Vísir - 27.02.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 27.02.1912, Blaðsíða 4
36 V 1 S I R Pað væri mjer gleðiefni, ef þú kæmir hingað, á þennan gleði- snauða slað. En jeg þori ekki að bjóða þjer að koma, bæði af því þú hefur tífalda ánægju heima hjá þjer, og einnig af því að hjer er ekkert er gleður hugan, svo þú færir hjeðan dapur, eins og jeg fer ætíð hjeðan. í þriðja lagi mundir þú finna svo mikið til mismunarins milli Semlyn og Fusby-le-mud, að það væri sem að hrapa úr hásætinu í ösku- stóna. Jeg vil því ekki biðja þig að koma, en komir þú, mun jeg skrifa það sem merkisdag í al- manak mitt. Vertu sæll, þinn einlægur vinur Harry Kenrick. Frh. . Raddir almennings. j Ræningjarnir. J i Þaö er nafnið á víðfrægum leik, sem leikfjelagiö byrjaði að leika á sunnudaginn. Það er varla nauð- synlegt að geta þess að hjer er um merkilegt leikrit að ræða úr því að eigi ómerkari maður en Þjóðverjinn Schiller hefur samið það. Ýms framsetning og orðatil- tæki stingur mjög í stúf við það sem vanalega heyrist á leiksviðinu | hjer. Blótsyrði og klám flýtur þar j eins og vatn og ekki farið virðu- ; legri orðum um guð en keppinaut hans, djöfulinn. Þar eru ýmsir skemtilegir gleðimenn og hugdjarf- ir höfðingjar. Það þarf engi að kvíða því, að sjer leiðist í leikhúsinu, þegar Ræn- ingjarnir eru leiknir. Aðalmenn leiksins, Árni Eiríks- son og Helgi Helgason, eru báðir alkunnir. Þeir leika hjer vel, eins og oft áður. Ýmsir aðrir taka þátt í leiknum, sem Reykvíkingum eru að góðu kunnir, svo sem ungfrú Guðrún Indriðadóttir, Friðfinnur Guðjóns- son og Stefán Runólfsson. Andrjes Björnsson hefur áður komið á lei'k- sviðið. Hann var engi aufúsugest- ur. Hjálmtýr Sigurösson hefur aldrei leikið betur, en í þessum leik. — Það var gaman að sjá þarna marga nýliða. Benti ýmislegt á, Norðlingamót erður að forfallalausu háð að Hótet Reykjavík laugardaginn 2. mars kl. 8 e. m. fyrir alla þá sem helmilisfastir eru og stadd- ir eru nú í Reykjavík, og fæddir eru innan takmarka hins forna Norðlendingafjórðungs. Þátttakendur gefi sig fram fyrir miðvikudagskvöld hinn 28. þ. m. í tóbaksverslun R. P. Leví Austurstræti 4; þar verða einnig seldir aðgöngumiðar og kosta kr. 2,50 fyrir manninn. góðar og ódýrar í verslun Einars Ámasonar. Ágætt fundarhús, upplýst með gasi, fæst í Bergstaðastræti 3. Mjóg lág Ieiga. I að sumir þeirra geti átt hina bestu leikaraframtíð í vændum. Fyrst rekur áhorfandinn augun í Árna Ólafsson. Hann er snyrti- menni hið mesta, góður sýnum og kemur vel fram. »Nú get jeg djöfl- inum hönd mína« var ekki hægt að segja betur en hann gerði. Hann er líka Norðlendingur og ætti að kunna íslensku. Baldvin Einarsson liefi jeg sjeð einu sinni áður í Gutto. Hann lagði þá mestu áherslu á að aka sjer, en nú hafði hann auðsjáanlega lesið ferðasögu Bjarna dbrm. Jóns- sonar í Lögrjettu, því að vargur- inn var skriðinn af honum. Guðbrandur Magnússon Iíkist helst Indíána að útliti, þótt hvergi væri þess getið að hann ætti kyn sitt að rekja til þeirra. Jóni Jónssyni, landvarnarskósmið brá fyrir í svip. Hann var líkur sjálfum sjer og kom lítið við sög- una. Tjaldabreytingar eru margar, en , þær gengu afar fljótt. Áhorfendum þótti jafnvel nóg um þar eð það var með naumindum kostur á að fá sjer kaffi milli þátta, en allir vita að kaffið uppi á loftinu í lðnó er gott og svo er þar mikið af ung- um stúlkum. Mjer kæmi ekki á óvart þótt jeg sæi nokkuð af sömu áhorfendun- um aítur þegar jeg fer að heyra Ræningjana næst. ________ Socialisti. Hestur yrði tekinn á fóður gegn lágu gjaldi. Upplýsingar á Herfis- gölu 13 uppi. ^tapap-fundTd Peningabudda töpuð mánud. milli Vesturgötu 26 og Hotel ís- land. Skilist á afgr. Vísis. A T V I N N A Dugleg stúlka óskast í vist. Leiöbeining gefin á Skólavörðustig 4. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.