Vísir - 28.03.1912, Page 1

Vísir - 28.03.1912, Page 1
262 6 Kemur venjulegaút kl.2 síðdegis sunnud- Þriðjud., niiðvikud.Jimtud. og föslud. 25 blöð frá 21.mars kosta:Áskrifst.50a. Send út um landóO au.— Einst. blöð 3 a. Afgr. ísuðurendaá Hotel Island l-3og5-7 Óskað að fá augl. sem tímanlegast. Fimtud. 28. mars 1912. Afmœli: Frú Sigríður Klemenz. Frú Susie Briem. Oeir T. Zoega kennari. Pjetur Þ. J. Gunnarsson, hótelstjóri. Á morgun: Ingólfur til og frá Garði. > Ur bænum Botnvörpungar koinu inn í gær: Mars með 30000 Skallagrímur 35—40000 Leiguskip (Ouðm. Sigurðsson) með 22000 Fiskiskip komu í morgun: Sæborg með um 8000 og Haffari (ófrjett um afla). Moskow kom til ísafjarðar í gær; fer frá Reykjavík á morgun eða á laugardaginn beint til Hafnar. Söngfjelagið 17. júní syngur úrvaSslög í Bárubúð í kveid (flmtud.) kl, 9 Wl fyx\x f\evm\U\ic*ma, cv \ S&ávu&ttS veríttt* ConcevUtxtt, ^em fvaláa íW\ á ^otel 3s^atvd \ &\>eíd, e&&\ ?\atd- ‘Jvá ttU’ótvdttttv. Kolaverkfallið hefur gripið um sig víðar en á Englandi. Hefnr brytt nokkuð á verkföllum í Frakklandi og í Belgíu, en langmest á Þýskalandi. Um miðj- an mánuðinn liöfðu 200 þúsundir kolanema lagt niður vinnu. í Essen höfðu 156 þús. manna gert verk- fall, en alls eru þar 267 þúsundir kolanema. Verkfallsmenn leggja grimmasta hatur á þá, sem vinna, hefur lögreglan átt fult í fangi að verja vinnandi menn fyrir verkfalls- mönnum. Við eina námu voru 40 lögregluþjónar særðir af skamm- byssuskotum og grjótkasti, gripu þeir til vopna á móti og urðu marg- ir verkfallsmenn sárir. Við nám- una »Evald« í Reklinghausen tættu verkfallsmenn fötin af þeim, er fóru til vinnu. Lögreglan skarst í leik- inn og brá sverðum. Margir urðu sárir og voru sumir fluttir í sjúkra- hús. f Briickhausen var flokkur lög- regluþjóna settur við inngang námu einnar, til þess að vernda verkmenn- ina. Hinir grýttu á þá og varð harðurbardagi, Borgmeistarinn varð sár og margir lögregluþjónar. Loks vtvtv fav oxv á m á tv tt d & g^vetd, L.Lll „l. , I..JUt 133aCmEa=gS=SSSS=B=SS^=M — var múgnum rutt á braut og höfðu margir orðíð sárir. — Verkmenn, sem vildu vinna, sendu áskorun til keisara um betri vernd, og mörg blaðanna liafa lagt til, að herflokkar væri sendir lögreglunni til hjálpar. Þing Rússa hefur og skorað á, stjórnina að skerast í leik- inn. í Englandi eru nú um tvær inilj- ónir manna verklausar. Flestar nauð- synjar hafa hækkað til muna í verði þar í landi. Rannsóknarferð fil Sí- beríu ætlar norskur náttúrufræð- ingur, er Örjan Olsen heitir, að hefja í sumar. Förin er mest gerð í þeim tilgangi að safna náttúrugrip- um. Bankastjóri í Genua á ftalíu var skotinn til bana af tveim ræningjum, er hann var á leið heim til sín 14. þ. m. Ræningjarnir tóku 200 þúsund líra, sem bankastjór- inn hafði haft á sjer og með það komust þeir uudan. Flugmær ferst. Yngsta flug- mær Frakklands fórst fyrir skömmu. Hún hjet Suzanne Bernard og var 19 ára gömul. Hafði hún verið í flugskóla síðan í haust. Var farin að fljúga ein og var hugdjörf og dugleg. Þótti hún ekki vera nógu gætin og fjekk áminningar hjá fje- lögum sínum og kennurum. Þegar slysið vildi til var hún á 60 stikna hæð, en gerði þá ofsnöggan krók, svo að vjelin misti jafnvægið og steyptist brakandi til jarðar. Mærin var meðvitundarlaus og ljest fám mínútum síðar. Grimm hefnd. — Fjórir dómarar skotnir. Dómarar í Hills Ville í Virginíu í Vesturheimi dæindu mann nokkurn í fangelsi árlangt 15. þ. m. Þegar er dómur- inn var birtur, greip bróðir hins dæmda skammbyssu upp úr vasa sínum og fór að skjóta á dóm- endurna. Nokkrir kunningja hans fóru að hans dæmi. Fjórir dóm- enda voru skotnir til bana og nokkrir særðust. IIIvirkjarnir komust undan.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.