Vísir - 26.07.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 26.07.1911, Blaðsíða 1
100 VlSIR 19 Kemurvenjulegaút kl. 11 árdegis sunnud. þrjðjud., niiðvd., fimtud. og föstud.' 25 blööinfrá25. júní. kosta: Á skrifst. 50a. Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr. áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Oskað að fá augl. sem tímanlegast. Miðvikud. 26. júlí 1911. Sól í hádegisstað kl. 12.34'. Háflóð kl. 5,46' árd. og kl. 6,10' síðd. Háfjara kl. 11,52' árd. Afmæli. Jón Brynjólfsson kaupmaður. Póstar f dag: Ceres fer vestur (Póstur kl. 5). Hafnarfjarðarpóstur kemur kl. 12 fer kl. 4. Álftanespóstur kemur og fer (um kl. 12). Póstar á morgun: lngólfur kemur úr Borgarnesi með norðan- og vestanpóst. Þingvallavagn kemur. V eór; atta i d ag m M bfl tí O '£ >< Ui Jt T3 tz 3 o C _l > > Reykjavík 758,6 + 7,8 N 4 Heiðsk. Isafjörður 762,4 -t- 5,0 4- 3,6 NA 5 Regn Blönduós 760,4 N 1 Alsk. Akureyri 758,9 4- 6,0 0 Þoka Grímsst. 723,6 -+- 3,8 N 1 Alsk. Seyðisfj. 758,2 -+- 7,4 3 Hálfsk Þórshöfn 757,0 +11,3 0 Skýað Skýrlngar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða yestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = ku), 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. "\Jfta\i aj Un&i. Hermann Styhr heitir maður nokkur danskur, fjelagi Fabers smjörkaupmanns. Hann kom hingað með Sterling síðast og fór austur í sýslur og heimsótti helstu rjómabúin þar. Laugar- daginn var hjelt hann fund með rjómabústjórunum við Pjórsárbrú og las þeim hvað honum þótti miður fara á búunum. Hann fór út aftur með Sterling. Sigurður Sigurðsson consulent hefur verið um 7 vikna tíma í vor austur í sýslum, einkum Rang- árvalla og Skaftafells, alt austur á Síðu, til þess að leiðbeina bændum við ýms búnaðarstörf, einkum áveitumælingar. Ána Skálm í Landbroti hefur hann skoðað og gefið ráð um varnir gegn skemdum af henni með flóðgörðum. Sömuleiðis athugaði hann Svaðvælisá og Hofsá'undir Eyafjöllum, en taldi mjög kostn- aðarsamt að verja skemdum af þeim, þó það væri kleyft. Hann lætur illa af grassprettu, telur að töðubrestur verði mikill og útjörð spretti laklega. í byrjun næsta mánaðar fer hann aftur austur til þess að undirbúa Miklavatnsáveituna í Flóanum (úr Þjórsá) og verður þar ef til vill með honum Sigurður Thoroddsen ingeniör. Eyrarbakka 19. júli 1911. Kuldar eru hjer miklir um nætur, frost og snjór niður á heiðarbrún. Stilt veður og þerrir á daginn. Fisk- laust þd róið sje. Sláttur er byrjaður, en spretta er rýr. Fundur var í fyrra- dag á Kaldaðarnesi, sýslunefndamenn og fleiri að koma sjer saman uni þingmannaefni fyrir sýsluna, hef ekki frjett um það frekar enn. Siifurberg, Kopar, Sínk. Stuðlar heitir bær fyrir botni Reyð- arfjarðar sunnanvert. Fjall er suður af bænum og hefur fundist í því bæði silfurberg, kopar og sínk. Eru nú 4 menn að vinna þarna að stað- aldri undir verkstjórn Norðmanns nokkurs og veröur þeim allmikið ágengt. Pjetur Bóasson sonur bóndans að Stuðlum hefur verið hjer í bænum nú nýskeð í erindum fyrir námu þessa. Auglýsingar er s álfsagt að setja í Vís , ' fcS þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast alment Skemtiför. Á sunnudaginn var fór um 70 Goodtemplarar skemtiför fram á Sel- tjarnarnes undir forustu Ólafs Jóns- sonar lögregluþjdns. Þeir lögðuaf stað hjeðan kl. 11 árd. í skrúðgöngu og gekk hornaflokkurinn fyrir og bljes svo að undir tdk í borginni. Menn staðnæmdust á Ráðagerðis- bökkum. Setti Ó. J. hátíðina en ýms- ir hjeldu ræður Pjetur Zophonias- son talaði um regluna, Indriði Ein- arsson um Seltyrninga, Sigurður Vigfússon kennari um Vesturíslend- inga. þá tdku menn að skemta sjer með leikum, hlaupum og stökki og var fjör mikið. Veitingar voru næg- ar á staðnum og annaðist Hotel ísland þær. Veður var slæmt um daginn og dró það mjög úr, þd bættust stöð- ugt við hdpinn og er heim var halm'ð voru saman 130 manns. Á heimleiðinni varð hlje á göngunni hjá Mörk, þar er gamalmenni Rögn- valdur að nafni hann hafði mikla skemtun af hornablæstri og voru fyrir hann spiluð nokkur lög. Er heim kom, um kl. 5. varskemt- uninni haldið áfram um stund í G. T. húsinu, sungu þar Fóstbræður og dans var stiginn. Auditor. Raddir almcnnings Msktorg. Það er oft nægilegt að gera með bæarbryggjuna þd ekki sje þar höfð fisksala innanum farangurog ferða- menn, sem koma og fara. Vildi ekki einhver kunnugur maður at- huga það mál í Vísi og benda á heppilegan sölustað og reglur sem setja þarf sölunni viðvíkjandi. Fyrir- komulagið sem nú er á þessu er ilt mjög og þyrfti bráðra bóta. Ókunnugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.