Vísir - 02.11.1911, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1911, Blaðsíða 3
V I S I R .15 Góðar íhúðir í Reykjavík og Hafnarflrði fást til leign hjá G. Gíslason & Hay. Gristihúsið í skóginum. ---- Frh. V. Pjetri Belosoff varð heldur en ekki illt við þegar Sonja rak upp hljóðið. Hve auðveldlega gat það ekki heyrst ofan í drykkjustofuna. Auk þess var hann sannfærður um, að piltungur sá, sem átti að neyða Sonju til að giftast, lá í leyni fyrir framan í ganginum, eða undir stiganum. »í guðanna bænum verið þjer róleg Sonja« sagði hann í flýti. »Jeg skal í fáum orðum gjöra yður grein fyrir, hvers vegna jeg er hingað kominn. Pað var alveg satt, sem jeg sagði áðan niðri, að jeg var að villast í kvöld. Og jeg skoða það sem bendingu frá forsjóninni, að jeg skyldi lenda á því heimili, sem þjer eigið heima á. Erind' það, sem jeg á í þetta hjerað, er afdrifamikið fyrir gæfu mína«. Sonja starði óttasleginn á hinn unga mann. Brjóst hennarbifaðist I ótt og títt af geðshræringunni sem greip hana. »Pjer megið ekki vera hjer — Pjer verðið að fara hjeðan strax í nótt,« hvíslaði nún að honum. Belosoff-diristi höfuðið. »Nei Sonja, — nú, úr því jeg á annað borð er hingað kominn þá verð jeg hjer. Hvað illt ætti svo sem að geta hent mig í ná- vist yðar? Haldið þjer að jeg óttist nokkurn háska? Jeg er mjög gætinn, og þjer getið verið óhrædd mín vegna!« Sonja varð enn hræddari þegar hún heyrði hann tala þannig. »Pjer hafið bakað yður reiði biðils míns, en fyrir hvað það er veit jeg ekki,« sagði Sonja. »Semen getur koniið hingað á hverju augnabliki. — Jeg þori ekki að hugsa tit þess!« Hinn ungi maður greip um hinar skjálfandi hendur Sonju, og sagði í ákveðnum róm: »Látum þrælinn koma, jeg óttast hann ekki fremur en nokkurn annan. Aðeins eitt hefur valdið mjer kvíða síðan daginn sem jeg bar yður heim til mín. —------ Hann þagnaði allt í einu og horfði fast í augu Sonju. Hún kafroðnaði í framan, »Segið þjer mjer Sonja« sagði hann. »Ætlið þjer í raun og veru að giftast þessum manni?« Pá reigði Sonja höfuðið aftur á bak, og óbifanlegt áform mátti lesa í hinum társtirndu augum hennar »Nei. herra minn, það skal aldrei ske. Jeg þoli ekki einu sinni að hann snerti mig, hversu óhemjulega sem hann lætur. Faðir minn er lasburða og algjörlega á valdi Semens, án þess jeg viti hvernig á því stendur. En heldur en að giftast Semen mun jeg ráða sjálfri mjer bana.« »Sonja« — hvíslaði Belosoff hrærður í huga. Hann ætlaði að taka hana í faðm sjer, en hún vjek sjer undan fram að dyrunum. »Jeg verð að fara straks«, sagði hún, til þess að vekja ekki grun. En þegar alt er komið í kyrð kem jeg aftur til að hjálpa yður að komast undan. Jeg skal þá vísa yður rjetta leið til þopsins, þann- ig að þjer getið ekki viist.« »En hvers vegna má jeg ekki vera hjerkyrSonja?« spurði hinn ungi maður. Hún bandaði frá sjer með hend- inni ogsagði: »Spyriið þjermig ekki, jeg get ekki svarað yður að svo komnu.« Svo hvarf hún út um dyrnar, án þess nokkuð heyrðist til hennar. Hinn ungi maður horfði á eftir henni og hristi höfuðið. Hann gekk um gólf íherberg- inu og virtist vera í þungum þönk- um. »Hjer býr eitthvað undir« muld- raði hann fyrir munni sjer. »Jeg fer að halda að jeg sje kominn í morðingjabælið. Hann gekk að hurðinni og fór að skoða skrána. Hún var ekki sterk. Pað var hægt að sprengja hana upp með vænu höggi utan frá. En fyrir ofan skrána var sterk loka. Lokan var úr járni og ekki auðbrotin. Belosoff skaut lokunni fyrir, og gekk svo út að glugganum. Hann dró gluggatjaldið frá og opnaði gluggann í hálfa gátt. »Ef ekki er annað um aðgjðra, má komast hjer út. og hverfa í skóginn*, sagði hann við sjálfan sig. Hann hlustaði á þyt vindarins í hinum gömlu trjám. Og við og við heyrði hann ýlfrið í snæúlf- unum. »Pað lítur út fyrirvoða veður,« : sagði hann. »Hríðin fer sívax- : andi.« Hann ætlaði að rjetta höndina út um gluggann, en fyrir henni urðu margar járnstangir. »Hver fjandinn,* sagði hann. »GIugginn er járnvarinn. »Það er eins og jeg væri í fangaklefa. Hvað á nú þetta að þýða?« Hann þreif í eina járnstöngina og tók á öllu afli sínu. En engan bilbug var á stöng- inni að finna. Pessi vegur var honum því lokaður. Belosoff læsti glugganum og dró gluggatjaldið fyrir. Pví næst fór hann að virða hin nöktu þil herbergisins fyrir sjer. Hann tók ekki eftir neinu veru- legu, og engar myndir voru hengd- ar á þilin. Víða var kalkið dökt ogóhreint af reyk, og sumsstaðar var það alveg núið af. í herberginu voru ekki önnur húsgögn en stórt illa smíðað rúm, og voru mörg tepp breidd yfir það, lítið borð og tveir stólar. Á hurðina voru festir krókar til þess að hengja föt á. Loftið var bjálkaloft og illa til-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.