Vísir - 08.08.1911, Blaðsíða 3
V í S I R
3
ur að vera mjög eftirsótt svæði til
ýmisra afnota. Enda virðist það
keimlíkt »Molbúa«- hagfræði, að
binda um tugi ára bletti á álitleg-
ustu svæðum bæarins fyrir tiltölulega
litlar eftirtekjur, en þverneita mörgum
um land til ræktunar í holtum uppi
í útjöðrum bæarins og utan hans.
Sú ástæða sem borin var fyrir á
fundinum, að með því að andæfa
nokkuð tillögum fasteignanefndar-
innar í þessu máli, væri sama sem
að leggja stein í götu helsta atvinnu-
vegar bæarins, nær alls engri átt,
þar sem sýnt var fram á, að nægt
land væri hægt að veita þessu fje-
lagi og fleirum til fiskverkunar, á
stöðum sem væru þeim allt eins vel
hentugir, en bænum áhættuminna
að binda til lengri tíma. Pað
vannst þó á við þessar umræður, að
málinu var frestað til næsta fundar,
og er vonandi að fulltrúarnir á því
tímabili átti sig vel á hvað um er
að tefla, og augu þeirra opnist til
að sjá mismuninn á þvf, að gera
álitlegasta framtíðarland bæarins að
fiskireitum og að gera brunaholtin
kringum bæinn að blómlegum tún-
um og sáðgörðum.
L. H. Bjarnason gjörði fyrirspurn
til borgarstjóra hvað ráðstöfunum
til hafnargjörðarinnar liði. Þótti
honum (eins og mörgum fleirum)
hafa verið þögn mikil og löng um
það mál í bæarstjórninni. Hjelt
hann langa tölu oggóða um nauðsyn
bráðra aðgerða í því máli. Borg-
arstjóri og Tryggvi Gunnarsson
svöruðu fyrirspurninni, og tjáðuýms-
ar tilraunir hefðu verið gerðar til
að útvega lán til hafnargjörðarinnar,
en ábyggileg svör væri enn ekki
komin, en kváðust fastlega eiga von
á því nú næstu daga við heimkomu
ráðherra, að þá kæmi greinilega í
Ijós árangur af Iánstilraununum, og
var á borgarstjóra að heyra, að hann
hefði góðar vonir um æskilegan
árangur. Er því vonandi að fljótt
og vel ráðist úr þeim kvíða, sem
menn voru farnir að bera fyrir af-
drifum þessa afar þýðingarmikla
máls.
Sammerkt átti þessi fundur bæ-
arstjórnarinnar við aðra fundi henn-
ar í því, að ekki var gott að fylgj-
ast með því sem fram fór vegna
skarkala og ókyrðar, einkum í bæ-
arfulltrúunum sjálfum. Það er eins
og sumir þeirra eigi ekki annað er-
indi á þessa fundi, en að tala hálf-
hátt við sessunauta sína — um ham-
ingjan veit hvað — svo að óglöggt
heyrist hvað sá segir sem orðið
hefur, að nafninu — Þessi ósiður
ætti sem fyrst að leggjast niður.
Búi.
Vorið ilmandi.
Saga frá Kóreu
eftir óþektan höfund.
Frh.
»Ef þú ekki elskar mandarínann,*
mælti hann að lokum; »viltu þá
ekki eiga mig? Jeg er konunglegur
sendiherra.* Og hann gjörði þjón-
unum um leið bendingu, og þeir
drógu sverð sín úr sliðrum og um-
kringdu hina ungu stúlku. Sendi-
herrann hjelt áfram: »Ef þú neitar
að ganga að eiga mig, þá Iæt jeg
nú þegar hálshöggva þig.«
»Ó, hvað vesalings þjóðin er
ógæfusöm«, mælti nú Tchoun-
Hyang.
»Hvað áttu við?« spurði sendi-
herrann. »Af hverju er þjóðin svo
ógæfusöm?«
»Hvað jeg á við? Jeg á við, að
fyrst verðum við að þola yfirgang
mandarinans, og þjer, konunglegi
sendiherrann, sem eigið að vernda
vesalingana og taka málstað þeirra,
þjer byrjið með því að ætla að Iíf-
láta saklausa stúlku, sem yður geðj-
ast að. Aldrei hefir meira órjettlæti
verið haft í frammi.«
I-Toreng bauð nú söngmeyunum,
sem ekki voru farnar, að leysa
Tchoun Hyang úr fjötrunum. Þær
gjörðu svo og liann bað hana nú
, að líta upp og horfa framan í sig.
En Tchoun-Hyang neitaði þvíog
sagði: »Jeg lít ekki framan í yður
°g jeg hlusta ekki einu sinni á
hvað þjer segið. Þjer getið brytjað
mig niður í smástykki, ef þjer viljið,
en jeg giftist yður aldrei.«
I-Toreng tók nú af sjer kapselið,
sem Tchoun-Hyang hafði gefið
honum, og ljet rjetta henni. Hún
þekti það, og leit nú upp og þekti
unnusta sinn, reis á fætur og gekk
nær.
»Ó!« hrópaði hún, glöðíbragði,
»í gær var unnustinn minn aumur
bítlari og nú er hann konunglegur
sendiherra.«
I-Toreng rjetti henni höndina og
þau fjellust í faðma og grjetu gleði-
tárum. Niðurl.
Útgefandi:
Einar Gunnarsson, cand. phil.
PRENTSMIÐJA DAVIDS ÖSTLUNDS.
Sögufjelagið
var stofnað 1902, og hefur starfað
eftir efnum síðan, og hefur nú gef-
ið út þessi rit:
I. Morðbrjefabœklingar Guðbrands
biskups Þorlákssonar 1592, 1595,
1608 með fylgiskjölum Rvík.
1902—1906. 4,50.
II. Biskupasögur Jóns prófasts Hall-
dórssonar í Hítardal með viðbæti
I. bindi (Skálholtsbiskupar 1540—
1801) alls 8,90; II. bindis, 1. hefti
I, 25.
III. Aldarfarsbók Páls lögmanns Vída-
líns 1700—1709. Rvík 1904. 1,50
W.Tyrkjarániðá íslandi 1627. 9,75.
V. Guðfrœðingatal, íslenzkra, þeirra
sem tekið hafa háskólapróf 1707—
1907. Eft'r Hannes Þorsteinsson.
5,00.
VI. Prestaskólamenn. Eftir Jóhann
Kristjánsson. 2,25.
VII. Lögfrœðingatal. Eftir Klemens
Jónsson. 1,25.
VIII. Æfisaga Gísla Kpnráðssonar
eftir sjálfan hann 1. hefti 1,25
(heldur áfram að koma út).
Árstillag fjelagsmanna er 5 kr.
Æfitillag í eitt skifti fyrir öll
er 50 kr.
Fjelagsmenn fá í ár (1911) þess-
ar bækur frá fjelaginu: Biskupa-
sögur sjera Jóns Halldórssonar,
II. 1. hefti (Hólabiskupar).
Æfisögu Gísla Konráðssonar 1. hefti.
Æfisögu Jóns Þorkelssonar Skál-
holtsrektors. Rvík 1910, 48 arkir
að stærð, verð 10,00. Þessa bók
fá þó þeir einir fjelagsmenn, sem
eru skuldlausir eða gera sig skuld-
lausa um leið og þeir fá bókina.
Eigi þeir heima utan Reykjavík-
ur, verða þeir að senda fjelag-
inu burðargjald (1 kr. fari bókin
með Iandpóstum, en 50 aura
með skipum), þegar þeir biðja
urn bókina. Skilvísir fjelagsmenn
fá því í ár bækur fyrir 12,50,
gegn aðeins 5 kr. árgjaldi.
Nýir fjelagsmenn.sem ganga í fje-
lagið fyrir næsta aðalfund (1912)
og borga uni leið, geta fengið allar
þær bækur, sem fjelagið hefir gefið
út fram að árinu 1911: Morð-
brjefabæklinga, Biskupasögur I. bindi,
Aldarfarsbókina, Tyrkjaránið, Guð-
fræðingatalið, Æfisögu Jóns Skál-
holtsrektors (fyrst um sinn) fyrir
hálfvirði, og auk þess ókeypis. Skrá
um skjöl og bækur í Landsskjala-
safninu I.—III. (fullar 45 arkir), og
fá þeir á þann hátt 285 arkir fyrir
20 kr. 45 aura.