Vísir - 02.11.1911, Blaðsíða 4

Vísir - 02.11.1911, Blaðsíða 4
16 VjSlR höggið. Á milli bjálkanna var fult af kongulóarvef, — svo ekki leit út fyrir, að herbergið væri oft notað handa ferðamönnunum. Belosoff var núsamt'sem áður ánægður yfir, hvað rúmið var þokkalegt. Fyrir framan rúmið var gamalt upplitað og slitið gólfteppi, sem huldi stóran hluta af gólfinu. Leynilögregluþjónninn veitti öllu sem nákvæmasta eftirtekt. Hann hristi enn höf uðið og skildi ekki í ótta stúlkunnar. Gat það í raun og veru verið meining Sonju, að hann liefði hætt sjer út í þetta æfintýri, án þess að vera svo vel vopnaður, að hann gæti boðið byrgin hvaða fanti sem vera skyldi. Hún þurfti ekki að óttast neitt í þá átt. Hann var forsjóninni þakklátur fyrir þá tilviljun, að hann hafði hitt Sonju hjer. Sú slóð sem hann rakti hafði legið inn í þetta hjerað, og þetta kvöld hafði hann villst eins og hann hafði sagt. Það var eftir nákvæma yfirveg- un, að hann hafði búið sig því gerfi, er gjörði hann líkan hinum myrta kaupmanni. Hann ályktaði sem svo, að ef morðingjarnir sæu hann í þess- um dularbúningi.mundu þeirskelf- ast og koma upp um sig. — Belosoff settist nú sem snöggv- ast á stólinn og njeri saman hönd- unum, því honum varkalt á þeim. Gat það verið, að þetta gisti- hús væri staðurinn, þar sem morð- sorgarleikurinn hafði verið leik- inn, og áttu nú að verða á hon- um maklegar lyktir. Væri svo, hlutu þeir Akinn og Semen að vera morðingjarnir. Belosoff stóð upp raunalegur í útliti. Akim var faðir Sonju. — En honum var fyllilega Ijóst að hjct var ekkert tillit að taka, ætti Akim hlutdeild í glæpnum. Jafnvel þó hann yrði að sleppa Sonju, varð að fullnægja rettvís- inni. Ennþá voru ekki órækar sann- anir fyrir höndum. Frh. HRAFNINN í Gaulverjabæarkirkju. Brjefspjald af honum kostar 10 au. Fæst á afgreiðslu Vísis. Verslunin Björn Kristjánsson Reykjavík hefur ætíð bestar og ódýrastar Vefnaðarvörur, Málningarvörur, Leðu og skinn, R i tf ö n g fjölbreytt úrval við hvers manns hæfi. Vandaðar vörur. Ódýrar vörur. Verslunin Björn Kristj nsson VÖRBHÚSH), R.VÍ1 46 ALILÆÐNAÐIR IB eru seldir þessa dagana með 10—15 kr. afslætti f VÖRUHÚSINU Austurstræti 10. Strauning fæst á Hverfisgötu 2 B, einnig hreinsuð og afpressuð föt. Jón Hj. Sigurðsson settur hjeraðslæknir er til viðtals fyrir sjúklinga 2—31/2 e. m. í Hafnarstræti ló (uppi). Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutningsmaður Aðalstrœti 18 Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd Talsími 124.. Eggert Claessen yffrrjettarmálaflutningsmaður Pósthússtræti 17. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Talsími 16. Auglýsingar er sjáfsagt að setja í Vísi þær eiga að útbreiðast vel þær eiga að útbreiðast fljótt þær eiga að lesast almennt Stlmplar pantaðir að kveldi, fást að morgni á afgr. Vísis (þó ekki með upphafs þ-\). Matsöluhúsið í Bergstaða- stræti 30 tekur á móti mönnum i fæði stutt og lengi. Stofa til leigu þar fyrir 2 menn. KAUPSKAPUR Búrhvalstennur ágætar í bauka o. s. frv. fást í Godthaabsversl. Gulrófur eru til sölu á Hotel ísland. TAPAD-FUNDIÐ Peningaveski tapað. Skilist Björgvini Jóhannssyni (frá Akur- eyri), Nýlendug. 15. Kvenmannsúr fundið á Suður- götu. Rjettur eigandi vitji þess á Laugaveg 24 og borgi þessa aug- lýsingu. Fæði og húsnæði Ágæt íbúð fyrir einhleypan með öllum húsgögnum er til leigu fyrir afarlágt verð. Semjið við Jón Ás- mundsson, Mjóstræti 2. Stúlkur geta fengið gott og ódýrt fæði. Afgr. vísar á. Stúlka óskar eftir annari í her- bergi með sjer. Afgr. vfsar á. Húsnæði fyrir einhleypa fæst á Klapparstíg 1. Stofa til leigu á Kárast. 11 í norðurenda uppi. Gott fæði fæ t á sama stað. A T V I N N A Stúlka óskar eftir vist nú þegar. Afgr. vísar á. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.