Vísir - 03.11.1912, Page 3

Vísir - 03.11.1912, Page 3
Hushitunartæki framtíðarinnar eru sennilega loft-hitunarvjelarnar amerísku. Það eru miðstöðva-hitunanjelar (kjallaraofnar), er flytja ferska útiloftið upphitað til allra herbergja hússins jafnt og stöðugt, með þeirri temprun á hverjum stað, sem hver óskar. Hjer-sett mynd sýnir'inn- rjetting og aðal-lögun þeirrar vjelar. Þessar loft-hitunarvjelar, hvað vera að útrýma öllum öðrum húshitunarfær- um í Ameríku og víðar; — þar sem kuldinn stígur þó upp í allt að 40 gr. á Celsíus. Fyrir 15 árum, voru þessar vjelar settar í flest veglegri og stærri ’nús í Winnipeg og víðar í Ameríku. En nú hvað þær vera settar í nálega hvert einasta hús, sem þar er bygt, auk margra af hinum eldri húsum. Aðalkostir þessarar húshitunarvjelar um fram önnur húshitunartæki, eru þessir: 1. Hún kostar minna. — 2. Hún þarf minna eldsneyti. — 3. Hún flytur hreina útiloftið mátulega hitað, inn í herbergin, í stað þess að hita upp fúla og meingaða inniloftið. — En hvað þýðir það fyrir heilsuna? — 4. Hún tekur alls ekkert rúm í herbergjum hússins, með því að hún veitir útiloftinu upphituðu inn um járngrindur (Iokanlegar ristur) í gólfum eða skilrúmum herbergjanna, en með þyí útrýmist allur óþrifnaður og óþægindi, fyrirhöfn og kostnaður, sem annars leiðir af meðferð eldsneytis og ösku og burstun og órými af ofnum. Þessar vjelar eiga við öll hús, er upp þarf að hita á vetrum, sem eru 6000 teningsfet að rúmmáli eða þar yfir. Þeim má koma fyrir í nálega öll hús (kyrkjur, skóla, vinnustofur, íbúðarhús o. s. frv.), er standa á kjallara eða háum grunni, en hentugast er að koma þeim fyrir um leið og húsið er bygt. — Vatnshitunartæki fylgir þessum vjelum (ef vill) til notkunar við böð eðB í eldhúsi o. s; frv. Fjórar af þessum hitunarvjelum eru þegar í notkun hjer á landi, — 2 á Patreksfirði og 2 í Reykjavík. — Þær eru útvegaðar með verksmiðjnverði (án framfærslu), en að viðbættum flutningskostnaði. Pantanir verður að senda með sem lengstum fyrirvara (minst 3—4 mánaða). Þeim verður að fylgja borgun eða trygg‘ng fyrir borgun, ásamt teikningu og nauðsynlegum skýringum. Stefán B. Jónsson, á Reykjum í Mosfellssveit, er aðal-umboðsmaður fyrir þessar vjelar hjer á landi. Leikfjelag Eeykjavíknr, PJALLA-EYVINDUR verður leikinn klukkan 8 í kveld 1 IðnaðarmaimaMsiim. Ferðamolar eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. ---- Frh. Fnjóská hefur borið grjót á dá- lítinn part af hólmunum fyrir neð- an túnið í Laufási, og þótti mjer það skemma útsýnið, en samt var björgulegt og búsældarlegt um að litast, enda hafa dugnaðarmenn bú- ið í Laufási mann fram af manni. Sjera Björn hefur meðal annars gert 8 vallardagsláttur af óræktuðu landi (móum og mýri) að túni og gert 1000 faðma fjórsetta vírgirð- ingu sunnan við engjarnar og of- an við túnið, og ennfremur endur- bætt húsaskipun, einkum hlöðurnar. En best man jeg reynitrjein í kirkjugarðinum í Laufási, enda þótti mjer þau fegurstu »minnisvarðarnir«, sem jeg sá í förinni. Þau eru 2, reynitrjein, hvort við annars hlið, á kirkjubaki á leiðum þeirra nafna, föður og afa Tryggva Gunnarsson- ar, fyrv. bankastjóra. Hefur Tryggvi Gunnarsson skýrt mjer svo frá, að afabróðir sinn frá Fornhaga hafi gróðursett eldra trjeið 1845, þegar Tr. G. varlOára gamall; hafi það þá ekki verið full alin, en líklega 4 eða 5 ára gamalt, og kveðst hann hafa reynt að hjálpa til, þegar holan var gerð fyrir hrísluna, og ótal margar vatns- fötur borið þangað síðar til að vökva hrísluna í sumarþurkum. All- löngu síðar (um 1863) bygði Tr. kirkjuna í Laufási og vann að því við 3. mann frá páskum fram að slætti, og sjálfur gylti hann bog- ann, sem þar er enn, milli kórs og kirkju. Þá voru reynitrjein um 3 álnir á hæð, en nú ná þau upp fyrir kirkjumænir og klæða allan kirkjustafninn svo vandlega, að þeg- ar maður situr í kirkjunni og’ lítur út um glugga, sem eru sinn hvoru megin við altaristöfluna, virðist manni þjettur skógur vera að kirkju- baki. Enda má svo fara að þar verði skógur með tímanum, því að nokkrar smáplöntur eru farnar að teygja ofurlítið úr sjer í skjóli við stóru trjein, en fyrir utan leiðin; hafa þær komið upp alveg sjálf- krafa af fræum trjesins. Mjer er það ógleymanlegt, er við sátum þrír, sjera Björn, sjera Þor- steinn Briem og jeg, í Laufáskirkju kyrláta kveldstund og töluðum um sameiginleg áhugamál, og töluðum við sameiginlegan Drottinn vorn, meðan lítill andblær fór um skóg- arlaufið við kirkjugluggana. Betur að margar kirkjur ættu aðra eins prýði og þessi trje. Frh. CymMína hin fagra. Eftir ^ Charles Garvice. --- Frh. Hún hrökk við ofurlítið og leit upp rjett sem snöggvast. *Það er nijög fallega sagt af yður*, sagði hún með lotningar- róm. »Það er blátt áfram sannleikur, maddama Slade. Jeg verð að fara alls þess á mis, þegar jeg fer aftur til London.c »Mjer þykir fyrir því að hugsa að þjer ætlið að fara?« sagði hún nið- urlút. »Já, en jeg er nú ekki farinn! Bellmaire er of fallegur staður til þess að rjúka svona frá honum, og mjer þykir orðið skemtilegt hjer.« »Já, — það er óvíða fegurra.* »Nú, hvernig vitið þjer það ?« spurði hann brosandi. »Þjersögð- Pappír og ritfönff frá ^ Y. B. K lofa allir, er reynt hafa. Yerslunin Björn Kristjánsson. uð mjer, að þjer hefðuð ekki kom- ið út fyrir garðinn síðan kveldið, sem þjer komuð hingað.« Hún þagði, roðnaði ofboð lítið og einhverjum óttasvip brá fyrir í augum hennar, eitthvert hálfgert vandræða-fát kom á hana og hún stamaði: »Jeg — jeg segi eins og — og jeg hef heyrt sagt frá.» »Meðal annara orða, mig furðar á, að þjer skulið ekki fara meir út. Jeg er hræddur um, að þjerskaðið heilsu yðar með þessari inniveru. Jeg vona að þjer haldið yður ekki heima mín vegna«. »Nei, herra minn, langt frá! Það er öðru nær. Mjer líður vel. Mig langar ekkert að vera úti við. Mjer líður best heima«. »Þjer hafið ekki svo mikið sem sjeð jarlssetrið,« sagði hann. »Þjer hefðuð gaman af því. Það er miki-j fengleg höll og þar gengur mikið á núna.«

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.