Alþýðublaðið - 31.03.1928, Blaðsíða 4
4
ALPÝÐUBKAÐIÐ
] Nýkomið: j
j Fermingarkjólar j
I
og
1 Fermmyaréjélaetni, 1
I
BB
I
margar tegundir.
1
Laugavegi 23,
I
I
m
I
s IMatthildur Bjomsdóttir. -
I
lýsi (í öðru blaði) eitthvað nýti-
legt, pá segi ég bara: Ef sá góði
maður vill fá mína verzlun, þá
verð ég fyrst að fá að lesa um
kostaboð hans í minu bldði —
AlþýöubJaðinu, pví ég læt sem ég
viti ekki af öðrum kaupmönn-
um en þeim, sem senda mér aug-
lýsingu í Alþýðublaðinu. Og ef
satt skal segja, þá hefi óg aldrei
rtapað á því, en oft grætt vel,
eftir því sem við eyrarkarlar eig-
um að venjast. Ég bið ykkur að
taka þetta rétt eins og það er
sagt og reyna þetta; það verður
fleirum en mér til góðs, spái óg,
ef vel er athugað alt, sem Al-
þýðublaðið flytur.
Athugull eyrarjálkur.
„Spörtu“-fundur
er á morgun kl. 9 e. h. að
Kirkjutorgi 4.
Stubbur
verður leikinn annað kvöld. Al-
þýðusýning.
Taska
stúlkunnar, sem rænd var í vet-
ur á Tjarnargötunni, hefir nú
fundist og í henni alt, sem í
henni var, nema peningarnir.
Messur á morgun:
í frikirkjunni kl. 2 séra Ámi
Sigurðsson, í dómkirkjunni kl. 11
séra Bjarni Jónsson, (kl. 2 barna-
guðsþjónusta séra Fr. H.), kl. 5
séra Friðrik Hallgrímsson, í
Landakotskirkju kl. 9 f. h. pálma-
vi'gsla og hámessa og kl. 6 e. h.
guðsþjónusta með pradikun, (eins
í spítalakirkjunni í Hafnarfirði),
í AðVentkirkjunni kl. 8 s. d. tal-
að um. eftirvænting og vonbrigði,
O. J. Olsen.
„Sjá hermenn drottins hníga“
ræða sú, er séra Árni Sigurðs-
son hélt við jarðarför þeirra, er
fórust af „Jóni forseta", fæst enn
í afgreiðslu Alþbl.
Magnús Guðmundsson
fyrr v. ráðherra, ritar langa
grein, en nafnlausa, í „Morgun-
blaðið" í dag. Réynir hann þar
að bera af sér leppmenskuna með
því að vitna í fyrri ummæli sín
og „Mogga“ um „orðbragð" og
„lundarfar“ dómsmálaráðherfans;
og með því að segja, að her-
málaráðuneytið brezka eigi Anglo
Persian féla|gið, sem er álíka og
að segja, að löggíldingarstofan
eigi Landsbankann eða að land-
helgissjóður hafi átt Thoroillii-
sjóðinn, sem Magnús afhenti Odd-
fellówum.
Leppmenska Magnúsar er á-
kveðin með þessum stáðreyndum:
Magnús Guðmundsson og fé-
lagar hans hafa ef til vill lagt 8
þús. krónur í hlutafélag, sem hef-
ir 500 þús. kr. hlutafé. Pessar
8 þúsundir (sem þó er óvíst að
þeir hafi lagt fram) er „meiri
hlutinn“ af 500 þús. krónum,
meiri hlutinn sem þarf til þess
að fullnægja lögunum, sem Magn-
ús var sjálfur með að koma á,
áður en, hann lagði fyrir sig að
stunda leppmensku.
500 þús. kr. hlutafélagið (Shell
á íslandi) „kaupir" olíustöðina við
Skerjafjörð og olíubirgðarnaT af
félaginu, sem reist hefir stöðina,
En stöðin og birgðirnar eru sam-
tals á þriðju millj. kr. virði.
Niðurstaða: Átta þúsundimar,
sem Magnús og félagar hans
segjast hafa lagt fram, ,kaupa,“
olíustöðina við Skerjafjörð!
Dettur Magnúsi i hug, að nokk-
ur sé svo grænn, að hann sjái
hér ekki hina augljósu lepp-
mensku hans?
Grein um þetta birtist bráðum
hér í blaðinu.
Fordson dráttavélar
verða keyptar nokkrar á kom-
andi vori. Grimsnesingar kaupa
eina, Búnaðarsamband Suður-
lands — eða menn innan þess —
kaupa aðra. Mun eiga að vinna
með henni í Holtunum. ísfirðing-
aT kaupa þá þriðju, Borgfirðingar
þá fjórðu og Reykdælir í Ping-
eyjarsýslu þá fimtu. Með öllum
vélunum verða keypt herfi, en
plógur ekki nema með sumum.
(FB.)
Útvarpið í kvöld.
Kl. 7,30 sd. Veðurskeyti. — Kl.
7,40 Barnasögur. — Kl. 8 Fiðlu-
leikur (P. O. Bernburg). — Kl.
8,30 Ferðasaga (Helgi Hjörvar,
kennari). — Kl. 9 Leikið á stofu-
organ (Loftur Guðmundsson). —
Kl. 9,30 Fyrirlestur um „Sonötur
Beethovens" II, með sýnishorn-
um leiknum á slaghörpu (Emil
Thoroddsen).
Sjómannastofan
Guðsþjónusta á morgun kl. 6.
Allir velkomnir.
847
er símanúmerið í BíEsreiðíiStöd
Kristins & Gunnars Hafnarstrœti
(hiá Zimsen.)
Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrœíl
18, pEentar smehklegast og Mffi*
se.it kcanzaborða, erfiljóð og alla
smáprentwa, sími 2170.
Herbergi til leigu. Sig. Magn-
ússon, Grettisgötu 46.
Góðir divanar ódýrastir á
Freyjugötu 8. Sími 1615.
Notuð reiðtijól tekin til sölu
og seld. Vöpusolinn Klappar-
stíg 27.
Herbergi til leigu fyrir einhleypa.
A. v. á.
fierið svo vel og athugið
vSrnrnar og verðlð. fiuðm,
B. Vikar, Laugavegi 21, sími
©58.
Ljósmyndayélar eru nýkomnar
í stóru og miklu úrvali. Verðið af-
ar lágt. Amatörverzlun Þorl. Þor-
leifssonar.
BerklalæknmgaríReykja-
vík á opinberan kostnað.
FB., 29. marz.
(Tilkynning frá ríkisstjórniinni.)
Ipgð er hér með tílkynt, að rik-
iisstjórnin borgar ekki almenna
læknishjálp, sem veitt er berklar
sjúkliingum í Reykjavík eftír lok
þessa mánaðar öðrum læknum en
bæjarlækninum í Reykjavík og
héraðslækniinum þar og ekki
skurðlæknishjálp öðrum en pró-
fessor Guðmundi Thoroddsen.
Ritstjóri og ábyxgðarmaðtn
Haraldur Guðmundsson.
Alþýðuprentsmiðjan.
>
William le Queux: Njósnarinn mikli.
alt fór á ringulreið fyrir mér, og orsökin
var éinvörðungu sú, að ég hafði orðið yfir
mig snortinn af Clare Stanway, stúlku, er
ég hafði mætt af tilviljun. Ég var eins og
orðinn að graut, sem hafði soðnað í potti
tryltrar ástar og ástríðu.
Fram og aftur ráfaði óg um Rómaborg
næstu daga eftir heimsókn mína til Cle-
mentine og madame Dumont í Villa T'iore,
Einu sinni eða tvisvar ók Clementine fram
hjá mér, hneigði höfuðið, veifaði hendinni
til min og brosti. Hún var sú kona, sem
ég girntist að þekkja leyndarmál hennar út
í yztu æsar. ÞaÖ gat verið lykili að sorgar-
viðburðinum í undirborg Lundúna, Syden-
ham
Ég tók nú eftir, að hún klæddist ávalf
svörtum búningi, þegar ég mætti henni á
götunum. Var hún að syrgja manninin, sem
hún neitaði að væri elskhugi hénnar? Vissi
hún um, hve váveiflegur og dularfullur
idauði hans var?
Lorenzo var alt af á hælum hemii. Við
hittumst oft á ýmsum kaffihúsum eða í
Casso, og hann tjáöi méf, að hann dveldist
mjög oft með henni, og að kvöldin við hlið
hennar liðu yndislega. Hann var án efa ást-
fanginn. En ef það, sem hún sagði mér, var
satt, þá var ást hans alls ekki endurgoldin
á sama hátt, — þá var hún í vinfengi
við hann einungis fyrir eigin hagnað, án
þess að búast við að launa það nema með
óhjákvæmilegum vonbrigðum einhvern tírna
síðar. Hún hlaut sem sé að leika sér að
tilfinningum hans, — það og ekkert amnað.
Eitt sinn sagði mér herforingi nokkur, sem
var vinur hans, að signor Lorenzo Castellaini
hefði orðið fyrir einstakri giftu og heppni þá
nýverið, þvl að hann hefði hlotið mikdvæga
stöðu við hermálaráðuneytið jafnframt því,
sem honum var leyft að halda herforingja-
stöðu sinni. Pað var einkennilegt, hugsaði
ég, að hann hefði aldrei sagt mér frá
þessu. En svö gat verið ástæða til þessa.
Ef til vill vildi hann ekki, að þessi upp-
haíning hans til tignar og valda bærist út
og yrði heyrum kunnug. Hann var hjá-
rænulegur í skoðunum viðvíkjandi embætt-
isveitingum og bitlingum frá þeim mönnum,
er hærra stóðu í mannvirðingastiganum en
hann sjálfur.
Mér hafði hingað til áreiðanlega mistekist
i einu atriði sérstaklega; — hann var alls
ekki að draga Clementine á tálár, heldur var
hún að draga hann á tálar, eins og siðar
kom greiniléga í Ijós.
Tíminn leið hægt og hægt. I hvert sinn,
er fundum okkar Claucares lávarðar bar sam-
an, var hann eðlilega meira og meira á-
fjáður í að fá að vita um leyndarmáliö
mikla — hinn tlivonandi varnarsamning
milli Frakklands og ítalíu, — og kvíðafullur
út af því að geta ekki verið viss um að
klófesta vitneskju um innihald hans i tæka
tíð.
Bæði erkiæfintýramaðurinn Vizardelli og
de Suresnes greifi forðuðust hann, og nú
vissu öll stórveldin, að ástandið vlð Mið-
jarðarhafið var ægilegt. Margir spáðu hrylli-
legu blóðbaði.
Englendingum, sem heima búa, er ókunn-
ugt um þá feikna erfiðleika, sem brezkir
sendiherrar eiga við að etja víðs vegar úti
um heim. Bretar eiga víða og vilja eigin-
lega alls staðar eiga ítök, enda er drottn-
unargirnin svo rík í þeim, að þeim finst
þeir eiga að hafa nefið niðri í öllu. Petta
get ég nú sagt og verð að segja þráttifyrir,
get ég nú sagt og verð að segja þrátt fyrir
armiði reyndi að auka ágang þéirra víðs
vegar. En þetta. er nú einu sinni föðurlands-
ást, og þá er það — gott! .
>