Vísir - 27.09.1912, Blaðsíða 2

Vísir - 27.09.1912, Blaðsíða 2
V i S I R klettur og hamarsskúti geymi sögur um einhverja forna viöhurði, þótt þeir nú sjeu gleymdir mönnum að miklu leyti; þó gnæfir hjer hátt snarbrattur móbergsklettur, er heitir Jórutindur. Það örnefni er eftir þjóðsögu, sem gengið hefur mann fram af manni í Árnessýslu og víðar um land. II. »Jóra í Jórukleyf« heitir ein trölla- sagar. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, I., bls. 182. Eru þar nefnd nokkur örnefni, er við Jóru eru kend, þótt eigi beri sögum að öllu saman Um þau. Þegar kemur fram á Dyrafjalla- brúnina að austanverðu, er þaðan fagurt útsýni yfir Þingvallavatr. og sveitirnar í kring. Þaðan sjest og langt austur til Heklu og jöklanna, er ganga þar fram af hálendinu og enda á Eyjafjallajökli viö sjó fram. Hjer, þar sem er svo fagurt út- sýni og gott að vera, ájó a aðhafa haft aðsetur sitt. Hjer eru mörg örnefni við hana kend: Jórutindur, þar á hún að hafa setið uppi, til að sjá fcl mannaferða og njóta yndis af útsýninu; Jórukleyf,þar á hún að hafa dvalið löngum, er hún gekk útárla dags, og tekið þar fje bænda, er gekk í skóginum; Jóruhóll, undir honum á að hafa verið bústaður hennar, Jóruhellir; Jórugil, eftir því á hún að hafa velt sjer ofan í Þing- hallavatn, þá hún var drepin. Er jeg var 7 -9 ára gamall, var hjá foreldrum mínum niðursetriings karl, er hjet Þorleifur. Hann hafði lengi verið í Nesjum á yngri árum og sagði hann mjer fyrstur söguna af Jóru, og bar því að flestu sam- an og sagt er frá í þjóðsögum J. Á. Þó var saga hans dálítið fjölskrúð- ugri; t. d. sagði hann, að áður en Jóra lagðist út, hafi verið míkil bygð í kring um Nesju, sem ernæsti bær og á land það, sem hún á að hafa haldið sjer. En fyrir manndráp hennar lagðist bygð sú niður, aö frátekinni heimajörðinni, því þá hafi verið kirkja í Nesjuin, og hafi Jóra verið fæld þaðan með því að kirkjuklukkum var hringt, er sásttil ferða hennar, og hvarf hún þá jafn- an frá. Einnig sagði hann að Jóra hafí greitt hár sitf með gullkambi, þá er hún sat á Jórutindi ogsung- ið svo mikið og fagurt, að hún töftaði eða tryllti ntenn til sín. Hann hafði komið í Jóruhellir, þá hann var smaii í Nesjum,en þá var skriða fallin ntjög fyrir munna hans. Að bygð hefur verið undir Jóru- kleyf og víðar í Nesjalandi, má en sjá, sbr. Árbók hins íslenska forn- leifafjelags, 1899. Eru þar get- ur leiddar að því, að Steinrauður landnántsmaður hafi búið þar sem nefnist Vatnsbrekka. Þar er mjög fagurt bæarstæði. Áður fyrri var afarmikill skógur um þetta svæði og það alit fram á vora daga, og er talsverður ennþá. í manna minn- um hefur ekkert eyðilagt hann meir en maðkur, er kom í skóginn 2 sum- ur hvort eftir annað, 1888—89? Þá eyðilögðust svo stórar brekkur, er áður voru alþaktar skógi, að ekki sást annað eftir en kolstönglar af viðnum. ev að taka eftir því, hversu þau fyrirtækí blómgast, sem fá Visi í lið með sier. -sassa—kbm aifl—sssh-:rtftSE-ksess- auglýsa í Yísi. m Vandaðar vörur. V : Verslunin Björn Kristjánsson, Reykjavík. SJÖLIN aikunnu um tíma með 20 § afslætti. > . L 1 tiQotia. oa sfolww. Ó d ý r a r vörur. V. B. K. vörur eru viðurkendar þær bestu. Botnvörpuskip til sölu. Folio 1109. — 139 feta. — Byggður 1906. Lloyds-þrí-gangs vjelar 67 fullk. hestaöfl 10 mílur á kl. tímanum með lítilli koiaeyðslu Folioll03. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrí-gangs vjelar, 75 fuilk. hestaöfl. 10 mílur á kl. tímanum með 6 tonna kola- brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak. Folio 1078. —130 feta—Byg’gður 1904. Lloyd þrí-gangs vjelar 70 fullk. hestöfl. IOY2 nu'lu á klt. 6 tonna kolabr á sólarhr.— Hval- bak. Lágt verð. Folio 1063. — 120 feta — Byggður við endir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1008 voru v.jelarnar teknar úr skipinu og fullkomlega enaurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að rnestu leyti nýr 1905, settur í skipið. Kostuaður um 36 þús. krónur. Éndurbótin með tillögðu i Acetylen Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús kr. Folio 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C- vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr keíill innsettur við enda ársins 1909 er þoldi 120. c. pda. n. þrýsting. Mikið nýtt 1911. Nýr skrúfu ás 1909 Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o. s. frv. snúi lysthafendur sjer til Sharp Brothers, Baitic Chambers Newcastle-on-Tyne, sem hafa til sölu allskonar fiskiskip. Sítnnefni: »Speedy«, N^wcastle-on-Tyne. Scotts Code. fæst í j Kirkjustræti 8. j Valgerður Þórðar- dóitir. Pappír og ritföng hjá V. B. K. þýðir Peningasparnaður. Tilsögn í frakknesku, ensku og dönsku veitir Thóra Friðriksson, Vonarstr. 12. Á rneðan jeg hefi verið að hugsa um söguna um Jóru og það, sem að nú var. skráð, hefi jeg látið liest- inn minn ganga hægt ofan snið- skorna götuslóðann, er liggur ofan með Jórutindi að austan, nú taka við skógi vaxnir smá hólar og fagr- ar brekkur; þar ætla jeg að taka mjer dálítla hvíld. — -- Jeg er búinn að velja góðan grasblett fyrir hestinn minn, og Iegg mig svo und;reinn skógarrunnann. Þessi áning hjer, þar sem jörðin er klábdd í sitt fegursta skart, blær- inn andar ilmi blómanna, og kliður fuglanna fyllir loftið unaðsómi, leiðir hugann til sælli drauma, en veruleik- nn skapar; fögur æfintýri rísa uppi úr djúpi endurminninganna og mynda dýrðlegar hallir í blómfögr um dölum, þar sem unaður og á- nægja ríkir. Það er hjer sem einn af veg- fræðingunum vill láta járnbrautina liggja, sem einhverntima á að koma frá Reykjavík og austur i sýslur. Ef það yrði, væri hjer gott fyrir SLiinarbústað, og holt að vera um tíma fyrir þá, er inni verða að kúra nrest alt árið í kaupstöðunum og sjá svo sára lítið af fegurð náttúrunnar nje geta notið hins heilnæma lofts, sem við fjöllin er. Það mundi styrkja menn, lífga og kæta, bæta heilsuna og auðga and- ann að heilbrigðum skoðunum um veruleika og tilgang lífsins. Ailir lesa þao sem augiýst er i Vísi. Magnús Sigurðsson Yfirrjettarmálaflutiiingsmaður . Kirkjustrœti 8. Venjulega heima kl. 10—11 árd. kl. 5—6 síðd Talsími 124. Nærföt hvergi betri en hjá Reinh. Anderson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.