Vísir - 29.12.1912, Blaðsíða 3

Vísir - 29.12.1912, Blaðsíða 3
enx S\otfcxe^ttastu \ *)Dexstaxi Zioe^a, Bankasiræii 14. Notið tækifærið þessa tvo daga til nýárs, því þá sel jeg með afar miklum afslætti allskonar nauðsynjavörnr s v o s e m: Kaffi - Haframjöl — Osfa — Pylsur — Appeisínur og m. og m. fl. ^Detslwxv Jj. Ö. ^vxuv^o^asotv. Laugaveg 12. Munið eftir hinu mikla úrvali af FLUGrELDUM í Versíuninni Breiðablik. ^ sfeemttSetS Wi 3slatvds. Eftir A. S. Bardal. ----- Frh. Borgarfjörðurinn er víð sljetta fram komin við áburð úr Hvítá er fellur eftir miðju hjeraði, og þeirra fljóta, sem í hana renna úr mörgum döium að norðan og austan, er bera nafn af elfunum eða gefa þeini nafii. Þannig má nefna Norðurárdal, Þverárhlíð, Hvít- ársíðu, þá er Reykholtsdalur með sinni á, þarnæst Lundarreykjadalur með Grímsá þá er Skorradalur en eftir honum endilöngum er Skorra- dalsvatn og rennnr þaðan Anda- kíll út í Borgarfjörð. Þar suður af er nes mikið milli þess fjarðar sem nefndur var og Hvalfjarðar; eru á því bygðir nokkrar meðfram Hvalfirði og umhverfis Akrafjall, en á tá skagan . er Akranes kaupstaður eða Skipaskagi. Jeg sá minst af þessum bygðum nema afstöðuna til • sýndar; sjálft undirlendið uppfrá Hvítá er all fjölbygt og eru þar margar góðar jarðir og blómlegur búskapur, að sögn, af hlunnindum af veiðiskap oggóðum heyskap með- fram ánum, en tii dalanna er sum- staðar ágætur sauðhagi og gott undir bú. Sauðum úr Hvítársíðu er viðbrugðið. Heyskapur er þar líka góður meðfram dalafljótum. — Hjeraðið er frægt til forna af mörg- um ágætum sögum. Á Gilsbakka bjó maður franr af manni hinna skaphörðu Gilsbekkinga, svartir á brún og brá og hjetu einkennileg- um nöfnum: Illugi svarti hjeteinn en tveir báru nafnið Gun laugur Ornrstunga. f Reykholti var fræg- astur allra Snorri Sturluson, auðug- astur maður á landinu um sína daga, mann'a best gefinn, og hafði lögsögn langa Iengi, en það var þá æðsta embættið á landinu. Hann tók tignarnafn af Noregs höfðingj- um og lofaði þeim að koma land- inu undir þá, og eftir það tókust upp utanfarir höfðingja og hollustu við Noregskonung. Snorri var merkilegastur og voldugastur allra lögsögumanna og fyrstur valdamanna til að leiða útient vald yfir landið. Á Borg var höfuðból hinna merki- legu Mýramanna: á Hvítárvöllum var verslunarstaður fram á miðald- ir, og mætti margt fleira telja, því að »Hver einn bær á sína sögu, sigurljóð og raunabögu«, eins og skáld ð segir. Frh. Hangikjöt og ísl. smjör er reglulegur nýársmatur. Jón frá Yaðnesi. Eftir stúdent, sem nú er dáinn. -----Niðurl. Jeg ætia ekki að lýsa því, hvað sæll jeg var, nje hvað heitt við unnumst, óg hváð vel hún huggaði mig er jeg frjetti lát móður minnar. I Og þvi hlakkaði jeg til jólanna, að i jeg vissi að þá mundum við oftar | geta fundist en ella. — En svo komu .blessuð jólin«, og við vor- um saman í heimboði jóladags- kvöldið, þar sem var margt ungt fólk og mikið um gleðskap. Það var farið í ýsma Ieiki, meðal ann ars átti hún að *telja stjörnurnar« með stúdent einum, sem jeg vissi, að var í meira lagi kvenhollur. — Þegar þau komu inn aftur, póttist jeg sjá að hún hefði skift litum. En meira varð mjer þó hverft við að sjá slifsisnælu hans hanga í kjólbarmi hennar. Tóku fleiii eftir því en jeg, og varð af hlátur mikill; varð jeg að látast | hlægja eins og hinir, því enginn vissi neitt um ást mína. Jeg gat ekki náð tali hennar í einrúmi, því að hún ljest verða reið og af- sagði »að telja stjörnurnar® eð nokkrum framar. — En um r.ótt- ina; þegar jeg hjelt heimleiðis og tók yfirhöfn mína, var myndin, sem jeg hafði gefið henni af mjer, kom- in í vasa minn, og aftan á hana skrifað með hennar hendi: »Vertu sæll, og gleymdu mjer.« . . . Síðan hefur hver stundin verið annari Ieiðinlegri, og verstár þó þær, er jeg hefi verið í heimboð- um, og orðið að þykjast kátur og ■ »skemta mjer ágætlega*, með sökn- uð og harm í grátnu hjarta. -—— Er nú svo komið, að jeg hefi Sexíánmælí. Skammdegisvísur 1912—1913. I. Frýs Iind. Fölna rindar. Flýr sól. Lengir njólu. Fjúk hleðst. Fyllir skjólin. För teft. Elfur hefta. Frost vex. Festist mjöllin. Fönn bindst. Næða vindar. Fólk snauit. Fengur þrotinn. Fje deyr. — Stunur heyrast. • - 2-. Fár gín. Fjörið dvínar. Frek neyð. Dagur eyðist. Föl kinn. Fánýt vinna. Feyskt hönd. Blaktir öndin. Felst lif. Forsjón hlífir. Ferst ei. Halur, Freyja. Feikn dvín. Fróni hlýnar. Fer lof. Sólu ofar. fengið hjartanlega óbeit á þessum svokölluðu jólaskemtunum unga fólksins hjer í bænum. Þær eru alloft ekki til annars en venja fólk á daður og ^endursvíkjandi svika- leiki«, sem eitra aftur líf þeirra, er nokkrar góðar hugsjónir hafa. — Það er hjákátlegt, að prestarnir skuli vera að tala um »heilaga jóla- gleði« og kenna þenna ralltíma við mannkynsfrelsarann. Mjer er sem jeg sæi fátið á fólkinu, bæði mjer og öðrum, ef Kristur kæmi sýnilega inn í ein- hvern salinn eða stofuna, þar sem verið er að eta og drekka, spila og daðra — honum til lofs og dyrðar. Annars ferst mjer ekki, bænarlausum trúleysingja, að tala um slík efni. Sælli væri jeg sjálfsagt, ef jeg væri aftur orðinn fáfróður »busi« eða barn heima í föðurgarði. En það er ekki því að heilsa. Það andar kalt um mig frá gröfum og trygðarofum að baki, og framund- er ókunn leið og skuggaleg, en óstuddur held jeg áfram, hvar sem áfangastaður verður. (Jólabck »Bjarma«). Ekki er ait gull sem glóir Skáldsaga eftir Charles Garvice. Frh. Mánuði eftir að hann gfftist, var Luke Smeaton búinn að byggja kofa nokkrar álnir frá húsi sínu og nokkrum dögum síðar settist að í kofa þessum gömul kona, sem menn hugðu vera móður hans. Þar hafði hún dvalið síðan og haft ofan af fyrir sjer eftir föngum, enda naut hún í rjettum mæli götuglyndi Marions og góðgjörðar- semi þorpsbúa. Daginn eftir burtförina frá höll- inni, sat Marion Smeaton, við gluggann sinn, og gætti litla fóstur- sonar síns. Við og við gekk hún hægt inn í herbergið innar af til þess að fullvissa sig um að sonur hennar svæfi. Þetta var snemma í júní og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.