Vísir - 24.10.1911, Page 2

Vísir - 24.10.1911, Page 2
86 V I S 1 R Þann 1. nóvember byrjar undirriiuð kenslu f handa- vinnu (fegurðarsaum) fyrir ungar siúlkur, ef hæfilega margir iaka þáii f náminu. Til viðials kl. 7-8 sfðd. á Laugavegi 11. Vínsala í Maine. Um miöjan þenna mánuð fór fram a'menn atkvæöagreiðsl.i í rík- inu Maine í Bandaríkjum um vín- sölubann. Þar hefur það verið mjög lengi, en var að þessu sinni staðfest að afnema það. Ekki var mciri hluti vínsölumanna þó nema 30—40 atkvæði. Orsakir þess, að vínsölumenn hafa sigrað eru ugglaust mjög marg- ar. Þeir hafa unnið af mesta kappi og neytt allra bragða til aö ónýta vínbannið. Lögunum hefur ekki verið stranglega framfylgt seinustu árin, og mun það hafa snúið mörg- uni gcgn banninu. Fjöldi manna hefur og flust þangað á seinustu árum, bæði úr Quebec fylki í Canada og víðsveger úr Bandaríkj- unum, og eru þeir menn allir óvanir bindindi og vínbanni og hafa snúist í lið með vínsölumönn- um. — Áfengisnautn er mesta böl Bandaríkjanna og það getur ekki hjá því farið, að breyting þessi vcrði Maine ríkinu til stórtjóns. Bindindismenn hafa þó ekki látið hugfallast við þessi úrslit Atkvæða- munur er svo lítill, að þeir gera sjer góðar vonir um sigur, þegar næst veröur gengið til atkvæða. (Lögberg 28. sept) Chr. Junchers Klæðaverksmiðja i Randers. Sparnaðurinn er vegur til auðs og hamingju, og því ættu allir sem vilja fá gott og ódýrt fata- efni (einnig færeyskt húfu klæði) og láta ull sína og ullartuskur verða að notum, að skrifa klæða- verksmiðju Chr. Junchers í Rand- ers og biðja um hið margbreitta prufusafn har.s. Það er einnig til sýnis á afgreiðslustofu Vísis. PRENTSMIÐJA D. ÖSTLUNDS ‘Jtá úttondum. Strfðið milli ítala og Tyrkja. Frá Tripolis. Þess var síðast geíið er ítalir tóku Tripolis viðnámslítið. Ekk hafði verið skotið neitt á borgina sjálfa, heldur að eins virkin og landstjóra- bústaðinn. Enginn ítalskur hermað- ur særðist í þeirri viðureign. Borgin var nærri tóm, er ítalir komu í land. Menn höfðu flúið áf ótta fyrir því að hún yrði eyði- lögð. ítalir settust í virkin oggerðu að þeim. Nokkrir Arabar komu nú ofan úr landi og óskuðu að verða ítalskir þegnar þaríborginni ogvar ekki amast við þvi, en það sýndi sig þá að aðaltilgangur þeirra var aö geta gengið milli hinna tómu húsa og ruplað þau og rænt, en þetta var þeim ekki leyft. Nú voru send boð til þeirra er fiúið höfðu og þeir beðnirað koma aftur og þáðu margir fegins hendi þar sem hungur var mjög farið að sverfa að þeim. En tyrkneski herinn, sem farið hafði úr borginni, ljet ekki sjá sig fyr en um kvöldið þess 9. þ. m. Þá gerði hann tilraun til þess að ná borgintii aftur og var barist alla nóttina. Orustan var hin snarp- asta, en svo fóru leikar að Tyrkir urðu að hörfa frá og skildu eftir marga menn fallna og særða svo og nokkuð af byssum. Daginn eftir kom fyrsti liösauk- inn frá Ítalíu og var fagnað hið besta af öllum borgarbúum. Tyrkir' hafa þarna í fjöllunum suöur af Tripolis um 4000 manns undir vopnum. Þeir eiga þar hina verstu æfi, sökum skorts á öllum nauðsynjum og er búistviðað þeir gefi sig á vald ítölum bráðlega. Áður höfðu þeir vonað að fá hjálp frá Tyrklandi, en við því búast þeir ekki lengur. Eggert Claessen yfirrjettarmálaflutnings.naður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd. Talsími 124. Austurríkismenn leggja af stað. Altaf eru smáskærur á Adriahaf- inu milli ítala og Tyrkja og sím- skeyti koma stöðugt frá Konstantino- pel um árásir ítala á Prevesa. Hefur þetta orðið til þess að Austurríki hefur sent af stað allmikinn flota frá flotastöð sinni Pola (Hún er á Istríuskaga yst, hefur um sig 28 kastala en íbúar eru þar 46 þúsund- ir) til þess að hafa rjettar fregnir af viðburðunum. Frá Tyrkjum. Tyrkir hafa tekið nokkur ftölsk kaupför og eru farþegjar teknir til fanga. Stjórn Tyrkja hótaði því um eitt skeið að reka úr landi og gera upp- tækar eigur allra ítala er í landinu búa og jafnvel þeirra annara, sem eru af ítölskum ættum. Þessu mótmæltu sendiherrar stór- veldanna í Konstantinopel tnjög kröft- uglega og þorði stjórnin ekki að framfylgja þvi. Aftur segist hún ekki gefa ráðið við, þó hin æsta al- þýða ráðist að ítölum og drepi þá. Tyrkir hafa nú og snúið mjög bakinu við Þjóðverjum, sem lengi hafa veriö þeirra bestu vinir og þykir þeim þeir hafa verið mjög tvöfaldir t Tripolis niálinu og róið undir ítölum í laumi. Nýlega rjeð- ust tyrkneskir hermenn á þýska verkfræðinga er voru að brúargerð og drápu tvo þeirra, en þrír komust undan nauðuglega. Hið nýa ráðuneyti Tyrkja eraftur (eða læst vera) mjög vinveitt Eng- lendingum og hefur beðið þá að miðla málum ntilli sín og ítala áður en Georg konungur leggur af stað í Indlandsför, sem er í ráði að hann takist á hendur bráðlega. Þeir vilja ganga að því að ítalir fái Tripolis, nema hvað soldáninn sje að nafn- inu yfirráðandi landsins (með ítölsk- um landstjóra) og ítalir greiði sjer annars 60 miljónir króna. Niðurl.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.