Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 3

Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 3
V I S I R 51 Lítið ál % faxsex o til söiu- Jeg vil selja, helst strax, með vægu verði og góðum kjörum, hið nýa §inr mitt á Skólavörðustíg 16 hjer í bænum, í fáum orðum sagt, eitt hið vandaðasta hús bæarins. Sömuleiðis lítið snoturt og vandað timburhús á góðum stað, haganlega innrjettað. Finnið mig að máli, heima eftir kl. 6 daglega, Ingólfsstræti 3. Lútíver Látttsson. fara allir, sem þurfa að fá skó eða aðgerð, benit til 3&. . sjest, að þó sá hluti húsanna, sem að strætinu veit, sje mjór til að sjá og rúmlítill, þá bætist það upp með því, að á hinn veginn ná hús- in alla leið að næsta stræti hinum megin. Þannig myndast hin svo nefndu gagnhús, með dimmum görðum á milli, sem í eru ótal afkymar og skot, hesthús og kjallarar. Víða eru þessar holur svo margar og samantvinnaðar, að ókunnugir geta auðveldlega vilst í þeim eins og í völundarhúsi. Ungi maðurinn staðnæmdist hjá einu af þessum húsum. Hið helsta ytra einkenni þess var tístandi og marrandi vindhani á bursHnni. Við birtuna frá strætisljóskeri þar nálægt mátti sjá, að maður þessi var prúðbúinn og fríður sýnum, ; með ljósjarpt skegg á efri vör. Hann rjetti út hönd sína, klædda ljósgulum gljáhanska eftir dyra- bjöllustrengnum, og var auðsjeð að honum var það óljúft. »Það veit guð, að þetta hefur veriðxmjer erfið ganga«, stundi hann upp. »En hjá því varð nú ekki komist. Jónatan Tucker verður að hjálpa mjer enn einu sinni — — — ef hann framlengir víxilinn enn í þetta sinn, þá er jeg slopp- inn, því á meðan — — — « Hann þagnaði því í þessum svif- um opnuðust dyrnar, og Ijósgeisla lagði fram á strætið. Ljósgeislann lagði frá lampa, og á lampanum hjelt forkunnar fögur vel vaxin ung stúlka, með afarmik- ið Ijóst hár. »Get jeg fengið aðtala við herra Jónatan Tucker?* spurði hinn ungi maður, en alt í einu varð honum orðfall, og hann sperti upp augun og starði eins og steini lostinn af undrun, og meðfram af aðdáun, á hina velklæddu, fögru yngismey. »Anny« — hvíslaði hann — »þjer-------þú hjer?« »Ó! hvílík gæfa, að jeg nú loks skuli hafa fundið þig aftur. Ef þú vissir með hve mikilli eftirþrá jeg hefi leitað að þjer alstaðar, síðan að jeg misti sjónar af þjer í Weston Super Mare.« »Ó! herra Hannibal — — líf- gjafi minn«, sagði hin ungastúlka, »jeg hefi líka — — — En alt í einu þagnaði hún, eins og henni findist hún vera búin að segja of mikið, og láta geðshrær- ing sína of mjög í Ijósi. Hún klemdi varirnar saman, ang- urblíður svipur kom á andlithenn- ar og augun fyltust tárum. Hún skalf svo mjög, að hún varð að setja lampann frá sjer, á gamla hyllu þar í anddýrinu. En ungi maðurinn lagði hand- Iegg sinn um mitti hennar, og reyndi að draga hana að sjer, og þrýsta henni að brjósti sjer. Frh. Þýðingar á sænsku, dönsku og ensku og eins af þessum málum á fslensku Ieysi jeg vandlega af hendi, en þó ódýrt. D. ÖSTLUND. Reinh. Andersson klæöskcri Horninu á Hótel Ísland. j l.flokks vinna. Sanngjarnt verð Allur karlinannabúnaðurhinn besti.^S» tappppfHapppfK SktWinifred. Ensk skóiasaga eftir F. W. Farrar. ----- Frh. Heilsan hansvar bágborin fyrir; húgarstríð þetta, og þaðaðhann þurfti að bligðast sín vegna órjettarins er aðrir höfðu gert honum, veikti heilsu hans. Þessi skammarlegi rógburður eyddi krötum hans til sálar og líkama, eitraði fyrir honum a la gleðibrunna og rændi hann ró og frið. Þessar ástæður hans drógu hann til dauða. Maður þessi var þó gæddur góðum hæfiiegleikum til sálar og líkama, og var vel hæfur til að kenna ogleiðaaðra, ef kostir hans hefðu fengið að njóta sín. Þegar hann var dáinn, þá grjetu allir Tusbýbúar hugmóðstárum, að þar hefði farið góður og guðhræddur maður, og söfnuðu samskotum til þess að reistur væri minnisvarði á gröf hans. Kenrick var átta ára þegar þetta varð, aldrei gleymdi hann hugar- stríði föður síns, síðasta árið, er hann lifði. Einnig leið honum aldrei úr minni, hvernig sorg og kvíði gerði föður þans ellilegan og hár hans hvítt. Hann mundi að oft setti faðir hans hann á hnje sjer, en af því hvað faðir hans var raunalegur og von- leysislegur, þó gat barnið ekki tára bundist, er það sá hrygðar- svip föður síns. Alt frá þeim tíma hafði drengurinn hatað og litið niður á Túsbýbúa, honum fanst að þeir hefðu orsákað dauða föður síns elskulegs, með róg- burði og illmælgi. Engin mök vildi hann eiga við Túsbýbúa; þó hvatti móðir hans hann til þess. Af því sem nú hefur verið sagt, má skilja, því hann hat- aði Túsbý og var óánægður að eiga þar heima. Gæti nokkuð gert honum heim- ilið aðlaðandi, þá var það móðir hans. Sjaldan hefur hreinni, feg- urri, engilslíkari sál lifað hjer á jörð. Hún var tilgerðarlaus og aðlaðandi í framkomu, svipurinn hreinn, fagur og alvarlegur, og hefði alstaðar nemaíTúsbý vak- ið aðdáun og virðingu manna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.