Vísir - 01.08.1911, Blaðsíða 1
104
23
Kemur venjulegaút kl. 11 árdegis sunnud.
þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud.
25 blöðin frá 25. j úní. kosta: Á skrifst. 50 a.
Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a.
Afgr. áhorninu á Hotel Isl and 1-3 og 5-7.
Óskað að fá augl. semtímanlegast.
Þriðjud. 1. ágúst 1911.
Bandadagur.
Sól í hádegisstað kl. 12,33‘.
Háflóð kl. 9,46‘ árd. og kl. 10,12‘ síðd.
Háfjara kl. 3,58‘ síðd.
Afmæli í dag.
Þórður Jensson, stjórnarráðsskrifari.
Afmæli á morgun.
Frú Marta María Einarsson.
Einar J. Pálsson, snikkari.
Hans Inge Hoffmann, verslunarnr.
Oluf Morten Hansen, hattari.
Póstar f dag.
Ingólfur til og frá Borgarnesi.
Póstvagn til Ægissíðu og Eyrarbakka.
Waranger frá Breiöafirði.
Póstar á morgun.
Póstvagn til Þingvalla.
Ceres til útlanda.
Hafnarfjarðarpóstur kemur 12 fer 4.
Álftanespóstur kemur og fer (um 12).
Loftvog £ '< Vindhraðil Veðurlag
Reykjavík 757,5 +12,8 A i Skýað
Isafjörður 760,3 -f 9,2 0 Skýað
Blönduós 759,4 4-12,8 S 1 Skýað
Akureyri 760,3 4 13,8 NNV 1 Heiðsk.
Grímsst. 725,6 -1-15,0 0 Ljettsk.
Seyðisfj. 760,8 -r- 9,6 0 Hálfsk
Þórshöfn 761,9 + 10,5 0 Þoka
Skýringar:
N = norð- eða norðan, A = aust- eða
austan, S = suð- eða sunnan, V = vest-
eða vestan.
Vindhæð er talin í stigum þatinig:
0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 =
go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6=
stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 =
hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 =
ofsaveður, 12 = fárviðri.
Ur bænum.
Söngskemtun hjelt Pjetur A.
Jónsson í Bárubúð laugardagskvöld-
ið, svo sem til stóð og var þar
húsfyllir. Tíu lög voru á söng-
skránni, eftir Sv. Sveinbjörnsson (2),
Lange Múller (2), Puccini (1) og
Rich. Wagner (4), en textarnir á
íslensku, Dönsku, Ensku og Þýsku.
Frú Ásta Einarsson aðstoðaði. Söng-
urinn var hinn besti, svo sem við
var að búast og rómurinn mikill.
Pjetur var klappaður fram og að
lokum, er klappinu ætlaði ekki að
linna. söng hann aukreitis »Þu
bláfjalla geimur með heiðjökla hring«
og ekki ljet það hvað verst í eyr-
um.
Söngskemtun þessa ætlaði Pjetur
að endurtaka á sunnudagskvöldið,
en hún var aflýst og þreya menn
nú að hún verði endurteki".
Sr. Þorleifurjónsson áSkinna-
stöðum í Öxarfirði Ijest 26. f. m.
Hafði verið í ferð uppi á Hóls-
fjöllum.
ísafirði 22. júlí.
Tíðarfar hefir verið hjer mjög
kalt síðustu viku og snjóaði mjög
á fjöll hinn 17., er nú heldur að
hlýna aftur. Á sunnudagin var
skírði samt Nísbet trúboði 5 manns
í Tunguá. Hljómleika hafa þau
Sigfús tónskáld Einarsson og frú
hans efnt til í G. T. húsinu og
búast við að endurtaka þá á morg-
un.
^xí úttötv&um.
Fortepianoleikari. í
mörgu keppa menn og verða meist-
arar, hjeraðs lands eða þá heimsmeist-
arar. í vor ljek maður nokkur,
Lewis Thorpe að nafni, búsettur í
Pennsylvaniu —samfleytt 30klukku-
tíma og 15 mínútur á Fortepíano
og varð fyrir heimsmeistari í þeirri
grein. Áður vissu menn að
leikið hafði verið samfleytt í 28
klukkutíma. Þó hafa gengiðsagn-
ir um það, að maður nokkur í
Melborun hafi leikið stanslaustí 50
klukkutíma, en trygging er ekki fyrir
því að það sje rjett.
Stjellangir hanar. Áeynni
Shikaku í Japan er mikið stunduð
rækt stjellangra hana. í stjeli liana
þessara eru 15—25 fjaðrir og verða
þær 3—4 stikur að lengd. Þeir eru
hafðir í mjög háum fuglabúrun
svo að stjelið nemi ekki við gólf,
cg er þeim gefin fæðan á priki
sínu. Annan hvern dag er þeim
hleypt út hálftíma, gengurþá mað-
ur á eftir hverjum hana og heldur
uppi stjelinu, það má ekki óhreink-
ast eða ýfast neitt, því fjaðrirnar eru
hinn dýrasti varningur.
almennings
Afmælisgjafir,
l'im leið og jeg þakka Vísi fyrir
að hann skráði afmælið mitt (Jeg
hef dregið að votta þakklætið svo
ekki vitnaðist hver jeger) ogútveg-
aði mjer með því tvær afmælisgjafir,
sem jeg hefði orðið af ella, þá vil
jeg biðja hann að geta þessviðalla
góða menn að það er ósiður mesti
að »storma« á mann heima til heilla-
óska án þess að vera um leið fær-
andi hendi. Ef fátækir menn eiga
í hlut þá getur verið að þeir vilji
sýna gestrisni sína með sínum síð-
asta eyri. Sje um níka menn að
ræða þá getur það liaft alvarleg
áhrif á þá, þó jeg taki mjer það
raunar ekki svo nærri.
En heillaóskir á maður, svo sem
hvað annað, að frambera af heilum
huga og jeg fyrir mitt leiti vil sjá
þess vott svo í verki sem orði.
Hrafn.
Til athugunar.
í einhverju dönsku blaði, útgefnu
hjer eða í Höfn, sá eg nýlega frá
því sagt að útgerð Dr. Mawsons
til Suðurheimskautsins ætlaði að
kaupa danska niðursuðu í nesti til
ferðarinnar. Það er ekki alveg víst
að þetta hafi verið rjett hermt.
Hvað segðu menn t. d. ef það væri
verksmiðja Pjeturs M. Bjarnasonar
á ísafirði sem selja ætti niðursuð-
una?
K
Raddir