Vísir - 01.08.1911, Qupperneq 2
92
V I S 1 R
Húsaleigan.
Einhver, sem auðsjáanlega hvergi
hefir kynst mönnum, skrifar grein-
arkorn í 100. Ibl. Vísis um stærsta
þrifafyrirlækið, sem bæarstjórnin eigi
eftir, sem sje að ákveða húsaleigu
og hvernig greiða skuli; veit auð-
sjáanl. ekki, að bæarstjómina brest-
ur algjörlega heimild til slíkrar lög-
gjafar eða reglugjörðar, og tel jegjafn-
vel mjög vafasamt hvort þingið muni
geta sett slík lög. Þau mundu höggva
heldur nærri eignarrjettinum. sem
er friðhelgur samkvænit stjórnar-
skránni og ekki má skerða, nema
almenningsheill sje í veði, ogverð-
ur varla skoðað að svo sje, þar
sem um innheimtu húsaleigu í Rkv.
er að ræða; auk þess mundu þau
á ískyggilegan hátt skerða samn-
ingsfrelsi einstaklingsins; og loks
mundu þau, að líkindum, hvergi
að gagni koma. íllt ef ekki ómögu-
legt fyrir bæarstjórnina að vaka yfir
og sjá um framkvæmd þeirra, ef
hún ætti að hafa umsjón um það,
en engu breytt frá því, sem nú er,
ef hver einstaklingur ætti að sjá
um sig, því það getur enginn neytt
húseiganda til að leigja hús sín á
annan hátt eða með öðrum kjör-
um, en honum sjálfum gott þykir.
Af bláfátækum mönnum mundi ekk-
ert vera hægt að hafa, þótt beitt
væri hörðu, ef þeir á annað borð
ekki reyndu eða vildu reyna að
borga. En hjer bregður við sem
oftar hinn afar-einkennilegi og al-
íslenski hugsunarhátíur, að vilja láta
lands- sýslu- eða sveitastjórnir eiga
að leiðrjetta hvaðeina, sem hverj-
um ræflinum þykir ábótavant, hvort
sem svo er í raun og veru eða
ekki, og svo hitt, að menn halda
eða eru farnir að halda, að meiri
hluti atkvæða sje alveg sjálfsagður
að ráða lögum og lofum um hvern
þremilinn sem er. Menn hafa aldrei
nóg af lögum og bindandi ákvæð-
um, helst sem nákvæmast orðuð-
um og ítarlegast, en eru þó síkvart-
andi undan ófrelsi og böndum.
Jegskil ekki almennilega, í hverju
harðstjórn og einveldi höfðatölunn-
ar (meiri hlutans) er betri en ein-
veldi og harðstjórn einstakhngsins,
nema síður væri, enda mun skríl-
veldi reynast lijer sem annarstaðar,
eins og það hefir alstaðar reynst,
óþolandi og ekki affarasælt.
En svo jeg snúi mjer að Vísis-
greininni aftur; ætli ekki hafi vak-
að fyrir höfundi hennar. að bæar-
er besía og édýrasta lífsábyrgðarfjelagið
á Norðurlöndum.
Tekur börn og fullorðna í lífsábyrgð
sína og iðgjöldin 1 sinni fil 4 sinnum á
ári, efiir því, sem hverjum er hægast að
greiða þau.
Tryggið líf yðar og gjörið það í lífs-
ábýrgðarfjeginu KRÓNAN.
Umboðsmaður í Reykjavík
Siguriaug Jónsdóttir
Klapparstíg 1.
stjórnin þyrfti að semja reglugjörð
um húsaleiguamninga og þær
skyldur, sem í heilbrigðislegu tilliti
skyldi hvíla á húseigendum og leig-
endum, hverjum um sig, líkt og á
sjer stað í ýmsum þýskum bæum,
því þess væri þörf og þá væri eitt-
hvert vit í greininni, þótt jeg fyrir
mitt leyti heldur vildi semja mig
að dæmi angio-saxnesku þjóðanna
°g rýmka vald heilbrigðisnefndar
eða heilbrigðisfulltrúans, svo hún
eða hann, innan vissra takmarka,
fengi úrskurðarvald í slíkum mál-
um; en að ræða það mál ítarlega,
svo sem þó full þörf væri á, eru
aðrir færari til en jeg.
Jón Jónsson.
Hundaþúfan á Stjórnar-
ráðsúlettinnm enn.
Jeg sje að ekki á að slaka til með,
að hafa hundaþúfuna í kringum
minnisvarða Jóns Sigurðssonar, því
í óða önn er haldið áfram að tyrfa
hana.
Við því var reyndar ekki að búast
þegar jafnmikill ráðríkis og sjálfsá-
litsmaður stóð fyrir verkinu og
Tryggvi gamli. En við svo búið
má ekki standa; hundaþúfan verður
að fara í burtu hvað sem það kostar,
Og hvortTryggva líkar betur eða ver.
Vilja ekki nokkrir menn, 10—15
taka sig saman og offra einu dags-
verki;einum sunnudegi t. d. til að
rífa huKdaþúfuna niður, og bú.a svo
um í kringum stöpulinn að, við sje
unandi?
Þeir sem væru til í þetta ættu að
gefa sig fram við Vísir sem sjer um
að nöfnin komist til mannsins, sem
vill standa fyrir slíku verki.
Kári.
Landakotsskólinn.
f 103. tbl. Vísiser skýrslasýning-
arnefndarinnar um skólasýninguna.
Er þar allnákvæmlega sagt frá sýn-
ingu hinna ýmsu skóla. Rætt um
kenslutíma, kensluaðferðir o. fl. Virð-
ist jafnvel bregða fyrir að hjer sje
verið beinlínis að auglýsa skólana
í sýningar-skránni. Þó er einn skóli
undanskilinn. Það er Landakotsskól-
inn. Þar er aðeins framsett þur
upptalning munanna, enda þótt mest
ástæðan hefði verið að vekja eftir-
tekt á honum.
Mig langar til að Vísir bætti dá-
lítið úr þessu misrjetti með því að
prenta grein um sýningu þessa
skóla, eftir Pál Þorkelsson, hinn
dómfærasta mann sem við höfum á
að skipa þar er til verklegra lista
kemur. Hún stóð í Ingólfi fyrir
skömmu og er á þessa leið:
» — — Ein sjerstök sýningar-
deild í heildarsambandi sýningar-
innar virðist þó nær því bera sem
gull af eiri af flestu því sem á
sýningunni er, og það er Landa-
*