Vísir - 04.12.1912, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1912, Blaðsíða 1
468 n Ostar bestir og ódýrastir i verslun Einars Árnasonar. FötogFataefni. siíBS'meSI úrval. Föt saumuð og afgreídd á 12-14 tímum. '' 'irgiódýrari en í ,OA flSBRÚN*. Sími 142. Kemur veniul.út alla daga nema langard, 25 blöð frá 24. nóv. kosta: A skrifst.50a. I skrifstofa í Pósthússtræti 14A. Venju- Langbesti augl.staður i bænum. Augl Afgr.í suðurenda á Hótel ísl. ll-3og4-6, Send út um land 60 au. —Einst. blöð 3 a. lega opin kl. 2—4 og 6—8. sje skilað fyrir kl.3daginn fynr birtmgu, 3 í&aw&astvætt \Z. fást úradgerðis og cll slíkvinna fljótt og samviskusamlega af hendi leyst. Hygginn maður, sem viidi spara peninga, kæmi þvi fyrst til 3» FUNDUR verður haldinn í »Klúbbnum af 4. september« í kveld kl. 8V2. Meðlimir eru beðnir að mæta. STJÓRNIN. QIAfr hxtiíAIn U úcin Miðvikud. 4. des. 1912. Háflóð kl. 1,51 árd. Háfjara hjerumbil 6 st. 12‘ síðar. Afmœli. Frú Ingibjörg Johnson. Hannes Hafstein, ráðherra. Veðrátta f dag. Loftvog i jr Vindhraði Veðuilag Vestme. 738.9 5,0 SA 4 Regn Rvík. 737,7' 2,0 A 4 A sk. ísaf. 743,0 3,5 A 7 Alsk. Akureyri 743,3 3fi S 1 Alsk Grímsst. 707,0 2,5 SA 3 Ljettsk. Seyðisf. 745,8 0,7 0 Skýað Þórshöfn 751,8 3,2 0 Alsk. N— norð- eða norðan, A —aust-eða austan, S—suð- eða sunnan, V—vest- eða vestan. Vindhæð er talin í stigum þann- ig: 0—Iogn,l—andvari,2—kul, 3— gola, 4—kaldi, 5—stinningsgola, 6— stinningskaldi,7 —snarpur vindur,8— hvassviðri,9—stormur.l 0—rok, 11 — ofsaveður, 12—fárviðri. Kuldi táknaður með skáletri. LJOÐ eftir Sieuiæ SIGURBSSOIÍ er til sölu í VersluniD Pjörn Kristjánsson. Pappírsdeildin. hiii ii ii Söguna af Cymbelínu hafa menn gaman af að lesa, en tiitölulega eins mikið gagn af að lesa auglýsingu frá Engilbert Ein- arssyni, sem er annarsstaðar hjer í blaðinu í dag. Taflfjelag Reykjavíkur. Fundur á hverju kveldi kl. 81/-. í Bárubúð uppi. Ur bænum »SterIíng« fer kl. 4 í dag til útlanda, á að koma hingað aftur milli jóla og nýárs. Brunaboða er nú verið að setja í bænum frá brunastöðinni. Til bráðabirgðar hafa verið settar blikk- plötur í stað glers í pá. En til að sýna óþokka-eðli sitt og strákskap, hafa einhverjir beyglað sumar af þessum plötum, og gjört þannig til raun til að skemma þá, ættu þeir, er sjá til slíkra óþokka, að segja til þeina, svo þeir fengju straff fyrir, er þeir lögum sam- kvæmt ættu að líða fyrir verk sín. Nú þegar er hægt að hringja upp slökkviliðsmennina í miðbæn- um frá brunastöðinni. M. — Brunastöðin. Nú er verið að undirbúa hið nýa fyrirkomulag við brunastöðina hjer í bænum og er ætlast til að það verði að fullu komið á um næsta nýár. Brunaboðar. Brunaboða er nú verið að setja á ýms hús hjer og þar í bænum. Þeir verða alls 29 og skiftast þannig: í austurbænum verða 14 í miðbænum 8 og vesturbænum 7 Frá hverjum brunaboða liggur tvöfalt samband við brunastöðina, annað með brunaþræðinum, en hitt niðri í jörðinni með vatnsveitu- rörunum, svo þótt að síminn slitni, fær brunastöðin eigi að síður bruna- boðið. Brunaboðarnir eru notaðir svo: að sá, er elds verður var, fer til næsta brunaboða og brýtur á honum rúðuna og þrýstir á hnapp sem er fyrir innan hana, bíður svo til þess, að sendisveinn kemur frá brunastöðinni, og segirhonum hvar eldur er, sje hann þá eigi búinn að vita það. Sendisveinninn hefur með sjer talsímaáhald og getur með því náð sambandi frá brunaboðan- um til brunastöðvar og skýrt mönn- um þeim, er þar eru, frá því hvar eldurinn er. Slökkviliðið. í því verða alls 36 menn, 12 í hverjum hluta bæarins; til allra slökkviliðsmanna liggur sími frá brunastöðinni í bjöllu, er þeir hafa í svefnhúsi sínu, og þá merki er gefið til brunastöðvarinnar um að eldur sje uppi, er hringt til allra þeirra í einu, sem í þeim hluta bæ- arins eru, sem merki hefur verið gefið frá. Fara þeir þá til næsta slökkvitóla-húss og bíða þar fyrir- skipana. eru 3 í bænum: Fyrir austurbæ- inn við Vegamótastíg, fyrir miðbæ- inn hjá brunastöðinni í Tjarnargötu og fyrir vesturbæinn á horni því, er skiftir Framnesveg og Brekku- stíg, Við bæði slokkvitólahúsin úli :í bæ er brunaboði og geta menn þaðan talað við brunastöðina með 'alfæri, sem þar er geymt. A. — Kaffihúsið, sem var á Skólavörðu- stíg 4 C., er flutt á Laugaveg 23. Virðingarfylst Kristín Johnsen Grleymið ekki, að Tóbak og Yindlar er ódýrast í verslnn Jóns Zoega Afnám þrælahalds f Kína. ---- Frh. Hinarsvonefndu verksmiðju-amb- áttir voru konur og stúlkur á öllum aldri, sem verkmiðjueigend- urnir höfðu keypt til að þræla í verksmiðjum sínum; voru þær jafn- aðarlega úrgangur markaðsambátt- anna, og því flestar keyptar ódýrt. Verksmiðjueigendurnir kærðu sig ekkert um fegurð eða kunnáttu; alt, :-em þeir kröfðust, var, að ambátl- rnar væru megnugar að vinna, því á verksmiðjunum urðu þær að þræla jafnaðarlega 18 stundirásól- arhring ár eftir ár, uns dauðinn leysti þær undan ánauðarokinu. Meðferðin á þessum ambáttum var oft hin versta, og voru húsbændur þeirra alráðandi yfir lífi þeirra og limum, og voru oft hroðasögur, sem bárust af grimdarmeðferð verk- rmiðjueigendanna á þessum varnar- ,ausu ambáttum sínum. í Kína hafa verið tvær tegundir f.mbátta, hinar keyptu og hinar leigðu ambáttir. Hinar fyrnefndu, Vetrarskór mjög hlýir nýkomnir. J sem verið höfðu ambáttir frá barnsbeini, fengu fyrst frelsi sitt, þegar þær voru seldar í hjóna- band. Aftur voru hinar leigðu amb- áttir eign foreldra sinna, en höfðu verið settar í veð fyrir skuld, og þræluðu þær fyrir lánardrottinn, uns foreldrarnir voru megnugir að end- urgreiðaskuldina. Hinar leigðu amb- ártir urðu þó ekki seldar i ltjóna- band, nema með leyfi foreldranna. 1 Enn er ein tegund ambátta, sem ekki hefur átt bestu æfina, og það eru klausturambáttirnar. Hjer og þar um ríkið eru nunnuklanstur, sem hafa haft það markmið, að bjarga meybörnum, sem borin hafa verið út af foreldrunum. Þessi mey- börn hafa svo verið alin upp í klaustrunum og gerðar að nunn- um af lægstu reglunni; erþaðamb- áttarstaða, því að á þeim hvílir alt stritverk klaustursins og hin auðvirðilegustu störf. í þessum klaustrum eru fernskonar nunnur: Þær, sem þangað koma til að ger- ast heilagar; þær, sem þangað koma til að afplána fyrir drýgðar syndir; þær, sem hafa orðið fyrir vonbrigð- um í ástum og vilja gleyma raun- um sínum í friðsælu klaustursius; þá er fjórða tegundin, og eru það þær, sem aldar eru upp í klaustr- unum, og sem gerðar eru að nunnu- ambáttum, og hefur æfi þeirra ver- ið harla bágborin. Nú hefur stjórnin skorist í leikinn og skipað að leysa allar þær stúikur úr klaustrunum, sem sjeu þar nauðugár, og afnema með öllu nunnuambáttar-regluna. Víða hefur lögreglan að skipun stjórnarinnar ráðist á klaustrin og tekið á burtu nunnuambáttirnar og komið þeim til ættingja sinna, eða sent þær á sjerstök heimili, þar sem hár þeirra hefur fengið að vaxa — því allar nunnur í Kína eru hárlausar — og þar, sem þær hafa verið undirbún- ar undir hússtjórnarstöðu, og síðan þeim útvegaðir eigintnenn. Lög um afnám þrælahalds voru gefin út fyrir stjórnarbyltinguna, en þeim var aldrei framfylgt. Nú hefur iýðveldisstjórnin gert rögg á sig og framkvæmt lögin að svo | miklu leyti, sem henni hefur verið mögulegt. Verksmiðjueigendurnir hafa orðið að sleppaambáttum sín- um, og hafi þær viljað vinna hjá j þeim, fá þær ákveðið kaup og ákveðinn vinnutíma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.