Vísir - 29.09.1911, Síða 2

Vísir - 29.09.1911, Síða 2
18 V 1 S 1 R Verslunin Björn Krisíjánsson hefur nú með Hamborgar-skipinu fengið talsverí af nýjum, ódýrurn og vöndtiðum VEFNAÐARVÖRUM þará meðal hin alþektu Vaskaíau sem allir kaupaer reynt hafa. Ennþá er nóg úr að velja af sem þrátt fyrir sitt afar lága verð eru nú um tíma seld tneð 20o afslætti. Einnig eru nýkomnar l^dlningar- og leðurvörur stórt úrval. ;J|appírs- og ritfangaverzlunin er nú vel byrg af aliskonar ritföngum, mjög ódýrum. Áreiðanlega hvergi betri kaup á vefnaðarvörum, máiningu og leðurvörum en hjá Versíunin Björn Kristjánsson -------- Reykjavík ---------------— Raddir aimennings. Trjáræktin í basnum. Það er hörmulegt að sjá hvað áhuginn fyrir trjárækt er lítill hjer í bænum. Allir blettir sem bærinn á eru auðir og hvergi gróðursett hrísla. Áreiðanlega er skógræktar- hugmyndin tiltötulega lengra á veg komin sumstaðar út um land. Menn hafa þó víða viðburði til að útvega sjer trje og gróðursetja þótt kunn- áttan sje lítil. Hjer höfum við 1 :nds- skógfræðinginn og getum notið hans tilsagnar. Og hví ekki að gjöra þaö? Er nokkur von til þess að skógræktarmálinu fleygi nokkuð áfram í landinu, ef höfuðstaðurinn skeytir því ekki vitund. Og til hvers er það að landssjóður sje að ausa út fje til skógræktar handa áhugalausum lýð, kosta einn og einn mann lijer og þar, sem ekki eru notaðir? Það er hrein og bein vandræðasjón að sjá Austur- völl svona úttroðinn og sparkaðan eftir fólk. Það væri þó munur að sjá hann, þó ekki væri nema nokkrir reitir í lionuni settir trjám og runn- um. Sama er að segja um Arnar- hóistúniö Bærinn getur sóma síns vegna hreint ekki verið þekktur fyrir það að hafa enga tilburði til þess að hylja hjer nekt sina, úr því að það er líka fyrirfram víst að trje geta koinið til hjer og vaxið með góðri pössun. Þctta verður skilmálalaust að tak- ast til athugunar hið allra fyrsta og ekki láta hvert árið líða og sleppa inn í eilífðina án þess að hróflað sje við svo sjálfsögðu máli. Auglýsingar er sjálfsagt að setja í Vísi & þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljóit þær eiga að lesasf almennt S T I M P L A R eru útvegaðir á afgr. Vísis Sýnishornabók llggur framml. Sag&u s\áA$txm \n\rw Eftir Tom Murray. (þýtt úr ensku.) Það er mjög sjaldgæft, að menn sem hafa komist vel áfram í lífinu, geri sjer nákvæma grein fyrir hvernig það liafi skeð, og enn fágætar er að lýsing þess hvernig þeir hafa komist áfram komi fyrir almennings- sjónir. Hjer verður í nokkrum blöðum sagt frá æfi Torn Murrays, sem byrjaði að vinna fyrir sjer í fátækt á barns- aidri, enn er nú eigandi einnar stærstu verslunar Cliikagoborgar. Vonum vjer að sagan verði öllum er lesa til fróðleiks og gamans, en ungum mönnuni til uppörfunar. Það var þörfin, sem ktiúði mig af stað. Móðir mín og jeg áttum heima í litlu þorpi í Canada. Þorpið er svo lítið, að það er ekki nefnt í nýrri tíma landabrjefum. Við vor- um ákaflega fátæk. Fátæktina mátti sjá á því að við liöfðum að eins eitt leiguherbergi og var það okkur alt í einu, dagstofa, svefnstofa, borð- stofa, saumastofa og búð. Móðir min hafði atvinnu af saumum, með því að setja upp hatta, og nieð því að selja efni til sauma. — Móðir mín átti mjög erfitt, það gat jeg skilið þótt jeg væri lítill drengur, að hún átti bágt. Það var meðvitundin um þettað, sem fyrst vakti gróðahug í mjer. Mjer fannst jeg sjá ráð til að hjálpa mömmu. Jeg negldi tóman brauð- kassa á sleða og dró sleðann upp í sveit til bónda, sem jeghafði heyrt, að fengið hefði góða eplauppskeru um haustið. Hann seldi mjer epli á sleðann og jeg fór heim með þau. Daginn eftir áttu kosningar aðfara fram, og jeg var þann dag allan úti fyrir kosningastaðnum, írá því kosningin hófst og þangað til henni lauk. Á viðskiftunum græddi jeg 3 dali (c. kr. 11,00) og hefi jeg til- tölulega aldrei grætt meira á einuin degi; Jeg skil það nú að gróða minn átti jeg mikið að þakka góð- um mönnum, sem vissu að jeg var »sonur ekkjunnar«, enn þá hjelt jeg að gróðinn væri því að þakka hve vel jeg hefði lialdið eplunum fram við kaupendurnar. Frh.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.