Vísir - 24.10.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 24.10.1911, Blaðsíða 3
V 1 S 1 R 87 Fatnaður, álnavara m.m. S3in tyrjaði í gær (mánudag) kl. 4 og heldur áfram i dag i Goodtemplarahúsinu. Meðal annars verður selt: 60 drengjafatnaðir. 24 alfatnaðir handa unglingum 13—16 ára. 150 alfatnaðir handa fullorðnum. 108 yfirfrakkar, regnkápur og stórtreyur. 72 buxur; helmingur sportbuxur, fallegri en áður hafa þeksl 336 ullarskyrtur. 24 skrautvesti. 30 stk. af karlmannafataefnum, ýmsar gerðir, 29 stk. af ítölsku klæði, og margt fleira. Alt nýtísku. Eitthvað fyrir alla. Haflð þjer efni á að sitja af yður slíkt tækifæri? Eruð þjer svo ríkur, að þjer getið varið það gegn yður sjálfum og fjöl- skyldu yðar? Gristihúsið í skóginum. ------ Frh. Hún sneri sjer snögt við, og sá föður sinn standa að baki sjer. Hann hafði sjáanlega læðst á eftir henni. »Hvað ert þú að gjöra hjer?« stundi hann upp. Andlit hans var afmyndað og augun ætluðu út úr höfðinu. Sonja horfði óttasleginn áföður sinn og sagði stamandi: »Jeg var áð leita að dálitlu*. »Hjer hefir þú ekkert að sýsla; flýttu þjer að hypja þig burtu sem fyrst,« sagði hann í hásum róm. Sonja laumaðist fram hjá hon- um og flýtti sjer upp stigann. »Jeg er sannfærð um að þetta læsta hólf hefur leyndarmál að geyma« muldraði hiín fyrir munni sjer nötrandi. Henni var Ijóst að hún varð að leyna grun sínum, til að reyna að koma í veg fyrir að þeir faðir hennar og Semen gætu tekið ráð sín saman um að leiða hana á villigötur. F>að leit út fyrir að gamli maður- inn hefði ekki s'agt Semen frá för dóttur sinnar í kjallarann. En það var augljóst að hann kvaldist af efa og órósemi. Um hánótt þegar þeir báðir voru í fastasvefni herti Sonja upp hugann og læddist aftur ofan í kjallarann. Hún hafði með sjer stóra lykla- kippu, sem hún hafði fundið í gestastofunni, og vonaði hún að einvher lykillinn gengi að hengi- 'ásnnm. Hún hjelt niðri í sjer andanum og læddist eftir hinum dimmu kjallaragöngum. Dyrunúm hafði hún læst á eftir sjer, svo ekki yrði komið að henni óvörum. Andrúmsloftið þarna niðri var þungt og rakt. Dauðaþngn var þar yfir öllu, því ekki einu sinni veðurhljóðið náði þangað niður- Nú ljet hún Ijósið skína álæstu hurðina. Kringum hurðina voru margir blettir, eins og för eftir óhreinar hendur. Sömu brúnleitu blettirnir eins og á axarblaðinu. Sonju sortnaði fyrir augum, hvað mundi hún fá að sjá hjer inni? Hún skalf og titraði og lá við sjálft að yfir hana liði. En hún tók á öllu þreki vilja síns og tókst að ná sjer svo, að hún gat farið að leita að lyklin- um að lásnum. t>að tókst; hún fann lykilinn og opnaði lásinn. Nú var ekki annað eftir en að hrindaupp hurðinni, en þá kom hik á hama. *>Hefi jeg þrek til að standa augliti til auglitis við þá voðasýn sem hjer er innifyrir?« spurði hún sjálfa sig. Ámeðan hún var að velta þessu fyrir sjer opnaðist hurðin af sjálfs- dáðum og fjell Ijósbirtan inn í hólfið. Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.