Vísir - 08.08.1911, Blaðsíða 1

Vísir - 08.08.1911, Blaðsíða 1
9 1 ISIR Kemurvenjulegaútkl.llárdegis sunnud. þrjðjud., miðvd., fimtud. og föstud. 25blöðinfrá ágúst. kosta: Á skrifst. 50 a. Send út um landóO au.— Einst.blöð 3 a. Afgr.áhorninuáHotel Island 1-3 og5-7. Oskað að fá augl. sem tímanlegast. Þriðjud. 8. ágúst 1911. Sól í hádegisstað kl. 12,33' Háflóð kl. 4,22' árd. og 4,41 síðd. Háfjara kl. 10,34' árd. og 10,53 síðd. Afmæli I dag. Frú Jenny Forberg. Frú Guðrdn Sigurðsson. Afmæli á morgun. Benedikt Þ. Qröndal, skrifari. Brynjólfur Magnússon, kennari. Frú Elinborg Christjansson. Póstar í dag. Austanpóstur fer. Póstvagn til Ægissíðu og Eyrarbakka. Póstar á morgun: Póstvagn fer til Þingvalla. Hafnarfjarðarðarpóstur kemur kl. 12. fer kl. 4. Álftanespóstur kemur og fer. Veðrátta í dag. O '43 lO CB £ o E >< T3 C a lO -1 > > Reykjavík 748,7 +10,0 sv 2 Alsk. Isafjörður 751,2 -+- 4,6 -i 8,5 V 4 Alsk. Blönduós 750,2 o Þoka Akureyri 750,9 -f- 5,9 0 Skýað Grímsst. 716,0 -+- 7,8 0 Skýað Seyðisfj. Þorshöfn 750,1 -4- 8,9 sv 1 Þoka 754,8 + 13,4 ANA b Skýað Skýringar: N = norð- eða norðan, A = aust- eða austan, S = suð- eða sunnan, V = vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þannig: 0 = logn, 1 = andvari, 2 = kul, 3 = go!a, 4 = kaldi, 5 = stinningsgola, 6= stinningskaldi, 7 = snarpur vindur, 8 = hvassviðri, 9 = stormur, 10 = rok, 11 = ofsaveður, 12 = fárviðri. er seldur í dag. TUNGOTU 6 Úr bænum. Iðnsýningin verður opin á morg- un. Á sunnud. endar sýningin. Þýska listiskipið »Cronprin- sessin Cecilie« kemur í nótt. Vesta kom á sunnudaginn og með henni ráðherra Kr. J. og Sig- urður Jónsson járnsmiður. Líkneski Jóns Sigurðssonarkom ekki með Vestu, svo sem ætlað var. Victorie Louise, þýska herskip- ið kom hingað á sunnudagsmorg- uninn. Hólar komu að norðan í morg- un. Fara til útlanda á föstudag. Ceres kom til Leith í gærmorgun. Nýr aðventistatrúboði kom hingað með Vestu og ætlar að setj- ast hjer að. Hann er norskur og heitir O. J. Olsen. Auk hans kom yfirmaður Að- ventistakirkjufjelagsins á Norðurlönd- um, sjera J. C. Raft og skrifari sama fjelags, Erik Arnesen, dvelja þeir hjer mánaðartíma. Ræður flytja þeir nokkrum sinnum hjer, næst í Silóam annað kveld kl. 71/',. Þingvöllum, laugard. kveld. Hjer í nýlendunni er orðið æði mannmargt. Talið að bjer hafi gist 118 í nótt og voru gistihúsin þrjú og nærliggjandi bæir alveg fult. Fáir hafa farið hjeðan í dag en eftir kl. 4 bættust hjer við 97 manns og voru þó margir komnir fyrir þann tíma. Viðbúið að meira en helmingur gestanna liggi úti í nótt. Ball stendur til að haldið verði í Miklaskála. Af gestum má nefna sjera Jóhann dómkirkjuprest, borg- arstjóra P. E., Ásgeir kaupm. Sig- urðsson, Garðar kaupm. Gíslason, Ólaf Björnsson ritstj., Pjetur Á. Jónsson söngmann, Þorleif póstaf- greiðslum. Frá íslendingum vestra. Guðmundur Zophonias- son, sem stundað hefir dýralækn- isnám í Kaupmannahöfn um 3 ára tíma er nýlega kominn til Winni- peg (30. júlí). Hyggur hann að Ijúka þar námi sínu og verða þar fyrstur dýralæknir íslenskur. En í sumar er hann ráðinn í kaupavinnu að Brú. Ásgeir Egilsson frá Arabæ í Rvk. skaut sig til bana á hóteli í Winnipeg 30. júní. Ókunnugt er um ástæður til þessa verks. Hann var 28 ára að aldri. Búinn að dvelja allmörg ár vestra. Áður bæ- arpóstur hjer. Hans Gíslason frá Krist- nesi hefir fundið upp hliðargrindur á járnbrauta krossvegum og hindra þær að gripir komist inn á braut- irnar. Er þetta hin þarfasta upp- fundning og hefir hann fengið enkaleyfi á henni sem hann hygg- ur að selja fyrir ærna fje. Bjarni Jónsson dbrm. úr Rvk. kom til Winnigeg 5. f. m. við sjöunda mann. Fórhjeðan 14. júní. STEINOLÍA. Þeir sem vilja fá hina ágætu steinolíu,sem versl- un mín hafði í fyrra, gefi sig fram sem fyrst. Vesturg. 39.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.