Vísir - 13.08.1911, Síða 2

Vísir - 13.08.1911, Síða 2
18 V í S I R Madero af rlög'um. Fjöldií marma hefur verið settur í varðhaki af þess- um nýju uppreis armönnuni o" marg- ir hlotið meiðsli eða bana af hvorrk- tveggja liði. Uppgjafa-keisari Persíu er heldur en ekki að færast í auk ana og ætlar nú að brjótast aftur til valda. Hann leyndist á burt úr Austur- ríki 7. f. m., þar sem hann Itafði dvalist að undanförnu, og kom frant austur við Kaspihaf. Hafði hann þá fáa fylgdarmenn, en vænti sjer liðsinnis, er hann kæmi í ríki sitt hið forna. Þetta tiltæki hefir þdtt undarlegt, en talið er víst, að Rússar sjeu þar með í ráðum og æth að nota tækiíærið til þess að færa sig upp á skaftið í Persíu, ef beim tekst að koi..a öllu í bál og brand þar innanlands. Það er víðar en á íslandi, sem erlendar yfirgangsþjóðir notaflokka- drætti og sundrungtil þessað koma ár sinni sem bezt fyrir borð og tryggja hagsmuni sína og yfirráð. Seinustu fréttir segja, að Muhamed Ali, uppgjafakeisaranum, hafi verið tekið með mesta fögnuði, er liann steig í land í Astrabad. Höfuð- borg Persíu Tehran, er lýst undir herlögum. Bróðir Muhameds Ali hefur safnað miklu liði til styrks við bróður sinn og hefur stjórnin sent gegn honnumtvær herdeildir. Margir uppreistnarmenn hafa verið tineptir í varðhald víðsvegar í landinu. Raddir almennings. Hvenær byrjar haínar- gerðinF Svo hefur margur spurt að und- anförnu, sem von er, því að í engu byggist allur framtíðarhagur Reykja- víkur, sem á þessu fyrirtæki. Og mun það þó sannast sagt að fæstir hafa gert sjer í hugarlund þær miklu breytingar, sem slíkt fyrirtæki hefur í för með sér hjer f höfuð- staðnum jafnvel strax sem byrjað er d verkinu. Enginn hefur gefið glögg og skýr svör, svo jeg viti til. Þessi þögn dugir ekki lengur. Almenningi er’nauðsynlegt að vita sem fyrst, hvenær verkið á að byrja. —- Jeg- þekki fátæka verkamenn hjer búsetta, sem mUndu hafa ráð- ist í önnur bygðarlög ef þeir ættu ekki vofi á atvinnu við hafrtargerð- ina. Hvað eiga þeir lengi að bíða í óvissu? Það segir sig sjálft, að allur drátt- ur á hafna.gi rðinni er stórskaði fyrir bæinn og landið í heild sinni. Hvert ár sem líður áður en höfnin er gerð, misferst allur sá hagur, sem af höfninni væri. Þar að auk verða niargir menn atvinnulausir, í basli og fátækt, ef ef ekki verður veitt atvinna við hafnargerðina í liaust og vetur. Þessu til andsvara kynni einhver aðsegja.aðþaðkomi ísama stað riiður fyrir verkalýðinn, hvort hann fái at- vinnu við höfnina fyrr eða seinna; vinnan verði hin samá hvenær sern byrjað verði á henni og atvinnan við hafnargerðina taki því fyr enda sem hún byrji fyrr. En þetta er ekki allskostgr rjett athugað. — Sannleikurinn er sá, að hafnargerðin leiðir með sjer afarmikla atvinnu aðra, sem helst við þegar höfnin er komin. það er enginn vafi á því, að sjávarútvegurinn vex óðfluga — meira en flestir gera sjer í hugar- lund. Jafnframt eykst verslun og ön-’ur framkvæmd og fólksfjöldinn vex. En öllu þessu eru satnfara mörg mannvirki: húsasmíð, vega- gerðír og þar að auki margvísleg atvinna se n kemur með aukinni framleiðslu og stækkun bæarins. En það er engu líkara en bær- stórnin hafi ekki íhugað þetta vel, því að þó hún geri í öðru orðiuu mikið úr nauðsyn hafnarinnar, þá sjer hún lítið afleiðingarnar. Uin það bar bæarstjórnarfundurinn um daginn dágott vitni, þegar átti að fara að heimila einu fjelagi stóra lóð fyrir sama sem enga leigu næstu 40 ár, rjett við höfnina!! Veit ekki bæarstjórnin, að eftirspurn eftir lóðum er nú þegar farin að aukast og verður mjög mikil þegar höfnin er komin, svo að verðið hlýtur þá að hækkastórum? Allir óhlutdrægir menn ættu að sjá hver óhæfa það væri og óvit, að bærinn fleygði frá sjer eigum sínum í hendur einstakra manna eða tjelaga á fyrgreindan hátt. Hann hefur sannarlega gert nóg af því ráðlagi hingað til, þótt ekki væri á það bætt. Og það er eitt meðal margs annars, sem mælir meö því, að byrjað sje á hafnargerðinni sem fyrst, að það rnyndi flýta fyrir að opna augu bæarstjórnarinnar fyrir því, hvers virði bæarlandið er. A/þýðumaður. Notið SUNDSKÁLANN Tíu þúsundir dollara. (Þýtt úr ensku.) Alt í einu datt mjer nokkuð í hug. — Brotni lásinn »umborð« í skipinu, — óaðskiljanlegleiki Kahn’s við mig, — hið snögglega hvarf hans í niatsöluhúsinu einmitt þetta kvöld. — Það rifjaðist upp fyrir tnjer, að á þeim eittu fimm mínút- um, sem hann hafði yfirgefið niig, hafði jeg einmitt afhent húsráðanda blikkkassan til varðveislu. Hafði hann nú komið til að rannsaka hirsl- ur mínar í von um að finna 10 þús. dollara? — Grunsamlega leit það út að minnsta kosti. Jeg flýtti mjer ofan í skrifstofuna og spurði eftir Kahn, en hann var ekki kominn. Jeg spurði hvort hann ætti þar nokkurn farangur geymdan. En mjer var svarað að liann hefði als engan farangur komið með þangað frá járubrauarstöðinni. Jeg minntist þess nú, að eingöngu minn farangur hafði verið fluttur til gistihússins, og duldist mjer nú ekki lengur, að hinn prúðmannlegi herra Kahn væri sniðugur fantur. Jeg lofaði hamingjustjörnu mína, að jeg skyldi hafa haft hugsun á að koma verðbrjefunum strax í geymstu á öruggum stað. Gistihúsfólkið af- sakaði sig á allar lundir út af því, sem fyrir i: afði kotnið, þegar jeg kvaddi það morgunin eftir. — En, sem sagt, ekkert var hægt að gjöra frekara í þessu, þó jeg raunar gæti ekki verið fullkomlega viss í því, að Kalin væri sá seki. Jeg lagði af stað til Wien með verðbrjefin í töskunni, sem jeg hafði látið setja nýjan lás fyrir. Jeg þarf ekki að taka það fram, að jeg gætti hennar nú mjög vandlega, og vildi nú ekki eiga neitt á hættu oftar. Þegar jeg kom til Wien, ror jeg til gistihússins »Wiener Hof Hotel« í Stam Oasse og bað þar um ein- býlis herbergi. Það var aðeins eitt slikt herbergi laust og var það á fyrsta lofti, og tók jeg það. Ferða-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.