Vísir - 14.12.1911, Blaðsíða 1
190
Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud-
Þriðjud., miðvikud.,iiintud. og föstud.
Fimtud. 14. des. 1911.
Sól í hádegisstað kl. 12*22'
Háflóö kl. 12,6 árd., kl. 12,42 síðd.
Háfjara er um 6 stundum 12 min.
eftir háflóð.
Afmaali í dag.
Frú Hólmfríður Björnsdóttir.
Fröken Ingibjörg H, Bjarnason skóla-
stýra. _______
Eyra-, nef- og hálstekning ók. kl. 2—3.
Á morgun:
Ingólfur fer til Borgarness.
Úr bænum,
Sterliug kom hingað frá útlönd-
um kl. 2J/2 í fyrrinótt. Meðal farþega
voru 6 íslendingar frá Vesturheimi:
Baldur Sveinsson, Magnús Jónsson
guðfræðingur, bræðurnir Andersen
Axel og Haraldur, Gísli Árnason
(Ieturgrafara). Auk þeirra Jón Þor-
láksson veíkfræðingur og frú hans,
Bernburg fiðluleikari, frú Johansen
fiðluleikara, Consulfrú Klingenberg,
M. Dubois, Edilon Grfmsson, nokkrir
Norðmenn o. fl.
Frakkar í Afríku.
Frh.
Það er siður flestra þjóða, að
trúa ekki frumbyggjum þeirra
landa, sem þær nema, til hollustu
við sig, heldur halda þeim í skefj-
um með hervaldi. Frakkar hafa
beitt þeirri aðferð, aö gera inn-
lenda hðfðingja sjer að vinum, og
það er sagt með sannindum eftir
mörgum höfðingjum í Afríku und-
ir stjórn eða vernd Frakka, að
þeir mundu leggja sig alla til, að
berjast með þeim, ef aðrar þjóðir
rjeðust inn á Frakkland. Svert-
ingjar þar í landi eru ágætlega til
hermensku fallnir, hraustir og stór-
vaxnir, þolgóðir og vel hugaðir,
láta vel að stjórn, ef liðlega er að
þeim farið og höfðafjöldinn óþrjót-
andi. Frakkar eru í óða önn
að venja þá við vopnaburð, og
verður það stórmikill styrkur ríki
þeirra áður en mörg ár líða. Marg-
ar yilliþjóðir hafa spámenn eða
presta, sem þeir kalla heilaga og
25 blöðin frá 3. des. kosta: Askrifst.50a.
Send út um land60 au. — E'nst. bloð 3 a.
Afgr. í suðurenda á Hotel Island 1 -3 og 5-7
Óskað að fá augl. sem tímanlegast.
öngur í Bárubúð
A.IJL cL ULJLJLi
Sjá' gotuauglýsingarnar.
_eir sem vit hafa,
á vindlum
reykja einungis þýska vindla
þar eð ilmur og Ijúffengi
þeirra er langt fram yfir aðra
vindla.
Fást í Brauns versl.„
Aðalstr. 9.
ráða miklu; þeirra vinfengi láta
Frakkar sjer um hugað að ná, og
hefur sú raunin orðið á lengstum,
að fylgi villimanna hefur farið þar
eftir. Það er einn siður þeirra
frönsku, að stofna til hátíðahalds
nokkrum sinum á ári, á ýmsum
stöðum meðfram jöðrum Sahara.
Þangað sækja höfðingjar Mára
og annara þjóða, með miklu föru-
neyti, skrautlega búnir á þarlenda
vísu, setjast að í prýðilegum tjöld-
um, er franska stjórnin hefur þeim
fyrir buin; þeim er haidin veisla
með tilhlýðilegri viðhöfn, veðreið-
ar fara fram og peningar lagðir til
verðlauna; þykir það bæði happ
og sæmd, að eiga bestu hestana,
því að Márar eru reiðmenn miklir
og elskir að hrossum, en að lokum
eru höfðingium gefnar gjafir,
reiðver skrautbúin, skotvopn gulli
lögð og heiðursmeiki þeim, sem
hafa verðleika þar til og mestir
eru fyrir sjer. í móti þessum hlut-
um kemur vinátta þeirra, og eru þeir
viljugir til að gera þá hluti, sem
Skinn-
hanskar
(fóðraðir) mun betri en áður hafa
þekst hjer, eru komnir tii .
1_. Thorsteinsson &Co.
verða til sölu á uppboðinu í dag,
e. m., í Goodtemplarahúsinu.
þeir fengjust ekki til með öðru
móti, svo sem að selja fram saka-
menn, er flúið hafa til þeirra, að
friða fjallvegu og auðnir fyrir
stigamönnum, leggja til nýa liös-
menn, selja gæðinga til riddara
hersins og ekki ber síst aö telja
það, að hverjum og einum finst
mikils um vert veldi hinnarfrönsku
þjóðár, auð hennar og örlæti.
Frakkar eru kunnir að háttprýði,
kunna sig allra manna best, og
finst höfundi þessum mikið til um
hver munur sje á framkomu enskra
manna og franskra við innlenda
menn í Afríku. Segir hann að
það sje engin furða þó Frökkum
verði vel ágengt að færa út ríki
sitt, því að alþýðan veit sjer vissa
lagavernd undir stjórn þeirra,
höfðingjar vináttu, sæmd og gjafir
en allir greiðari viðskifta, og hag-
stæðari kaupskap en þeir áður áttu
við að búa.
5i3vNiðuriini