Vísir - 28.06.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 28.06.1912, Blaðsíða 1
Kerrmr venjulega út ki. 12alla virkadaga. 23 blöð frá 30. maí kosta: Áskrifst.50 Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. Wj^ogb-1 Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 a. a. Skrifstofa í Pcsthússtræti 14A. Venju- lega opin kl. S—10, 2—4 og 6—8. Föstud. 28. júní 1912. Háflóð kl. 4.33‘ árd. og kl. 4.52‘ síðd. Háfjara 6 tím. 12‘ síðar. Á rrtorgun: Póstar. Kjósarpóstur fer. Sunnanpóstur fer. Hafnarfjarðarpóstur kemur og fer Bibiíufyrirlestur í »Betel« sunmidagskveld kl. 8 J. C. Raft frá Kaupmannahöfn talar (meðtúlk)um Endurkomu Krists. Hvernig verður það? Birtist Krist- ur sjónum manna eða kemur hann á layndardómsfullan hátt? Er það rjett að hann komi til ákveðins staðar ? Allir velkomnir. »Hershöfðinginn af Kö- penik eða Wilhelm Voigt hinn frægi þýski skóari var sagður dáinn 11. þ. m. á gistihúsi í Lundúnum. En frægur var hann fyrir það að hann í október 1Q06 kom til þorpsins Köpenik hjá Berlín klædd- ur sem þýskur varðliðsforingi náði þar í litla herdeild, fór með hana til borgarstjórans, Ijet taka hann fastan fjölskyldu hans og gjaldkera og gæla þeirra meðan hann náði sjer í 4000 mörk úr bæjarkassanum og kom sjer undan. Hann náðist ekki fyr en eftir 8 daga og var settur í fangelsi. En þetta atvik vakti svo inikla athygli að fjöldi manns varð til að gefa honum fje og þegar hann loks var laus látinn gat hann lifað í vellystingum á samskotafjeinu. Meira. Fríherra v. Erffa forseti f þýska þinginu — sá sem Ijet Iög- regluna færa út tvo þingmenn úr þingsalnum um daginn eins og getið var um í Vísi 303 tbl. — er nú dáinn af afleiðingum af slagi. EldgOS mikil hafa orðið fyrri hluta þessa mánaðar á eynni Hodiak í Alaska, og hafa 7 fiskimannaþorp Ketilföt Dömuklæðið nauðsynleg fyrir alla vjelamenn, að margeftirspurða komið, 3 tegundir. eins 5,75 fást í einnig alklæði og Cheviot á 2, 35 Anstursiræti 1. i Austurstræti 1 w Sgsg. fjf. §unnlaugsson 9 Asg. G. Grunnlaiigssoii Á §o. & Co. þar eyðilagst og rúmlega 200 rnanns farist. Öskufall var svo mikið að allur jurtagróður á eynni eyddist og Katmai allstórt sjóþorp, sem er á Iandi gegnt eynni fór og í eyði fyrir öskufalli. ^etwöc^Y. Heimskautafarar og hágöngumenn skýra oft frá því, að þeir rekist á blóðrauðar snjóbreiður, sem bera mjög frá öllu hvíta flæminu um- hverfis að einkennileik. Stundum er sagt frá því, að rignt hafi blóði; sló það oft felmtri og óhug á menn á fyrrí öldum, þegar hjátrúin var í algleymingi, því það var talinn fyr- irboði stórtíðinda, stríðs og drep- sótta. I sögum vorum er og get- ið um »benrögn«, og ávalt sem forboða vígaferla og bardaga. Nú vitum vjer, að þessu veldur örlítil, rauð þarategund, sem aðeins sjest í bestu smásjá; samlagast hún regn- inu í loflinu, en þar eru margir miljarðar slíkra smáagna á sveimi. Af þörum þessum eða »blóð- ögnum« eru tvær tegundir: sú er snjóinn litar (Ha ematococcus nvalis) og sú er ofan rignir (H. pluvialis). Agnir þesar eru afar lífseigar, þorna og verða að ör- smágerðu ryki, sem vindurinn feyk- ir hátt í loft upp. Ef þær rekast á regnský uppi í loftinu, falla þær aftur til jarðar með regninu, en lita það blóðrautt um leið. í norð- lægum löndum er þetta mjög sjald- gæft; mikln oftar ber það við í eldfjallalöndum í hitabeltinu, sjer- staklega á Java, en þar eru jarð- eldar tíðir. Ekki eru þarar þessir altaf orsök þess, að regn er þar blóðroðið, — oftast veldur því rauðleitt öskuryk, sem þeytist hátt í loft upp við eldgos. Eldfjallaaska þessi getur haldist mjög lengi í loftinu, þangað til einhver hitabeltis helliskúrin dynur á, blandast ösk- unni, tekur hana með sjer, fær lit af henni og fellur sem benrögn til jarðar. Oftast er mikið af þörum í regninu, en auðvitaö eykur ask- an injög á blóðlitinn því f henni er örsmátt járnryð, »titanjárn« o. fl. gulbrún efni, svo stundum er því líkast sem rauðir blóðfossar falli úr loftinu, þegar hellirigning er á þessum slóðum. Isafirði firntud. Ágæt gróðrarskúr kom í dag en undanfarið liafa gengið langvinnir þurlcar. Aflareytingur í Bolungarvík og Hnífsdal, en aflalaust á ísafirði. Útboð. Undirritaður óskar eftir tilboði um byggingu á húsi úr steinsteypu í sumar. Teikningar til sýnis á- samt upplýsingum á Lindarg. 14 til laugardags. L. Dichmann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.