Vísir - 13.09.1911, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1911, Blaðsíða 2
74 V ,í S 1 P tík og vita þá margir ekki af sjer fyrri en þeir alt í einu eru orðn- ir Góðtemplarar, aðventistar, sjálf- stæðismenn, metódistar, skilnað- armenn, heimastjórnarmenn, Ást- valdistar eða knitlingar, landvarn- armenn, mormónar, endurskýrar- ar, únítarar, Valtýingar og allur skrattinn. Nú er jeg alveg horfin frá því sem jeg ætlaði að minnast á, en það er Akranes túrinn og byrjar hann þá svona: Það var eitthvert laugardags- kveld í sumar, annaðhvort seint á túnaslættinum eða þá snemma á engjaslættinum og getur end,a vel verið að það hafi verið hvort- tveggja, því sumstaðar er langt komið framm á engjaslátt, þegar aðrir eru ekki komnir úr túninu. Það er svona í öllu, hvergi er alt eins; jarðirnar eru misjafnlega stórar og fólkið misduglegt. Já, þetta laugardagskvöld voru fest- ar upp auglýsingar á götum og strætum borgarinnar, að lystiskip- ið Ingólfur færi skemtiferð upp á Akranes að morgni kl. 9 ef nógu margir farþegar rjeðust til ferðarinnar. Fargjaldið var ein króna. Frh. Úr brjefi að austan. Seyðisf. í ágúst. — — Sumarið byrjaði hjerheld- ur kaldlega. Þegar menn komu út á sumardagsmorguninn fyrsta sáust blágrænir jakar sigla inn á höfnina, en fjörðurinn orðinn fulluraf græn- lenskum skriðjökli, eða hafís sem menn kalla hann venjulega. Voru sumir jakarnir stórir eins og eyar flestir flatir, en sumir háir og ýmis- lega lagaðir eftir því sem sjórinn bræddi þá til. Þungur var á þeim skriðurinn og fengu sumar bryggj- urnar að kenna á því. Loftið varð hrákaldara við komu íssins og var ekki furða þótt menn kynnu illa svona löguðum missera- skiftum, og því með að verá nú snögglega einangraðir frá öllum sam- göngum á sjó. Ekki bannaði ísinn samt skipaferðir algjörlega nema þriggja vikna tíma og þótti vel úr rætast, því að margir voru orðnir hræddir við að búa við þessi heljar- húsgögn til höfuðdags eins og stund- um kemur fyrir. Samt var eins og sumrinu gengi illa að ná sjer eftir þessa byrjun þar til í júlí að kom sá geysi hiti í fjóra daga, að menn muna ekki slíkan. Olli því ekki sólskin því að him- in var ekki einlægt heiður, en stinn- ings gola úr vestri allan tímann. Hæst komst hitinn í 32 gráður í forsælu en var oftast kringum 30 og lítið eittminniánóttum. Gjörð- ust sumir af þessu all þjakaðir og báðu hamingjuna varðveita sig frá því að lenda nokkurn tíma til Amer- íku. Fjölmentu menn mjög í Garð- arstjörnina dagana þá en hittu litla svölun því að vatnið stóð í 20 gráð- um lengst af. Eftir þetta hitakast kom bitur kuldi með snjóbyl til heiða og þá kólnaði mönnum og hefur ekki hitnað síðan. Samt vona menn að sjer volgni kai'Ske ögn fyrir kosningarnar. Vaftýr er nú kominn til að hefna harma sinna frá því seinast. Á hann fáa en óvægna fylgismenn, og hefur sum- um reynst ótryggilegt að eiga undir þeim starf sitt og stöðu, ef því væri að skifta. En með herkjunni hefst það og má alveg eins búast við að Valtýr fái nú ósk sína upp:yita, enda á hann brýnt erindi á þing, þótt ekki sje nema til þess að reyna að fá breytt ákvæðinu í nýa stjórnar- skrárfrumvarpinu sem segir að út- Iendir borgarar hafi ekki kjörgengi á alþing íslendinga. Kristján læknir hefur aftur óþvingaðra og eðlilegra fylgi því að hann er þektur maður á staðnum og vinsæll og erá móti »frumvarpinu« sem meiri hluti kjós- enda, og má vera að það vegi nú fult svo mikið við leynilegar kosn- ingar. Annars væri eðlilegast að heimta af Valtý, úr því honum er þetta feikna kappsmál að komast á þing, að hann Ijeti svo lítið að vera búsettur í landinu og skapa sjr»' eðli- legt fylgi í stað þess að gjöra svona ítrekaðar harðfylgis árásir a minsta kjördæmið á landinu. — - - — Raddir aimennings. Flöggin í miðbænum. Á sunnudaginn sýndu menn Iiti sína eins og lög gera ráð fyrir er minnisvarðinn var afhjúpaður. Notið SUNDSKÁLANN. Hjer skal sýrt frá litum í miðbæn- um og grend við hann. Á Ingólfshvol: hafði eigandi »HvoIs- ins« Guðjón Sigurðsson úrsmiður dregið mikinn og fagran íslenskan fána á stöng. Á móti var Danabrók ein klofin og Ijót á pósthúsinu. En það hef jeg þó fyrir satt að ekki er póststjórnina að lasta fyrir það, heldur símastjórnina, sem á þennan fána. — Hjá ísafold, Jóni Brynjólfs- syni og Birni Símonarsyni voru ís- lenskir fánar 3 hverhja öðrum, AI- þingi veifaði Danabrók eins og lög gera ráð fyrir. Fyrir framan bað- húsið, við hliðinaáafgreiðslu stjórn- arblaðsins Ingólfs var rauði fáninn,* en hafði Iítið loft, ýmist hjekk hann máttlaus niður eða þá að hann vafð- ist utanum stöngina, og var yndi að horfa á hann. Á Bárunni og Iðnó voru fslenskir fánar að vanda. Fálkamerkin voru hjá Edinborg, Chouillou og Afgreiðslu Thorefjel- agsins. Það mun vera það lengsta sem afgr. maðurinn þorir að fara að flagga með fálkanum. Það var víst húsbóndi hans, sem kastaði ís- lenska fánanum niður í gjá á Þing- völlum konungskomusumarið, og fór ekki sjálfurá eftir.— Hjá Stjórn- arráðinu er nú komin upp ný flagg- stöng, í þeirri átt er til Kaupm. hafn- ar veit. Blaktaði þar Danabrók af- ar mikil yfir höfði Jóns Sigurðssonar, eins og við mátti búst. Hin inn- lenda Thomsens-verslun (eða þar á húsunumý voru danskirfánar, sömul. hjá Zimsen kaupmanni og »Timbur og KoI.« Hjá Margreti Zóega var bæði danskur fáni og íslenskur og íslenskur hjá Jóni Þórðarsyni eða eftirmönnum hans. Seinna um daginn kom jeg suð- ur í Brekku, þávar Danabrók, klof- in, komin upp hjá ráðherra. Einn lítill íslenskur fáni var þar á stöng við garðshlið frú Alfheiðar ekkju Páls amtmanns Bríem. En til þess að ekki * hallaðist á« var Danabrók lítil við garðshlið pró- fessors Jóns Helgasonar. Snerrir. *) Afgreiðslum. Ingólfs getur þess að umrædd fánastöng heyri ekki til þessu húsi og myndi hann og ritstj. veifa bláum fána. — R. Útgefandi; Einar Gunnarsson, cand. phil. PREN^SMIÐJA DAVIDS ÖSTLUNDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.