Vísir - 27.02.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 27.02.1912, Blaðsíða 1
240 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud. 25 blöðin frá 15. feb. kosta:Áskrifst.50a. Afgr. isuðurendaáHotellsland l-3og5-7 Þriðjud., miðvikud.,iiintud. og föstud. ! Send út um landóO au,—Einst. blöð 3 a. Óskað að fá augl. sem tímanlegast. JÁ óskast til kaups ekki síðar en 22. næsta mán. Helst ætti bát- urinn að vera með 6 hesta Danmótor. Nánari upplýsingar gefur Jónas H. Jónsson Bárubúð. Þriðjud. 27. febr. 1912. Afmœli. Frú Guðrún Olafsdóttir. Á morgun: Ingólfur kemur úr Hvalfirði. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer. Álftanespóstur kemur og fer. Ur bænum Manntjón varð á »Langanesu, fiskiskútu miljónarfjelagsins í ofviðr- inu á fimtudaginn. Skipið var fyr- ir sunnan land og hafði legið sólar- hring í rjett. Bilaði þá segl og fóru nokkrir menn upp til þess að gera að því. Meðan á því stóð reið alda yfir skipið og tók út 5 merin. Druknuðu allir. Menn þessirvoru: Sigurgeir Ólafsson frá Bjarnaborg, fjölskyldumaður. Jón Pálsson (prests Pálssonar frá Prestbakka, síðar Þingmúla). Sigurður Jónsson úr Árnessýslu. Guðjón Jónsson vinnum. frá Ána- naustum og maður vestan af Patreksfirði. Skipið kom hingað í gær. Sæborg, fiskiskúta frá Duus, varð fyrir áföllum í veðrinu. Braut borð- stokk, skipsbáturinn molbrotnaði, fiskkassar flutu út og saltkassar brotn- uðu. Manntjón varð ekki. Áfall mikið fjekk fiskiskútan »Haffari« í ofveðri, er gekk fyrir sunnan land á fimtudaginn var. Sjór fjell yfir skipið, kastaði því á hlið, braut brandinn (»bugspjótið«) og varpaði út einum manni er drukn- aði. Hjet liann Þórður Erlendsson, bróðir Jóns Erlendssonar hringjara, ötull sjómaður. 'Farmur raskaðist, en þó rjetti skipið við og náði hjer höfn á sunnudaginn. Sigurður Jónsson í Görðunum er formaður og eigandi skipsins. Frakknesk fiskiskúta koin hing- að á sunnudaginn og er það hin fyrsta er sjest hefur hjer á þesssutn vetri. Bíó sýnir þessa daga meöal ann- ars einkar góða mynd frá dýraveiðum í Afríku. Communicaiion postale de Reykjavík á I’étranger pendant l’été 1912 sera publiée comme l’anneé passée. Cette bróchure sera expediée gratis et les etrangiers peuvent la recevoir toute la saison. Les frais d’ annonces commé usuel. On souhaite le manuscrit au plus vite Bankamálið, Vísir var fyrstur til þess allra blaða höfuðstaðarins að flytja les- endum sínum upplýsingar um þann dularfulla þátt málsins, sem verið hefur að gerast síðustu mánuðina og blöðin hafa svo grandvarlega þagað um. Nú hefur ísafold birt álitsskjal bankarannsóknarnefndarinnar, sem fyrr liefur verið getið og má nokk- uð sjá af því, hvernig í málinu Iiggur, Lesendum vorum til yfirlits birtist hjer örstutt skrá um helstu atburði þessa máls. 13. des. s. 1. kæra bankastjórn- ar landsbankans til stjórnarráðsins út af ýmsum taluabreytingum í forvakst- areikningi gjaldkera bankanum í óhag og öðrum talnaskekkjum þar, á tímabilinu 1. sept. — 13. des. s. 1. Lögðu þeir til að gjaldkera væri þegar vikið frá og rannsókn hafin. Stjórnarráðið varð ekki við til- lögum bankastjóranna og var málið í þófi til ársloka. Þá varð það úr, að landstjórn og bankastjórn settu tvo menn, Gísla Sveinsson og Þorsteiii Þorsteinsson til þess að rannsaka forvakstareikning gjaldker- ans yfir þennan tíma. 7. þ. m. lauk rannsóknarnefndin störfum sínum og sendi stjórnarráð- inu álitsitt. Kveðast þeir hafa fund- ið tölur »sem viröist hafa verið breytt úr rjettri tölu í ranga«, »vant- andi heilar forvakstaupphæðir«, »smá mismun« og »stærri mun á forvakstaupphæðum sjerstáklega tilgreindra víksla« og nemur þetta alt kr. 1252,40 bankanum í óhag, en hjer að auki fundu þeir of hátt reiknaðar tölur um kr. 253,70. 8. febr. eða daginn eftir, sendu bankastjórarnir framhaldskæru til stjórnarráðsins um forvakstareikinng gjaldkera árið 1910. Kveða þeir talnabreytingar, of lágt skráðar upp- hæðir, vantandi tölur og samlagn- ingarvillur nema samtals hátt á fimta þúsund króna bankanum j"í 'óhag og árjetta kröfu sina um frávikng og rannsókn. 13. febr. eða tæpri viku seinna, gefur stjórnarráðið úrskurð þann, sem Vísir birti um daginn og »finn- ur stjórnarráðið enga ástæðu til að gera frekara íþessúmáli«, en segist munu svara bankastjórninni »innan fárra daga«. Um fyrri helgi sendi 'Stjórnar- ráðið endurskoðendum bankans, Benedikt Sveinssyni og Eggert Briem skrifstofustjóra málið til um- sagnar og munu þeir hafa sent svar sitt til stjórnarinnar um síðustu helgi og fundist kæran koma lieim við bankabækurnar. Hálfgert er nú búist við að stjórn- in láti eitthvað meira til sín heyra í máli þessu innan skamms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.