Vísir - 29.03.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1912, Blaðsíða 2
26 ttr. V I S I R ) Hvergi fæst betur skorið neftóbak en hjá Jóni Zoega. Trjesmíða - verksmiðjan á Laufásveg 2 selur afar ódýrf: Hurðir, Glugga allskonar, Gerekii og Lisfa. Ýmiskonar plankar og borðviður svenskur (þurr og geymdur í þurkhúsi),alt fura. MJÖG LÁGT VERÐ. Ennfremur eru ávalt fyrirliggjandi tilbúnar Líkkistur og Líkklæði, af öllum gerðum og stærðum. Afar fjölbreytt úrval af Rammalistum og Mynd- um. Öli vinna, er að trjesmíði lýtur, fljótt og vel af hendi leyst. Menn utan Reykjavíkur þurfa ekki annað en sfma til verksmiðjunnar, ef þeir þurfa á einhverju að halda, sem verksmiðjan getur látið í tje. Utanáskrift: Eyv. Arnason P. O. Box 65. Talsími 44. Reykjavík. Reinh. Andersson klæöskeri Horninu á Hótel ísland. | l.flokks vinna. Sanngjarnt verð ' Allur karlmannabúnaðurhinn besti.J Legsteina, Leiðisgrindur, Hurðarhúna, Ofna og Eldavjelar útvegar best og ódýrast r Eyv. Arnason. Svikari. *Námuforstjóri«, sem Peter Christiansen heitir, var dæmdur í fjögra ára fangelsi í Berlín 11 þ. m. fyrir fjárdrátt og svik. Hann hefur verið fjeglæframaður síðan hann fór að eiga með sig. Kveðst hann hafa tekið doktorsnafnbót í efnafræði í Englandi og því næst fór hann að grafa gull í Suður- Afríku. Þegar Buastríðið hófst var hann höndlaður af Eiiglendingum og sendur til Norðurálfu. Hann hafðist þá við í Noregi nokkur ár og þar datt honurn gott ráð í hug. Hann fann afarstórar járnnámur, stofnaði tafarlaust hlutafjelag og varð sjálfur formaður, Enginn veit enn hvar þessar náinur hans hafa verið Það eru þýskir hluthafar í þessum dularfullu námum Cristiansens, sem hafa kært hann og komið honum á kaldan klakan. Norðmenn gera sjer mikið far um að gera Hróaldi Ámunda- syni alla þá sæmd, er þeir mega. í þinginu hefur komið fram tillaga um að stofna handa honum auka- prófessorsembætti með 6000 króna árslaunum. Einnig hefur verið talað um að veita honum fjárstyrk til ferðar þeirrar, er hann hefur í hyggju ar hefja áleiðis til Norður-heimskauts- ins. Þá ferð ætlar hann að byrja sem fyrst, fara norður eftir Kyrra- hafi og út uni Behringssund áleiðis til heimskautsins. — Ennfremur hefur verið ger gangskör að því að safna fje til þess að borga skuldir þær, sem Hróaldur hefur orðið að steypa sjer í til þess að kosta ferð sína og nema þær nær 70 þúsund- um króna. Löng sóknarræða. Sækj- andi af hálfu réttvísinnar í Camorra- málinu ítalska; sem mjög er alræmt glæpamál, hafði flutt framsögu sóknar sinnar fyrir rjetti í Róm í 19 daga samfleytt. Þó hafði hann ekki lok- ið máli sínu og var gert ráð fyrir, að sókninniyrði ekki lokið á skemri tíma en 26 dögum! Raddir almennings. Andrúmsloftið í Reykjavík. Það er nú komið svo fyrir Reykja- víkurbúum, að andrúmsloftið, eins og það hefur verið í bænum, þyk- ir þeini nú orðið of gott. — Bæar- stjórnin hefur, eins og kunnugt er veitt nokkrum niönnum rjett til lifr- arbræðslu austur í bænum og inn við Laugarnes. Og tvo síðustu dagana hafa bæarbúar í raun og sannleika fengið þefinn af því, þvf fýluna af bræðslunni hefur austan- vindurinn borið vestur yfir allan bæ frá morgni til kvelds. — Er það virkilega svo, Reykvík- ingar, að þið ætlið að þola þessa böivun? Er okkur andrúmsloftið of gott? Var það svo gott lijer í bær.um, að það þyrfti að spilla því með grútar-»ilmaninni«? Þaö er nú svo, að maður má alls ekki liafa glugga opinn, líklega varla einu sinni að nóttu til, því þá fyllast herbergin af Iofti þrungnu af grútarbrælu. — Þeir sem hafa þann »illa anda«, gasið, í herbergj- um sínum, verða að byrgja fýluna af því inni, nema ef þeir vilja skifta á henni og grútarfylunni. Reykvíkingar! Við verðum að krefjast þess að bæarstjórnin geri strax ráðstafanir til þess að við losnum við þetta óþolandi loft. Hvaða ráðum hún beitir til þess, er okkur ásama um, en andrúms- loftið verðum við að heimta að hafa ekki verra en það var. Það var sannarlega ekki of gott. Jðn Sigurðsson. Frímerki brúkuð kaupir hæsta verði Inger Östlund, Laufásv. 43 Útgefandi: Einar Gunnarsson, cand. phii. Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.