Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 2
48 V 1 S I R óskast til kaups ekki síðar en 22. næsta mán. Helst ætti bát- urinn að vera með 6 hesta Danmótor. Nánari upplýsingar gefur Jónas H. Jónsson Bárubúð. yHfT Prátt fyrir verðhækkun á kolum, seljum við framvegis KOCES frá Gasstöð Reykjavíkur fyrir sama verð og áður. 1 tonn í einu á 24 krónur, og í smásölu (minst 160 kíló) á 25 krónur. Timbur- og Kola-verslunin „Reykjavík”. I S K I M E N N Nokkrir góðir fiskimenn geta fengið skiprúm á ágæfum þiiskipum á Vesturlandi nú þegar. Góð kjör í boði. Upplýsingar hjá ritstjóra. Kolaeinokun. Jeg hef lesið langar lofdýrðar- rollur; um kolaeinokun í síðustu blöðum »ísafoldar« og »Lög- rjettuc. Blöðin segja að samningar geti fengist við eina skoska kola- námu og það svo ríflegirað útsölu- verð kola »langlíklegast« þurfi ekki að hækka fram úr því, sem nú er algengt hjer á landi. Þetta er nú gott og blessað —, en hvorugt blað- anna fræðir okkur um það, sem almenning þó varðar miklu hver gæöi kolanna sjeu, er skoska nám- an byðst til að okra á. Hvort ein skosk náma getur framleitt allar þær tegundir kola, er þarf hjer á íslandi, þykir mjer efamál, og ekki þykja skosk kol eins góð og ensk kol eða Waleskol. Hjer þarf bæði skipakol og einnig lakari tegundir, til bús- nota, gasframleiðslu o. s. frv. Að þessi skoska náma geti bæði látið í tje góð skipakol, og einnig algeng kol, þykir mjer næsta ótrúlegt. — Svo fræða blöðin okkur á, að sjálfsagt sje, að selja útlendum skip- um, — þ. e. þeim er ekki sigla undir dönsku flaggi — kolin dýrar en þau sjeu seld innlendum skipum. Þeim er finst slíkt sannsýni, find- ist víst heldur ekki ósannsýni, þó útlendar þjóðir gerðu okkur lík skil og legðu skatt á farma er fara frá útlöndum til íslands. Greinar blaðanna eru óljósar að mörgu leyti og virðist svo sem þau slái úr og í um ýms mikilsvarðandi atriði þessa einokunarbralls. Lögrjetta er kom út í gær, flytur en nýjar upplýsingar um þetta kola- mál. Kolin eiga að eins að fást keypt á 36 höfnum hjer á landi, og útsöluverð á að vera mismun- andi, eftir því hvað hafnirnar eru góðar, minst kr. 20,00 til kr. 25,00 pr. tonn. Útsöluverðið hækkandi eftir kolamarkaðinum utanlands. Lögrjetta segir að sje gengið frá samningnum og vil jeg því skora á blöðin að þau birti samningin (rjettara sagt einokunaruppkastið) allan í heilu lagi; þá fyrst er hægt að gera sjer Ijósa hugmynd um hvað hagar og bagar uppkastið. Uppástunga þessi um einokun er komin frá hendi þeirra tolltrúuðu hagfræðinga okkar, er álíta að þareð þjóðin nú sleppi við aðborga vín- fangatollin, þá þurfi endilega að koma í staðin einhver nýr tollur. Efnahagur þjóðarinnar vex þó við, að þjóðinni sparast að borga bæði tollin og vínverðið, og vinnumegn landsins eykst. Mjer er því til efs hvort þarf að auka skattabyrgði þjóð- arinnar með nýjum tolli eða ein- okun, og nær finst mjer Iiggja við, að auka beina skatta, ef enn þarf meiri fjárframlaga frá landsmanna hálfu í landsjóðshítina. En næst væri það óskum alþýð- unnar að stjórn landsins og þorri alþingismamja vildu viðhafa meiri spameytni á almannafje — landsjóði — en síðari árin, því þannig og ef með þarf, með litlum vakstaskatti á núverandi landsjóðslaun starfs- manna og embættismanna landsins, mætti áreiðanlega bæta úr tekju- hallanum, er stafar af missir vínfanga- tollsins, án þess að íþyngja þjóðinni með örþrifaráðum nýs eða nýrra tolla. F. Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phil. Östlunds-prentsm. Dóttir okurkarlsins. (Þýtt). 1. kapituli. AfdrifamikiII víxill. Það var orðið dimt af kvöldi. Þokan grá og þungbúin grúfði sig yfir strætum Lundúnaborgar. Ungur maður var þar á reiki. Hann hjelt lengra og lengra inn í strætavefinn í City, og var von bráðar kominn þangað, sem gömlu Lundúnir Iiggja. Á þeim stöðvum eru strætin enn þann dag í dag með miðaldasniöi, þröng og hlykkjótt. Húsin eru rismikil, og ekkert þeirra er hærra en tvíloftað. Til að sjá eru þiu svo mjó, að lítið útlit er fyrir að rúmt sje þar inni. En'' þegar inn í þessi hús er komið verður útlitið annað. Þá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.