Vísir - 28.03.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 28.03.1912, Blaðsíða 2
22 V í S I R (Trawler). Nokkur botnvörpuskip frá Pýskalandi hef jeg fengið umboð til að selja í vor og sumar, þar á meðal eitt, sem gengur til fiskjar hjer við iand í vetur. Pað skip á að seljast og afhendast kaupanda í júní næstk. Þeir, sem kynni hafa af þessu skipi, segja það í besta standi og allan útbúnað fullkominn, vjelina kraftgóða og nýasta útbúnað um borð til að bræða meðalaiýsi úr Iifrinni. Skipið selst með öllu tilheyrandi fyrirafarlágt verð. Notið nú tækifærið og leitið upplýsinga hjá mjer undirskrifuðum sem allra fyrst. Sófvawwessoti, Laugaveg 19. ISvíþjóð hafa verið hafin al- menn samskot til þess að smfða brvndreka og var nýlega komin rúm miljón króna í gjöfum frá einstökum mönnum og fjelögum. A Krít hafa verið miklar rósl- ur að undanförnu. Eyarskeggjar, þeir sem grískir eru vilja sameinast Grikklandi og hafa kosið nienn til þess að fara á þingið í Aþenu. Stórveldin hafa ákveðið að aftra því, að menn þessir fari á þingið og hefur flotadeild Englendinga á Malta farið þaðan til Krítar til þess að halda eyarskeggjum í skefjum. í SVIexikó heldur áfram styrj- öld. Stjórnarherinn, 10 þúsundir manna, hafðist við í Tehuakan og bjóst til bardaga. Orozko, foringi uppreistarmanna, hafði dregið sam- an 5000 manna og var búist við, að flokkunum lenti saman þá og þegar. — Frakkar liafa hótað að skerast í leikinu í Mexikó, ef land- ið verði ekki friðað bráðlega. Hafnsögumerm í Finnlandi hafa gert verkfall. Þeir vilja fá hærra kaup. Tala hafnsögumanna þar í landi er urn 600 og hafa tveir þriðjungar þegar sagt af sjer, og daglega nýir og nýir bæst við. A Spáni var ekki annað sýnna, er síðast frjettist, en * að öll dag- blöð yrði aö hætta að koma út vegna pappírsleysis. Pappírsverk- smiðjurnar voru að verða kolalaus- ar sakir verfkallsins á Engiandi. Högormadráp. í Frakklandi er lagt fje til höfuðs höggormum, borgaðir 35 centimar fyrir hvern, sem drepinn er. Árið sem leið voru drepnir 7845 höggormar í tveim hjeruðum landsins og er það meira en sögur fara at áður. Sá heitir Pierre Cassi í Champagne sem mestur er ornrabani; lrann sálg- aði 1818 höggormum árið sem ieið. Sykurverksmiðju eru Norð- menn að setja á stofn á Jaðri. Það er fyrsta sykurverksmiðja þar í landi. Hlutafjeð er 1200 þúsundir króna, og er þegar fengið. Boxarar. Fyrir skönrmu börð- ust boxarar tveir í París. Annar var frakkneskur og hjet Belii; hinn hjet Everndern og er Englendingur. Belli fjekk hnefahögg í hjartagrófina og tvö á kjálkanti. Fjell hann um koll og slóð ekki upp aftur. Hann lá 12 klukkustundir meðvitundar- laus á sjúkrahúsi og dó síðan. Hinn var settur í fangelsi og átti rjettarhald fram að fara, þegar Belli hefði verið krufinn.- SViannfjöldi í París hefur fimtánfaldast á síðustu 120 árum. Eftir manntali árið sem leið voru íbúar borgarinnar 2888110. Svfastjórn erað gangastfyrir því að mældar verði allar mómýrar í landinu og reiknað verðmæti þeirra. Mómýrarnar taka fyrir nær- felt tíunda hlula af flatarmáli lands- ins.—Jafnframt hefur stjórnin með liöndum frumvarp til þess að liamla jarðkaupum útlendingn í Svíþjóð. Mormónar eru ekki vel liðnir í Svíþjóð fremur en annarsstaðar. Hefur verið skorað á stjórnina þar, að gera landræka eina 20 mormóna, sem hafast við þar í landi. Síldarbræöslu verksmiöja brann í Melbo í Noregi 13. þ m. Skaðinn metinn uppundir 250 þús. króna. Banafilræði við ítalfu- konung. Fimtudaginn 14 þ. m. var skotið þremur skammbyssuskot- um á Victor Emanúei ítalakonung, þar sem hann ók í vagni með drotningu sinni um borgarstræti í Róm. Konung sakaði ekki, en eitt skotið kom í herforingja er var í fylgd konungs. Gekk kúlan á hol, og var maðurinn fluttur í sjúkra- hús. Daginn eftir náðist kúlan úr sárinu, og búist við að maðurinn sje úr hættu. Tilræðismaðurinn heitir Antonio Dalba og er múrari í Róm. Hann var þegar tekinn fastur. Hann grjet fyrir rjettinum og kvað iðrast verksins. Hann þrætti harðlega gegn því, að fleiri hefði verið í þessum ráðum. Þó hefur þvíverið lostið upp, að Ungtyrkir muni hafa keypt manriinn til verksins. Hafi stjórnleysingjar átt fund með sjer í haust í París, og þar hafi nokkrir Ungtyrkir boðið stórfje þeim, er næði Iífi konungs. En fyrir þessu hafi engar sannanir komið fram.— Dalbo þessi hafði gert sig sekan í þjófnaði áður og gerðist stjórnleys- ingi síðastliðið ár. Lýðurinn í Róm sýndi konungi og drotningu rr«ik- inn samfagnað, er þau óku eftir strætunum eftir tilræðið. íbúar Kris'íjaníu voru um 252 þúsundir við seinustu áramót, hafði fjölgað um 7300 árið sem leið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.