Vísir - 26.07.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1911, Blaðsíða 2
74 V í S I R . r.f I' TiV^f I—Wimu.««au—«« -igni>r,.u tir Bfc-»«ram ujíi mm« Verksvið bæarstjórnar- innar. Hjer í bæ er nú byrjað að grafa holræsin, sem sjálfsagt miðar til hreinlætis, en hætt er nú við, að * þau verði nokkuð þung á sumum húseigendum ofan á alt annað sem á húsunum liggur. En nú á bæar- stjórnin eftir stærsta þrifafyrirtækið, og það er að ákveða greiðslu á ‘ húsaleigu fyrirfram, því þau vanskil eru víst langt of víðtæk. Þeim leig- endunum til stór-ósóma, eigendun- um til stórskaða, sem þar af leið- andi valda tjóni fyrir bæinn, þar ,sc,.i sem húsin eru helsta eign hans. í;!,;. Ekkert er á móti að það sje ákveðið, hvað leigan skuli vera. Það er til tryggingar fyrir leiganda að honum sje ekki selt nema sann- i-f gjarnt það sem hann leigir. Þar með vita lika stjórnendur bæar- ins hvaða tekjur húseigendur hafa og þar með kynnastgjaldþoli þeirra; en með þtirri illu skilsemi á íbúð húsa er verið að eiða bæ en ekki byggja en þaðuná ,sú góða bæar- sjórn vita að hún; hefur eins skyldu t til að gæta hagsmunásinna bygðar- 'ihijyl flagsmanna eins og að leggja á þá c ;i' . útgjöld, en gjöri hún það ekki, meiga þeir góðu menn sem í henni sitja vandlega gæta þess að Reykjavík verði ekki einskonar safngryfja fyrir embættismenn og aumingja fyrr eða ; síðar, sem þó væri ilt afspurnar. Einn, sem hefur kynst mönnum fyr. Ósiöur. Sem e ----- 1 i u Sem ekki er frásagnavert, var jeg ‘ kirkju nýlega, og framfór þar barnaskírn, sem jafnan er hátíðleg athöfn, en þó þurfti einn náungi, sem sat í insta bekk að fá sjer í nefið Á meðan presturinn var að lesa trúarjátninguna. Fyrst og fremst hefir nú hver maður þá skyldu gagnvart sjálfum sjer, að gefa ekki af sjer hneyxli, en á svona stað, og við þetta tæki- færi er það ófyrirgefanlegt. Getur þessi makalausi ósiður og ástríða, að vera að hvolfa í sig þrisvar í hvora nös (það gerði ná- unginn) með þessum stórkostlegu tilburðum eins og þegar dauðþyrst- ur maður teigar svaladrykk, ekki lagst niður, að minsta kosti í kirkj- unni? Mjer var þetta stórhneyxli, og jeg vona mörgum fleiri, og jeg skammaðist mín fyrir þenna þjóðar- ósið, við hvaða tækifæri sem er og hvernig sem á stendur. Við dagleg störf og á götum úti er það ekki sparað, en að draga baukinn með sjer í Guðs hús sje jeg enga þörf á, og eru þeir víst ekki færir um að leggja á sig mikla sjálfsafneitun, sem ekki, gpta látið það ógert. Bless- aðir bræður, hættið þið slíku. Systir. Pósthúsið. Fyrir nokkru síðan voru grein- ar í Vísi, þar sem farið var mörg- / um óvingjarnlegum orðum um ' pósthúsið hjer og póstmenn. Fundið að því t. d. að lokað er milli 2 og 4 á daginn, sagt að póstmönnum væri oflaunað o. s. frv. Jeg finn ástæðu til þess að svara þessu nokkrum orðum, því jeg er vel kunnugur á pósthús- inu. Það að lokað er 2—4 á dag- inn er að vísu stundum óþægi- legt, og kemur auðvitað sjerstak- lega niður á trössum, sem aldrei geta verið búnir með neitt fyr en í ótíma. Hitt er ósatt, að hvergi sjé hægt að fá frímerki; þau fást t., d. í ísafoldarprentsm., hjá R. Leví tóbaksala og efalaust á öllum kaffihúsum. Það er því fáfræði einni að kenna, ef menn geta ekki náð í frímerki eða vísað útlendingum á þau eða þá illgirni og ógreiðvikni. En ef ætti að hafa pósthúsið opið allan daginn þyrfti að bæta við 3-4 mönnum, svo naumur er tíminn til afgreiðslu pósta með þeim mannafla sem nú er þar. Auðvitað er mest þörf á að hafa opið þá daga sem póstar fara til útlanda, en þá er vanalega svo mikill póstur að eingin póstmanna kemst heim til að borða miðdags- verð, allur tíminn milli 2 og 4 ferí að afgreiða póstinn og hrekk- ur þó naumast til. Ef opið væri haft, yrði að hafa aðra menn til þess, því skipin taka öll póst kl. 5, er til útlanda fara. Oft kemur það fyrir að póst- menn vinna 15—18 tíma hvíldar- lsust, og án þess að fá annan mat en þann sem er færður á pósthúsið, og sjaldan munu þeir heyra annað hjá almenningi en ónot og kvartanir yfir því hvað seint gangi afgreiðslan. Herjúlfur. r Amerika ogVestur-lslendingar. Eftir Sigurð Vigfússon. Niðurl. Tilgangurinn með línum þessum var aldrei það, að lýsa afkomu ís- lendinga í Ameríku, því til þess væri eg engan veginn fær, heldur aðeins sá, að leitast við að gjöra ofurlitla grein fyrir byggðum þeirra nieð því augnamiði að sýna fram á, að hamingjan hafi ekki vikið frá þeim, þótl þeir hafi horfið frá 4ósturjarð- ar ströndum« að dæmi forfeðranna, og þess vegna sje engin þörf á að bera þá fyrir brjósti. Að minni hyggju er byggð þeirra nú að síð- ustu að festastáþeim stöðvum sem að öllu samanlögðu eiga ef til vill bjartari framtíð í vændum, hvað lík- amlega afkomu áhrærir, en flest lönd önnur á byggðu bóli veraldar. í einu orði sagt. Það er mín ætlan, að byggð íslendinga í Vesturheimi hafi fyrir rás viðburðanna að síð- ustu færst yfir á þærsveitir er allra heppilegastar megi telja á öllu megin- landi Ameríku. — Ytir höfuð að tala eru allar byggðir þeirra fyr og síðar landkostum gæddar— Ogtel eg þá þarmeð svarað spurningum þeim, er settar voru fram í upphafi greinar þessarar, viðvíkjandi vellíðan íslendinga í Ameriku. Ef vjer fáum sannfærst um það, að aðalbygöir þeirra hafi lent á útvöldum sveitum, þá hljótum vjer að álykta, aö al- menn, hagsmunaleg afkoma þeirra fari þar eptir. Því gagnstæð álykt- an væri fullkomin dróttun að þeim, að þeir kynni eigi að hagnýta sjer gæði landsins — og það væri helzt til mikið sagf. OII þessi grein frá upphafi hefir gengið út á að lýsa Ameriku sem nægtalandi. Kostirnir dregnir fram, en ókostir ekki að mun. Vissulega hefir Amerika sína ókosti. Enginn skyldi ætla að sjálfsögð hamingja bíði innflytjandans þar. Ekki verð- ur auðlegð heldur gripin þar upp fyrirhafnarlaust. Og til þess að þegja ekki yfir hættu þeirri sem að minni hyggju helzt vofir yfir íslendingum þar, skal jeg taka það skýrt fram, að mjer kom svo fyrir sjónir sem hugur þeirra, einkum á síðari árum, væri að hneigjast of mjög í gróða- áttina. Og þótt tíðarandinn taki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.