eigin heimsku og sjerþótta. Jeg vildi því koma með þá aðal- tillögu, að hver borgari, sem er heimilisfaðir og þess æskir, geti fengið land til ræktunar án nokkurr- ar borgunar, gegn því að hann vinni ákveðna dagsverkatölu á land- inu fyrstu fimm árin, og verði Iandið þá hans Iögleg eign og gefi bæarstjórnin honum þá afsalsbrjef fyrir því. Land það, sem hver ein- stakur þannig fær, má ekki vera stærra en 5 vallardagsláttur, en þar fyrir neðan eftir því, sem umsækj- anda og bæjarstjórn kemur saman um. Auðvitað er þetta aðeins aðal- atriðin — grundvöllurinn — sem úthlutun landsins ætti að minni hyggju að byggjast á. Ýmsar nán- ari reglur þarf vitanlega að semja, en jeg sje ekki brýna ástæðu til að fara svo nákvæmlega út í þá sálma nú. F.nda mun það naumast valda mikluin ágreiningi, ef menn geta orðið á eitt sáttir um aðalatriðin. Búi. Bræðrabýti. Eftir Rudyard Kippiing. ---Niðurl. Kirpa Ram sagði: »Jegáhúðar- klár, sem er aflóga, en með því að lemja hann má kann ske komast á honum hálfa dagleið. Drepist hann má sútarinn fá húðina. Þá sagði Chumbo sútari: »Jeg skal borga þjer þrjár krónur fyrir skrokkinn, og ætla að fylgja mann- inum eftir þangað til klárinn upp- gefst. En komist hann lengra en hálfa dagleið, borga jeg ekki nema tvær krónur.« Kirpa Ram svaraði: »Sje það svo!« Var svo klárinn sóttur, en jeg bað um vatn að drekka, því jeg var alveg þur inn- an af ótta. — Þá sagði Ram Narain: »Hjerna eru fjórar krónur, sem þú mátt eiga Durga Dass. Guð hefursteypt þjer djúpt niður, en jeg vil ekki láta þig fara hjeðan alveg tómhentan^ þó kvígumálið sæla hans systursonar míns sje eins og opin und á milli okkar. Þú átt langa leið fyrir hönd- um til ættlands þíns. Farðu og forðaðu lífi þínusjeþað Guðs vilji. En um fram alt — steldu nú ekki teymingnum af klárnum, því jeg á hann.« — Og jeg lagði af stað úr bænum Isser Jang, og hlátursköll kvennsnipt- anna hljómuðu í eyrum mjer, og sútarinn varð nú samferða og beið þess að klárinn uppgæfist. Þess þurfti heldur ekki lengi að bíða, því aðeins stuttan spöl vorum við komn- ir frá bænum þegar það skeði. Og þar sem jeg var fullur ótta við reiði höfðingjans hljóp jeg áfram alt hvað aftók uns jeg náði hingað alveg yfirkominn af þreytu. En það sver jeg í nafni kýrinnar, jeg sver það í nafni allra þeirra helgu dóma, sem Hindúar, múha- meðstrúarmenn og jafnvel Shaibar sverja, að það var jeg en ekki bróð- ir minn, sem höfðinginn misþyrmdi. En því máli er nú lokið og dyrum rjettvísinnar er lokað, og Guð má vita hvað orðið er af Stunt Sahib. Móðurmjólkin er ekki en þornuð á hinum skegglausu grönum lians. — Æ! æ! — Jeg hefi engin vitni og sár mín munu gróa, ogjeg er fátæk- lingur. •— En það sver jeg í nafni sálar míns dána föður. — Það sver jeg dýrum eiði enn ogaftur, —að það var jeg en ekki bróðir minn, sem höfðinginn misþyrmdi!* Hvað get jeg gjört? Rjettvísi Englendinganna er eins og stór elfur; þegar hún einu sinni hefur ruðst fram snýr hún ekki við aftur. En alt um það. Tak þú penna þinn Sahib og skrifaðu greinilega það sem jeg nú hefi sagt, svoað Dipty Sahib fái að sjá það og geti ávítað Stunt Sahib, sem er nýkastað folald

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.