Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 03.03.1912, Blaðsíða 1
Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- 25 blöðin frá 15. feb. kosta:Áskrifst.50a. Þriðjud., miðvikud.jiimtud. og föstud. Send út um landóO au.—Einst. blöð 3 a. Afgr. í suðurenda á Hotel Isjand 1-3 og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegasi. Sunnud. 3. mars 1912. Aftnœli. ■ Ámundi Árnason, kaupmaður. Jón Þorláksson, verkfræðingur. Á morgun: Frú Ragnhildur Ólafsdóttir. Ásgrímur Jónsson, máíari. Kristján Jónsson, ráðherra. Norðan- og Vestan-póstar koma. Ingólfur kemur frá Borgarnesi. D. Östlund predíkaríSílóam sunuud. k!. 6l/s. > Ur bænum Ásigling. Tvær fiskiskútur iijeðan sigldust á fyrir sunnan land, »Guð- rúm frá Gufunesi og »Bergþóra«. Brotnaði aftur-siglan úr »Guðrúnu« en »Bergþóra« braut brandinii. Bæði skipin eru komin hingað. Dáinn er Magnús Guðbrandsson í »Brennn« við Bergstaðastíg, rosk- inn að aldri, skírleiksmaður vel látinn. Dr. Helgi Jónsson befur fyrir- lestra í háskólanum á morgun kl. 5 síðdegis um eðli jurta. Fiytur síöan tvo fyrirlestra á viku þennan mánuð um þetta efni. Vafalaust verða fyrirlestrarnir fróðlegir og ættu þeir sem vilja lcynnast þessari fræðigrein ekki að láta jafngottfæri ónotað. Jón Jónsson docent er byrjað- ur að flytja fyrirlestra við háskólann um bókmenta-iðkanir íslendinga fyr- ir siðaskiftin. Ókyrð mikil.í bænurn þessa dag- ana út af nýju rannsókninni í lands- bankanum. Dóttir okurkarlsíns, sagán sem byrjar í þessu blaói segir þýðandinn að sje enn betri en »Gistihúsið«, sem var í almennu áliti, en þeási saga er að mun styltri. f Agtíst Bjarnason prófessor held- ur á morgun ld. 7—8 fyrirlestur á Háskólanuin (allir velkomnir með- an húsrúm Ieyfir) u‘m ítölsku skáldin Petrarca og Boccaccio. Ari Jónsson aðstoðarmaður í stjórnarráðinu hefir aillengi legið veikur, en er nú orðinn heill heilsu aftur. Nokkrir húnvetnskir bændur komu hingað tjl bæarins af bænda- fræðslunni á Hvanneyri. Þeir fóru hjeðan aftur heimleiðis í morgun á »Ingólfi« til Borgarness. Prenivilla var í grein minni um »Flatarstærð Reykjavíkúr* í 242. tbl. á miðri bls. 42 stendur: »MilIum Bræðraborgarstígs og Vésturgötu«, en á að vera »mill- um Bræðraborgarstígs og Tjarnar- götu«. 5. £ Aukaskip ætlar sameinaða að senda hingað í þessum mánuði. Það heitir Moskow og Ieggur af stað frá Höfn annan mánudag. Það skip .fer beina leið hinga^ en lijeð- an fer það til Vestfjarða. Vörur ár Ceres þærsemóskemd- ar náðust koma með Bofniu. Vör- urnar eru sendar frá Orkneyum til Leith í vegin .fyrir ha na. Hingað á Botnía að koma 18. þ. m. ■ Morðlendingámót vár haldið í nótt éins og til stóð og sóttu það um liálft þriðja hundrað manns karl- ar og konur, varð það fríður hóp- ur, enda eru flestir höfðingjar bæ- arins að norðan. Menn komu sam- an um kl. 8 á Hótel Reykjavík og var von bráðar sest undir borð. Kristján ráðhera (Þingeyingur) bauð menn velkomna til mólsins, Guð- muridur landlæknir (Húnvetningur) hjelt ræðu miklá fyrir minni fjórð- ungsins og bar þar margt á góma, sagði hann kost og löst á Norð- lendingum, en duglegir hafa þ'eir ætíð verið hvar sem þeir hafa lagst að t. d. afburða þjófar meðan sá siður var og voru 11 frömuðir list- arinnar hengdir eitt sinn í einu á sömu ránni, sem Iögp var yfir gil. Hannes fyrv. ráðlierra (Eyfiiðingur) talaði fyrir íslandi. Pá. mintist Dr. B. M. Ólsen háskól^rektor (Húnv.) norðlenska kvenfÓlksms, sem hon- um þótti hundrað miljón sinnum fallegra en annað kvenfólk og frú BríetBjarnhjeðinsdóttir (Eyfirðingur) mintist Reykjavíkur. En Skagfirð- ingar Ijetu ekki til sín íaka um ræðuhöld. Eftir að staðið /var upp fráborð- um Ias Einar Hjörleifsson byrjun á sögu frá 16. öld, sem hann hefur í smíðum. Sagan var ágæt, en ekki vel fallin fyrir tækifærið, þar sem efni hennar var fremur dauflegt. Nú var tekinn upp dans og hjelst hann fram undir morgun. Þó mótið væri all-líflegt, hefði betur mátt vera. Hjer vantaði einnig marga góöa menn, einkum úr Suður- þingeyarsýslu, svo sem biskup lands- ins, dómkirkjuprestinn, bæarfógeta, Benedikt Sveinssonalþingismann o.fl. Baddir almennings. Frá borg'arafundimim. Þctt mjer varla þyki þurfa að leiðrjetta frásögn síðasta tbl.Isafoldar, um ræðu mína í Iðnó á borgara- fundinum 29. febr. þ. á., þar sem jeg veit, að hver maður muni að sjálfsögðu fyrirfram hafa gert ráð fyrir að hún muni svo sem vant sje, vera ósönn og síst andstæðing- um í vil. Upphafið af fráögninni er að mestu rjett en jeg frökstuddi þetta með því að benda á, að enginn sem inni væri þekti kæru bankastjóranna, og gætu því eigi uni hana dæmt. Bankastjórarnir voru þar báðir við- staddir, og andmæltu því ekki einu orði. Að öðru leytj talaði jeg fátt um málið vegna þess að jeg gat ekki fengið hljóð, svo sem við var að búast á slíkum fundi. Seinni hluti af grein ísafoldar er hrein og bein ósannindi. P. J. Halldórsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.