Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 4

Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 4
52 V I S I R í Túsbýátti hún að mæta kala og lítilsvirðingu Hugginsons- flokksins. Pegar hún giftist hafði hún búist við að eiga fyrir hendi mörg ár í farsælu hjónabandi með manni sínum. Sambúð þeirra hlyti að verða björt. En vesl- ings konunni brugðust vonir, því vegna ofsókna þeirra, er maður hennar varð fyrir, varð lífið henni mæða. Maður hennar var nú dáinn fyrir 7 árum. Var hún á þeim tíma búin að ná hinni fyrri sál- arrósemi sinm, og hafin yfir allar þær árásir, er ætlaðar voru til að auðmýkja hana. Pær árásir gátu ekki framai sært hana eða gjört henni Iífið leitt, því fyrir sjálfa sig vænti hún ekki framar neinna gæða í lífinu, og þó var hún enn ung og fögur. Hún bar með auðmýkt fyrirlit- ningu vonbrigði og fátækt í fullu trausti á guð, sem aldrei sleppir hendinni af sínum. Hún sat ein- mana heima hjá sjer, því til ein- kis vinar átti hún athvarf í Tús- bý, sem gæti hughreyst hana eða ráðlagt henni. Oft varð það henni að umhugsunarefni, hvernig smásyndir annara hefðu verið sjer til svo mikillar sorgar og mæðu. Pá gátu gat hún ekki ráðið, að mönnum leyfðist að vinna hver öðrum óbætandi tjón. Sorglegt er að hugsa til þess að þó nóg sje af illu hjer í heimi neyð og dauða, þá auka menn á þjáðningar annara, með því að lítilsvirða og móðga hver annan. — Með því að vera ó- vandaðir í orðum við aðra, óalúð- Iegir og harðir í dómum, særum við og hryggjum aðra. En hryggj- um við og særum þá með því þann mest, sem bestur er og hreinastur af hjarta, —Jesú Krist, er dó fyrir oss alla. Sonur hennar var það eina er batt hana við þennan heim, — föðurleysinginn, átti ást hennar óskerta. Harry Kenrick þótti reyndar vænt um móðir sína og mikið hefði hann lagt á sig held- ur en að sjá henni líða illa, en dagfarslega var hann kaldur við hana, einráður og hugsagði Iítið um hvað móður sinni Iíkaði betur eða ver. Hann elskaði hana ekki eins og hún hann — og svo mun vera um flest börn. Víst er að honum fanst eins og farg hvíla á sjer ávalt er hann var Skrlfstofa bæarverkfræðingsins er flutt í Slökkvistöðina í Tjarnargötu (uppi). Opin frá kl. 11—12. heima í Túsbý. Og svo mjög hataði hann sveitina og fólkið að þó hann væri með móður sinni, þá var hann aldrei kátur heima hjá sjer. í skóla var hann ör og fjörug- ur, en heima hjá sjer þurr og kuidalegur. Mikið angraði það móður hans er hún sá hvað hann var óánægð- ur og kærði sig lítið um hana, þó hún elskaði hann innilega. Frh. jxi úUöudum. Kolaverkfall um alt stóra Bretland varð í fyrradag og Iögðu allir námamenn niður vinnu þann dag. Kol hækkwðu mjög í verði þar þann dag, an fyrir verkfallið liöfðu þau verið að stíga alllengi. Búist er við að verkfall þetta standi ekki mjög lengi. "UW Uudi. t Sjera Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson á Mel í Miðfirði Ijest á heimili sínu aðfaranótt föstudags- ins 1. þ. m. eftir mánaðarlegu. Hann var fæddur 22. febrúar 1866, út- skrifaður úr prestaskólanum 1890 og varð fyrst prestur að Staðarbakka. Faðir hans var sjera Eyjólfur Jónsson á Árnesi Þórðarsonar á Kjarna í Eyjafyrði. Var sjera Eyj- ólfur á Árnesi bróður sjera Janusar í Holti og bræðrungur sjera Lárus- ar Benediktssonar frá Selárdal. Kona sjera Eyjólfs á Árnesi var systir Halldórs heitins Friðrikssonar yfir- kennara. Sjera Eyjólfur Kolbeins var fjör- rnaður mikill og gleðirnaður, stál- minnugur, drengur góður. Hann lætur eftir sig ekkju og 10 börn. Hjálpræðisherinn. Vakninga- samkomur kl. 4 og kl. 8l/2 í dag. Hornaflokkurinn spilar. TAPAD-FUMDIB Karlmanns úr fundið. Vitja má á Laugav. 52 (uppi) gegn fund- arlaunum. Sessa, úr ekilssæti, fundin Lauga- veg 66. Peningar fundnir á götum bæ- arins. Vitja má á Hverfisg. 28 Jónas Jónsson. Úr tapað í miðbænum. Skilist til ritstj. gegn fundarlaunum. 3 herb.ogeldh. laus H.maí.Östlund. Tvær stofur ásamt eldhúsi til jeigu 14 maí n. k. á Laugav. 33. Ein stofa nálægt miðbænum til leign nú þegar. Ritstj. vísar á. íbúð, stór og góð á besta stað í bænum fæst til íbúðar frá 14. maí, einr.ig stofa með forstofuinn- gangi. Uppl. í versl. Jóns Þórðars. KAUPSKAPUR Rúmstæði fyrir tvo, nýsmíðað, sjerlega vandað, fæst keypt með góðu verði. Afgr. vísar á. Áburðarfjelag Reykjavíkur heldur fund í K. F. U. M. þriðjud. 5. mars kl. 7. e. h. Ýmislegt áríðandi fyrir fjelagið verður rætt, því nauðsynlegt að sem flestir fjelagsmenn sæki fundinn. Tryggvi Qunnarsébn. MUNIÐ brjef spjaida úrvalið á afgr. Vísis Kosta fra 3 au.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.