Vísir - 27.02.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 27.02.1912, Blaðsíða 2
34 V I S I R Trjesmíða-verksmiðjan á Laufásveg 2 selur afar édýrf: Hurðir, Glugga aiiskonar, Gerekii og Lisfa. ímiskonar plankar og borðviður svenskur (þur og geymdur s þurkhúsi), alt fura, SVIJÖG LAGT VERÐ. Ennfremur eru ávalt fyrirliggjandi tilbúnar Líkkistur og Líkklæði, af öllúm gerðum og stærðum. Afar fjöibreytt úrval af Rammaissium og CVIynd- um. Öll vinna, er að trjesmíði lýtur, fljótt oð vel af hendi leyst. Menn utan Reykjavíkur þurfa ekki annað en síma til verksmiðjunnar, ef þeir þurfa á einhverju að halda, sem verksmiðjan getur látið í tje. r Utanáskrift: Eyv. Aroason P. O Box 65. Talsími 44. Reykjavík. Kynnisför til fslands veldur hjónaskilnaði. Skotskablaðið »EveningCítizen*f) sem út kom í Olasgow 3. þ. m. flytur greinarkorn með ofangreindri fyrirsögn og segir söguna á þessa leið: »í gær var haldin rannsókn í máli, er frú Consiance Zelia Dewar Dwire, eða Maitland, hefir hafið gegn bónda sínum Frederick Lewis Maitland frá Lindores í Fífi. Frúin sagði, að brúðkaupið hefði fram farið 6. ág. 1896. Hjónin hefði eignast einn son. Mr. Mait- land ætti óðul tvö. Lindores og Grange í Fífi og byggi þau í Lindores. Hann ætti hluti í ýmsum gróðafyrirtækjum, en hún vissi ekki nákvæmleg, hvað þær eignir gæfi af sjer. Síðastliðinn desembermánuð fekk frúin brjef, sem áritað var »Mrs. Maitland, Lindores, Fife, Scotland.« Á brjefinu voru íslensk frímerki, og íslenskur stimpill og af efni brjefsins var augljóst, að karl og kona hafði dvalist á íslandi ísumar sem leið, er nefndu sig hjónin Maitland frá Lindores í Fife. Bijefið byrjaði á orðunum: »Kœra frú Maitland« og var auðsjáanlega frá einhverri þernu eða þjónustusfúlku á íslandi. Hún sýndi mynd, er hún kvað vera af bónda sínum og einhverri konu. Hún kvaðst aldrei hafa komið með bónda sínum í gisti- hallirnar »Granton« nje »Castle« í Bervík, en í gestaskránni stóð: »hjónin Maitland« undir maí 1911 með hendi bónda hennar. Eigandi »Granton«-gistihallarinnar kvaðst þekkja á ljómyndinni frú og mann, er tvisvar hefðu gíst hjá sjer og nefnt sig »hjónin Maitland.« Einn vottur bar, að hann hefði spurt eftir hjónunum Maitland á Castle og hefði sjer þá verið vísað í herbergi, þar sem Maitland var fyrir með einhverri konu. »Frú Maitland var dæmdurskiln- aður.« Maitland þessi var hjer í bænum lengi sumars ásamt norskri konu. Bjuggu þau í Miðstræti. ') Master Johan Christiansen hefur sýnt »Visi« þá velvild að lána honum blað þetta. Af frásögn þessari sjest, að það er brjef frá þjónustustúlku Maitlands hjeðan úr bæ, sem hefur komist öllu upp. Það hefur ekki komið til þeirrar »kæru frúMaitland«, sem það var ætlað! Hákarlar. Smásaga, eftir Chr. Scierbech'") læknl. --- F »Af því að skepna þessi var af- arstór, drógum vjer hann alveg inn á þilfarið til þess að skoða hann. Hann var 25 fet á lengd. Óli hjelt að hann væri dauður þarna sem hann lá á þilfarinu. Hann tók því ljóskerið og setti hjá hon- um og ætlaði að fara að §kera öng- ulinn úr honum. Þjer vi'tiö Iíklega að ekki dugar að hafa færi næst önglinuni því hákarlinn klippir sundur jafnvel digrasta kaðal sem þráður væri. Hjerna getið þjer sjeð öngultauminn«, og hann sýndi mjer stóran járnöngul og var fest við hann þriggja álna löng, mjó járn- keðja. »Við hinn enda keðjunnar er festur kaðail með 10 punda blýlóði. Járnhringur er á kaðal- endanum og í hann var færið fest. Það getur verið um 200 faðma langt, því hákarlar eru stundum veiddir á miklu dýpi. En það var það sem jeg ætlaði að segja«, sagði skipstjórinn á Geysi enn fremur, »Óli gengur að honum og ætlar að skera öngulinn og keðjuna út úr fantinum. Hana! þar lá Óli endilangur á þilfarinu; hægri hendi hans var í kjafti hákarlsins, klipt af handleggnum jafn snirtilega og hnífur læknisins hefði gert það. Hákariinn drap titlinga framan í hann með grænu glirnunum og Óli lá meðvitundarlaus með blóð- ugan handleggsstúfinn í hákarlslýs- inu. Við vorum búnir að skera sundur rnænuna á þessum hákarli, við höfðum sprett upp búknum og tekið þrjár tunnur af lifur, svo köstuðum við honum útbyrðis og það veit guð að hann sneri þegar snoppunni niður að botni og synti í burtu með hönd Óla alveg eins og hann hefði aðeins verið inni á krá að fá sjer dálitia hress- ingu. - Óli? já, hann dó auðvitað. — Jeg skal segja yður að menn eru ekki eins lífsseigir og slíkir kunrp- ánar. Jeg batt um handleggsstúf hans með heilum bita af besta munntóbaki, en sanrt sem áður kom drep í sárið. Tveim vikum síðar grófum við hamr í landi. — »Hvort hákarlarnir jeti hvor ann- air«, mælti skipstjórinn senr lrafði þagnað augnablik til þess að and- varpa langt andvarp til minningar um Óla. »Jú, komið þjer aðeins hjerna út að Seleyum, þjer þekkið eyna rjett fyrir utan Reyðarfjörð, þeir veiða þar lrákarl á ióðir senr þeir vitja ekki unr nema einu sir.ni á sólarhring. Þá fáið þjer að sjá að oft eru bláberir hausarnir eftir á önglunum. Skrokkana hafa fje- lagar þeirra jetið af þeinr lifandi — en matvandir eru þeir. Hið fyrsta sem þeir glefsa í þegar einhver er orðin fastur á öngli, það er lifrin, I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.