Alþýðublaðið - 30.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1928, Blaðsíða 2
lALÞYÐUBUAÐIÐ Íalþýðublaðiii kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin fr& kl. 9 árd. til ki. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Vs—10x/s úrd. og kl.,8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. < Prentsmiðja: Alþýðuprentsmi&jan j (i sama húsi, sömu simar). Alpýðnsamband islands. 8. ping pess hefst í Reykjavik langardaginn 11. júni næstk. Eins og skýxt var frá hér í blaðinu fyrir skömmu, hefst 8. ]>ing Alpýðusambands íslands hér i Reykjavík laugardaginn 11. júní næstkomandi. Það, sem veldur því, að þingið er nú haldið að vorinu til en ekki að haustinu, er sú iskoðun, er Ijóslega kom fram á síðasta sam- bandsþingi í dezember 1926, að. bæði væri meiri líkur fyrir því, að alþýðufélögin um land alt 'ættu hægara með að senda full- trúa að vorinu en að haustinu, |og svo líka hitt, að betur tæk- list að átta sig á stjórnmálaá- standinu eftir nýafstaðið alþing — en þegar lengra væri frá liðið.. Þessari ráðstöfun síðasta sam- bandsþings hefir og verið vel tek- ið um land alt. Eins og gefur að skilja er það alt af stór viðburður í sögu og starfsemi alþýðusamtakanna, jafnt hér á landi og annars staðar, þeg- ar brautryðjenduT þeirra halda með sér þing, kanna Iiðið, treysta kraftana og ráða ráðum sinum i sameiningu fyrir framtíðina. Hvert þing, sem alþýðusamtök- in halda, á að nxarka tímamót í baráttu verklýðsins. Frá hverju ^þingi á að streyma nýtt blóð og nýr kraftur út í allar æðar sam- takanna. Enginn íslenzkur stjórnmála- flokkur er eins rótfastur meðal íslenzku þjóðarinnar eins og Al- þýðuflokkurinn. Hann er bezt skipulagður af þeim öllum og sá eini þeirra, sem ekki er grund- vallaður á tiltrú til einstakra, ör- fárra stjórnmálamanna. Grumd- völlur haiis er sterkviða vlsindaleg staðreynd, — þjóðfélagshugsjón, sem samtök hins vinnandi lýös hafa myndast um og tileinkað sér. Stefnumál hans eru ekki eitt í dag og annað á morgun. Þau eru viss í dag og verða eins meðan verið erað steypa verandi skipulagi af stalli. Þegar því er loik- iö.komast þau til framkvæmda, og baráttan fyrir því að koma þeim 'fram hjaðnar, en önnur hefst, sem Bé sú, að fullkomna þjóðlífið og gera mennina að frjálsri og vinn- andi heild — að stéttalausum fjölda, þar sem líf allra samtvinn- ast í samhjálp og samvinnu —. Þetta eru ekki höfuðórar, heldur raunverulegar nauðsynjar, sem' hljóta að komast til framkvæmda, ef hinn vinnandi lýður á ekki að verða að þrælandi, skynlaus- um skepnum. Mörg stórmál munu verða tekin til umræðu á þessu alþýðuþingi, sem verður hið áttunda í röðinni.. Þar verður aðallega rætt um stjórnmálaástandið eins og það er eftir að íhaldið hefir mist völdin og „Framsóknar“-stjórnin hefir tekið við stjórnartaumunum. Þar verðkir rætt um bein verk- lýðsmál, um atvinnumál og fé- lagsleg stefnumál. Ríður nú á, að verklýðs- og jafnaðarmanna- félög um land alt búi sig vel undir þetta þing. Taki bein hags- munamál sín til nýrrar yfirveg- funar og feli fulltrúum þeim, er þau senda á þingiÖ, að flytja þau þar. Öll félög, hvar sem eru á land- inu, verða að hafa það hugfast, að skilyJÖið fyrir því að Alþýðu- flokkurinn geti orðið sterkt vopn þeirra í hinni hörðu stéttabar- áttu, sem daglega er háð á öll- um sviðum þjóðlífsins, er. ’að þau hvert fyrir sig geri alt, sem þeim er kleift, til að efla og styrkja þá stofnun er. ber hann uppi, en hún er Alþýðjusambandið. Einn af frumherjum jafnaðarl- stefnunnar hefir sagt: Tíð upp- reisna og upphlaupa er liðin. Vinnulýðurinn verður sjálfur að skilja fullkomlega þau mál, seim fulltrúar hans bera fram, og hann verður sjálfur að taka !stærstan hlutann á sínar herðar í baráttunni og vinna svo að settu marki á gTundvelli þingræðisins í ákveðinni, þrautseigri baráttu frá marki til marks. Islenzkur verkalýður getur full- komlega tekið þessi orð til sín, og sameinast í Alþýðusambandi IsJands til öflugrar baráttu gegn auðvalds- og íhalds-öflum þjóð- fálagsins, hverju nafni sem nefm- ast. Hittumst heil á 8. þingi AI- þýðusambandsins! Alpingi. Efri deild. í gær. Frumv. um síldarbræðslustöðv- ar var komið aftur til deildar- innar eftir breytinguna, sem gerð var á því í n. d. Var nú samþykt breytingartilílagan, sem féll í n .tf. um að sildarbræðslustöðVar, Sem ríklð setur upp, megi ekki selja, nema með samþykt beggja deilda, og var frv. þar með sent aftur til n. d. Frv. um einkasölú á áfengi fór einnig aftur til n. d. af því deildin gerði á því dálitla breytingu. Þmgsályktunartillagan um skipun milMþinganefndar, í tolla- og skatta-málum fór til síð- ari urnræðu, og til 2. umræðu frv. um að gefa út nýja flokka banká- vaxtataéfa. Hvíldarlögin voru aðalmálið í gær. Fór það til 3. umr. Talaði Halldór læknir Steinsson á móti, en J. Baldv. sýndi fram á, hvílík fjarstæða slíkt væri af lækni. Meðrl delld. Þar voru í gær greidd atkvæði um frv. um atoinnuleysisskýrslur, og fóru frarn tvö nafnaköll um það mál, um 1. og 2. gr. frv. Var aðalgreinin um söfnun skýrslnanna, með takmörkun þeirri, sem samkomulag varð um í allshnd., að lögin tæki að eins til kaupstaða, samþykt með 18 ptkv. gegn 9. Þessir greiddu at- kvæði gegn þessari sjálfsögðu ráðstöfun: Jón Ó.I., Magnús dós- ent, Magnús Guðm., Ól. Thors, P. Ott., Jón á Reynistað, Halldór Stef., Hannes og Ben. Sv. Binir greiddu allir atkv. með henni, nema Einar á Geldingálæk. Hann sat hjá. — 2. gr. er þannig: „Þar sem verkalýðsfélög eru á staðn- um„ skulu bæjarstjórnir leita samninga við þau um að taka að sér söfnun skýrslnanna." Var hún samþ. með 16 atkv. gegn, 11, og íót að öMu um þá atkv.greiðslu eins og hina fyrri, nema Jón Auð- unn og Sig. Eggerz gengu gegn henni. Síðan var frv. vísað til1 3. umr., eins og allshnd. hafði mælt með því, með 16 atkv. gegn 7. Einnig var frv. Ingvars Pálma- sonar um bæjarstjórn á Norðfirði vísað til 3. umr. Samþykt var tillaga frá Tryggva ráðherra um, að hið forna og rétta íslenzka nafn skuli haldast á kaupstaðn- um. Heitir þar. Nes í Norðfirði, sem kauptúnið stendur, og skal því kaupstaðurinn heita Neskaup- staður í Norðfirði. Samkvæmt frv. skulu bæjarfulltrúar vera átta, kosnir til 6 ára í senn, en tölu fulltrúanna má stjórnarráðið breyta, ef bæjarstjórnin óskar. Skal skipaður bæjarfógeti í kaup- staðnum, og sé hann oddviti nefndarinnar. I málum, er snerta uppeldi og fræðslu barna, hafi formaður skólanefndar sæti og tillögurétt á fundum bæjarstjórn- arinnar, þótt hann sé ekki bæjar- fulltrúi. Lögin öðlist gildi við næstu áramót. — íhaldsmenn reyndu að bregða fótum fyrir frv., og fiuttu þeir Magnús Guð- mundsson og Hákon dagsfcrártil- lguö, á sama hátt og Jón Þor- láksson hafði áður gert í e. d. Jörundur og Sig. Eggerz fylgdu íhaldsmönnum að því máli, en aðrir ekki, og félil frávísunartil- raunin með 16 atvk., en 12 urðu með henni. Til e. d. voru afgreidd frv. um 25 o/o viðauka við tekju- og eigna- skatt árin 1929 og 1930, þar sem árstekjur nema 4 þúsund kr. eða meira, og frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1927. Skattbreytingin. Eins og kunnugt er, þá er svo til ætlast, að aukning tekju- og eigna-skattsins kbmi í stað nið- urfellingar gengisviðaukans af kaffi- og sykur-tolli. Magnús dóis- ent hélt því fram, að breytingin kæmi hart niðiur á Reykvíking- um, og lét svo, sem það væru menn með miðiungstekjum, sem hann bæri, þar einkum fyrir brjósti. Fór hann eftir því, að Reykvíkingar greiddu þriðjung* sykur- og kaffi-tollsinis. Haraldur Guðmundsson kvað nær myndu sanni, að helmingur tollsins kæmi frá Reykvíkingum, en reiknaði þó dæmið samkvæmt tölum Magnús- ar. Verður það þá þannig: Sam- kvæmt fjárlagafrv. var kaffi- og sykur-tollurinn áætlaður 1050 000 kr. Þriðjungur þar áf (Reykjavík- urhlutinn samkvæmt ræðu Magn- úsar) verður þá 350 000 kr. Nú etr áætlun þessi gerð áður en sam- þykt var.að gengisviðaukinn félli niður. Hann er fimtungur upp- hæðarinnar eða 70 þús. kr.. Að viðbættri álagn- ingu kaupmanna 15 — — Samtals: 85 þús. kr. Lækkun vörunnar í Reykjavík einni verður samkvæmt forsend- um Magnúsar 85 þúsund kr., sem þó mun vera að mun of dágti reiknað. í Reykjavík munu vera um 4 þúsund heimili. Verður þá lækkunin að meðaltali rúmlega 21 kr, á heimili yfir árið. Af 4' þúsund kr. skattskyldum tekjum- ber nú að greiða 72 kr. í tekju- skatt. Hækkun 25°/o. Þ. e. 18 kr. Fyrir, meðalheimili, sem greiðir. skatt af 4 þúsund kr., verður breytingin þannig 3 kr. lækkun á; gjöldum til rikisins. Meðalheimili, sem greiðir skatt af 4500 kr.'„ hefir. hvorki tap né ágóða af breytingunni. T. d. 6 þúsund kr„ tekjur með 1500 kr. frádrætti eða. 6500 kr. tekjur með 2 þúsund kr„ frádrætti gerir sömu útkomu og hvorugum lögunum hefði verið breytt. Hér er miðað við 5 manna fjölskyldu. Þannig eru það ekkii menn með miðlungstekjcfm, serra Magnús og aðrir íhaldsmenn ernt að reyna að verja, heldur þeir,. sem hærri tekjur hafa. Það er á 70 ára reynsla og vísindalegar rannsóknir hyggja gæði kaífibætisins. \VE RO/ enda |er hann heimsfrægur og hefur 9 sinnum hlotið gull- og silfur-metaliu vegna framúrskarandi gæða sinna. Hér á landi hefir reynslan sannað að VERO er miklu betri og drýgri en nokk- ur annar kaffibætir. Notið að eins Vero. Dað marg borgar sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.