Vísir - 26.07.1912, Side 1

Vísir - 26.07.1912, Side 1
355 Kartöfiur VÖ RUHÚSINU Austurstræti 10. "0\su 23 Föt og Fataefni s“íúf“mes“f úrval. Föt saumuð og afgreidd \ 12-14 tímum. Hvergi ódýrari eu í ,6AGSBRÚ N‘. Sími 142. Kemur venjulega út kl. 12alla virkadaga. 25 blöð frá 1. júlí kosta: Áskrifst.50 Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. lH/^-Sog5-7 Send út um landóO au. — Einst. blöð 3 Föstd. 26. júlí 1912. Háflóð kl.3,35‘ ard. og kl. 3,56‘ síðd. Háfjara hjer unr bil 6 st. 12‘ síðar. a. a. Skrifstofa í Pdsthússtræti 14A. lega opin kl. 8—10, 2—4 og Frá alþingi. ISIeðri deiid. Venju- 6—8. Afmœli. Frú Ouðrún Guðmundsdóttir. }ón Brynjólfsson kaupmaður. Á morgun. Póstar. Póstvagn ter til Þingvalla. Vestan og norðanpóstar koma. Ingólfur kemur úr Borgarnesi. Veðrátta í dag. Loftvog £ Vindhraði Veðurluag Vestm.e. 768,5 10,1 0 Heiðsk. Rvík. 768,2 8,5 0 Ljettsk. ísaf. 770,3 9,1 0 Ljettsk. Akureyri 770,2 6,2 0 Ljettsk. Grímsst. 735,1 7,0 0 Heiðsk. Seyðisf. 770,5 7,1 j 0 Hálfsk. Þórshöfn 761,9 9 5 NA 6 Regn. Skýringa/. N—norð- eða norðan, A —aust-eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan, Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—logn.I—andvari, 2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7—snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur,l 0—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. fíílíktetlim'ir V'ðurkendu, ódýru, fást lilhliIbUll Ildr ávalt tilbúnar á Hverfis- ötu gó.—Sími 93.—HELQl og EINAR, Úr bænum. Guðmundurskáld Guðmunds- son frá Isafirði, sem dvalið hefur hjer um hríð, hefur kveðið kvæðaflokk mik- inn um krisnitökuna hjer á landi, er hann nefnir LJósasklftl. Flokk þenna las hann upp fyrir fjölmenni í Bárubúð laugardaginn 20. júlí, og var gerður hinn mesti rómur að.* *) Þessi smágrein átti að koniaíjúlí- blað Sunnanfara Fjekk ekki rúin. Kemur því lijer. Sparisjóðir Dana. Peir eru 543 að tölunru' til sem stendur. Ríkið launar tvo eftirlitsmenn með þeim, en það starf er svo mikið, að 9 — 10 ár ganga til að yfirlíta alla spari- sjóðina. Sparisjóðurinn í Hjör- ing, sem menn vita nú að hefur verið stolið úr um hálfa miij- ón króna, var síðast rannsakað- ur af þessum eftirlitsmönnum árið 1900, en ætlað er að farið hafi verið að stela úr honum löngu fyr eða jafnvel oft frá stofnun hans. Fyrir hálfu fimta ári setti stjórnin nýan eftirlits- mann með sparisjóðunum. Hann er nú búinn að rannsaka 250 sparisjóði og.hefur fundið veru- lega vöntun í 15 þeirra og hef- ur látið það uppi við tíðinda- mann, að í flestum þe’rra hafi til ; allrar hamingju verið minni vöntun ! en í Hjörring * Ef eð líkindum ræður ætti I þessi ríkis-eftirlitsmaður að finna vöntun í 30 — 40 sparisjóðum landsins, og upphæðin nemur auðvitað mörgummiljónum króna. Svo er eftir að vita, hversu marg- ir sparisjóðsstjórar geta vilt honum sjónir eins og fyrirrenn- urum hans. Þau eru eftirtektarverð orð Shakespears: «Thereis something rotten in the State ofDanmark«. ' (Að mestu eftir »Politiken«.) ímerki kaupir háu verði I. ® Östlund, Laufásveg 43. 10. fundur 25. júlí. Áður til dagskrár væri gengið, las ráðh., Kr. J., upp símskeyti, sem hann hafði fengið frá konungi í gær- kvöld. Það hljóðar svo: »Ósk yðar um lausn á náð, frá því á morgun að telja, er veitt*. Christian R.« Kvaðst hann samkvæmt þessu segja af sjer ráðherrastörfunum. Þá gekk Hannes Hafstein til ráð- herrasætis og las skeyti, er hann hafði fengið sem svar upp á þegn- saml. till. meiri hluta á alþ. í gær- kvöld svohljóðandi: Bankastjóri Hannes Hafstein Rvík. »Aarhus 24. — 7. 1912. Skipa yður íslandsráðherra frá deginum á morgun að telja. Christian R.« Síðan ávarpaði hiiin nýi ráðherra deildina nokkrum orðum. Kvaðst taka við ráðh. tign samkvæmt þessu skeyti í því trausti, að hugur hafi fylgt máli hjá meiri hl. þin. um það, að styðja sig í sínu aðal áhuga- máli, en það sje að efla frið í land- inu, ekki með aðgjörðaleysi, heldur með starfi. — Horfurnar sjeu nú ískyggilegar, ef ekki rætist úr. Fjár- hagurinn sje ekki góður, ekki einungis hagur landssj., heldur og lánstrausts- ástand landsins yfirleitt. Úr hinu fyrtaldamegi bæta með auknum tekj- um, og þótt skiptar sje skoðanir um Ieiðir til þess, þá treysti Iiann því, að samkomul. náist, enda sjáist það á þinginu, að ýmsir þm. hafi hug á að reyna að ráða fram úr þvf, og sje hann þeim þakldátur fyrir. — Hvervetna blasi við nýir mögu- Langbesti augl.staður í bænum. Augl. sjeskilað fyrir ki.3daginn fyiir birtingu. leikar til sjós og lands, en aflið til að hagnýta þá sje ekki nóg. Hjer vanti peninga og lánstraust og verð- brjef landsins sje ekki seljanleg við sæmil. verði. — Kvaðst hyggja að ein af aðalástæðunum til alls þessa sje sundrungin og deilurnar inn á við og út á við. Þess vegna sje hann sannfærður um að eitt af því fyrsta, sem gjöra þurfi, sje að fá viðunanlegan enda á sambandsmál- ið, sem nú sje aðallega sundrungar- eldsneytið. Þess vegna megi þetta þing eklci lfða svo, að ekki verði gerðar tilraunir í þá átt, en til þess þurfi að sameina krapta allra þm. sern ekki sjeu skilnaðarmenn. Þess vegna gleðji það sig að margir menn úr báðum flokkum og utan flokka hafi nú þegar lýst yfir því, að þeir vilji bindast föstum samtökum um að reyna að fá þetta mál sem fyrst Ieitt til sæmilegra lykta, með því að gjöra þær breytingar á frv. frá 1908 sem líkindi sjeu til að þjóðin og Danir fallist á, og treysti hann því að þetta mál nái fram að ganga. Þá var gengið til dagskrár, 1. málið var stjórnarskrármálið 1. umr. Framsögum., Bjarnijónssonfrá Vogi mælti með frv., og birtist ræða hans sjer á parti í þessu blaði. Fleiri töluðu ekki, og var málinu vísað til 2. umr. og 7 manna nefnd kosin þeir: L. H. Bjamason Guðl. Guðm.s. Jón Ólafsson Sk, Thoroddsen Kristján Jónsson Valt. Guðmundsson. Afgangur fundarfrjetta verða að bíða næsta dags. Frá Mexiko. Clueretaro. ---- Frh. Maximilian varðist sem hetja. Hraustasti herforinginn í Mexiko, Miramon, stóð við hlið hans, og stýrði orustunni. En auðvitað voru svik á seyði: besti trúnaðarmaður og ráðgjafi keisarans, Lopez ofursti, sveik hann. Hann seldi keisarann fyrir 2000 gullpeninga og hleypti upphlaupsmönnum inn í La Cruz klaustrið þar sem keisarinn og varð- sveit hans hafðist við. Það var um niiðnættið og mán- inn skein — eins og núna — yfir bæinn. Upphlaupsmenn mættu ó- væntu viðnámi, og keisarinn komst undan með Mejia herforingja. Þeir leituðu hælis uppi á hæðinni þarna - Cerro de la Campana, þar sem bænhúsið er nú. Og Miramon bjóst til varnar í Capucinergötunni. Hringur var sleginn um hann og kúlurnar dundu á honum og sveit hans. Skamm- byssukúla kom í andlit hans, hann fjell, stóð upp aftur hálfblindur og var þegar handtekinn. Þá varkeis- aradæminu ósigurinn vís. En uppi á »Klukkuhvoii« stóð Maximilian keisari og kappar hans. Þeir stóðu þarna án stórskotafæra á klettinum eins og skipbrotsmenn sem horfa á hafrótið í aðsigi, Es- cobedo hershöfðingi, asnrekinn fyr- verandi ineð blóðstokknu glyrnurnar, kom á fleygiferð með fjórar her- deildir upp hæðina með öskri og óhljóðum, Hvar var nú Miramon? Hann lá í blóði sínu í klaustrinu Santa Teresita. Mejia herforingi vildi verj- ast. En keisarinn vildi ekki sinna því boði. Hann dró upp hvítan fána, ópunum ljetti, — hár maður í .herforingja einkennisbúningi Mexi- komanna gekk ofan af víggirðing- ur.um, Hann litaðist rólega um. Öðru megin voru Mexikomenn. — hinumegin voru sjálfboðaliðar frá Vesturhéimi, er gengið höfðu í flokk Juarez. Það var keisarinn. Hann gekk til Vesturheimsmanna, rjetti Corona hershöfðingja sverð sitt og mælti: »Hershöfðingi! Jeg er svikinn af mönnunum og gæfan hefur sagt skilið við mig. Jeg vil ekki auka á tölu ekkna og föðurleysingja, — hjerna er sverðið mitt!« Keisarinn og foringjar hans voru lokaðir inni í Santa Teresita klaustr- inu, og áttu við bágindi að búa. Síðar voru þeir fluttir f klaustrið la Capucina, kvaddir fyrir herrjett er saman var settur eins og við mátti búast, Keisarinn var dæmd- ur til dauða og sömuleiðis þeir Miramon og Mejia. — Stjórnniála- mennjrnir reyndu að fá hann náð- aðan, prinsessan af Salm-Salm fleygði sjer fvrir fætur Juarez’ í San Luis de Potosi, en þangað hafði hún riðið 200 rastir meðal ræningja til þess að biðja honum griða. En Indíáninn frá Oaxaca var harður í horn að, iaka eins og ættingjar hans, Ahuelniettarnir. í skógum ættjarðar hans. Þann 19. júni 1867 voru fang- arnir þrír fluttir á aftökustaðinn.— Það var á Klukkuhvoli — Cerro de la Campagna. Kl. 6 voru dyrnar opn- aðar á fangelsi keisarans. »Jeg er til reiðu«, sagði Maxi- milian við liðsforingjann, sem kom að sækja hann. Og þegar hann kom út úr klausturhliðinu, mælti hann: »Þetta er fagur dagur! Jeg hef lengi óskað mjer þess að fá að deyja sutnarmorgun í sólskini.« Hann stje upp í fremsta vagninn, — hershöfðingjarnir Miramon og Mejia komu á eftir og klerkur með þeim. Þeir stóðu allir í vagnin- um á leiðinni og bros ljek um var- ir þeirra. Þeir voru prúðbúnirsem væru þeir að fara í veislu. — Mjer finst jeg sjá þetta alt glöggt. Sama sólin skín yfir Klukku- hvolnum eins og þennan sumar- morgun fyrir 45 árum. Víðsýni er í allar áttir; gulleplatrjen eru í blóma, banantrjen svigna undir á vöxtunuin og ilmgrösin glóa undir (Frh. á öftustu bls.)

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.