Vísir - 19.03.1913, Side 2

Vísir - 19.03.1913, Side 2
V I £ l R [ raffl I II i Nýar vörur komnar til TH. THORSTEINSSON, Vefnaðavöruverslun, fingóífshvoli. Feiknar mikið og goit úrval, t. d. 0 | • einlit og litbrigða, svuniusilki, svört og mislit, Kápur mjög fjölbreyttar, Vorhatíar, góðir og ódýrir. Sjöl, millipils, silki og moré, — og m. m. fleira, sem tekið verður upp eftir hátíð. !!•!!! Hrausiur ökumaður. Fyr- ir nokkru Ijest í Árósum Mads Nielsen ökumaður. Hann var þar um fjölda ára alþekktur fyrir risa- vöxt sinn og afl. Var hann nefnd- ur »Madsstóri« og afl hans fór eftir vexti. Sú saga er sögð um hann frá yngri árum, að dag einn stóð hann niður við höfnina og sá verkamenn tvo, er voru að bisa við að koma stórum kassa upp á vagn. Menn- jrnir, sem þektu Mads og afl hans, og bjuggust við að geta fengið hjálp hans, sögðu við hann: »Hvernig eigum við að koma kassanum upp á vagninn Mads. »Ja, jeg veít ekki«, sagði Mads kankvíslega, tók síðan kassann einn og lagði hann upp á vagninn. Verkmennirnir hlóu og var þeim það Ijett. En þá tók Mads kassann af vagn- inum og setti hann á jörð niður aftur og sagði við þá: »Þannig fer jeg að, nú getið þið farið að eins og ykkur sýnist.« Mads Nielsen byrjaði með litlum efnum, en var mesti ökumaður borg- arinnar, þegar hann Ijest. Fimmtíu ára drottning- ar-afmæli. 7. þ. m. voru lið- in 50 ár síðan Alexandra, konungs- ekkja á Englandi, kom þarigað, sem drottning. Henni hafði þá verið tekið for- kunnar vel á Englandi, svo sagt er, að mannfjöldinn hafi staðið svo þjett, þar sem hún ók um, að eins auðvelt hefði verið fyrir þá, er brott vildu komast, að fara niður gegnum götuna eins og út til hlið- anna. Ekki hefur hylli hennar minkað síðan. Hún er svo ástsæl orðin af þjóðinni, að þess munu fá dæmi. Sagt er, að um alt Bretland hafi verið miklar hátíðir haldnar þennan dag, til minnis komu drottingar- innar. Eins og menn vita, er drottning- in dóttir Kristjáns 9. konungs vors, , en systir Friðriks 8., er ljest í vor er leið. Um hvalveíðar (Efíir Th. Salvesen. Pýtt úr Commercial Intelligence). ---- Nl. Hvaiabátarnir eru venjulega 100—115 feta langir og 18—2172 feta breiðir, alþiljaðir og kjölstuttir, til þess að þeir Iáti fljótara að stjórn. Hraði bátanna er 11—12 mílur og vjelaraflið frá 350 til 650 hestöfl. Á þeim eru svokallaðar glycerín - afturkastsfall- byssur, hjerum bil 115 cm. á lengd og 9 cm. hlaupvídd. Þær eru frammi í stafni og leika á liðum svo lið- ugt, að þegar búið er að hlaða þær púðri og skutli, þá er hægt að beina þcim í hvaða átt, sem maður vill, án mikillar áreynsiu. Skutullinn er úr besta stáli sænsku og er nærri tvær síikur á lengd og rúmlega 50 kíló að þyngd. Á honum eru fjórir agnúar eða fjaðrir, sem þenjast út hver í sína áttina, þegar hert er á skutultaug- inni og hún dregin inn með hvaln- um. Á odd skutulsins er skrúfað 11 frammjótt nef, hjeruin bil 36 cm. | á lengd og um 572 kíló að þyngd. Það er hlaðið púðri og tundur- pípa kveikir í því, svo að það springur venjulega 3 sekundum á eftir að skutullinn fer úr byss- unni. í skuíulinn er fest 4'/4 — 4l/2 þuml. gild taug úr besta ítölskurn hampi sem hægt er að fá, er hún um 60 faðma að lengd og við innri enda þessarar taugar er fest hvalalína, 5— 51/i — 57* þuml. gild, en 120 faðmar að lengd. Á hverj- urn bát eru tvennar slikar línur, önnur stjórnborðamegin, en hin á bakborða og eru þær hringaðar upp í þar til gerðum ílátum undir þiljum. Stór tvöföld hvalavinda er fyrir aftan mastrið með eimvjel, sem hefur 5—6 þuml. bulluvídd. Menn eru á verði eftir hvölum í tunnu, sem er framan á mastrinu. Þegar hvalur sjest, stefnir báturinn þangað þegar í stað eða rjettara sagt að þeim stað, sem menn giska á að hvalurinn muni koma upp, er hann hefur stungið sjer. Smánisaman ketnst hvalarinn í færi við hvalinn, en það er svo kallað, þegar hann er ekki lengra frá en svo sem 15—20 stikur. Oft stendur eltingaleikurinn yfir í marga klukkutfma og það kemur enda fyrir að hvalurinn hverfur og gef- ur aldrei færi á sjer. Ef hvalurinn steindrepst, sekkur hann og dregur með sjer hvallínuna, sem er undin utan um kefli eimvindunnar. Nú stöðvast hvalabáturinn og þega*- línan hangir beint niður er hún sett föst í framstafn bátsins, en það sem er innanskips af línunni er sett í gegnum trissu á mastrinu og síðan utan um keflið á eim- vindunni og siðan er hvalurinn undinn upp á yfirborð sjávar. Til þess að skipið f ölduganginum slíti ekki línuna, þegar það kippir í - hana, þá er innri endi hvallínunn- ar festur í vírkaðal, sem gengur yfir trissu niður í gorm(jaðrir á botni skipsins, sem gefa máttulega eftir svo að línan slitni ekki og tapist með skutli, lival og öllu saman. Ef hvalurinn ekki drepst strax í byrjun, þá verður að gefa honum eftir af línunni og þreyta hann eins og farið er með lax á færi. • eru undrandi yfir því, hve »» ótrúlega ódýr öll nauð- synjavaraer í Versi.Hermes,Njálsg.26. TÓMIR KASSAR tileldiviðar fást í Nýhöfn. í báðurn tilfellum þolir sem sje línan hvergi nærri átak skepnunnar, ef hún er of stríð, og þessvegna þarf mikla reynslu og lægni til þess að fara rjett að í þessu efni. Venjulega er ein vindan notuð til þess að gefa hvalnum eftir og toga í hann, eða að sjálfur báturinn fer þá aftur á bak eða áfram eftir á- ; að hvalurinn samt slítur línuna með snöggu viðbragði eða með þvf að rjúka af stað á fleygi-ferð ofan- sjávar. Þegar búið er ná hvalnum að skipshlið, þá er brugðið keðju ut- an um sporðinn á b'onurn fyrir innan sporðsuggann og festur við skipshliðina og dreginn þannig, að sporðurinn gengur á uudan og skutullínan er tekin frá skuílinum. Til þess að skrokkurinn fljóti og ljetti á bandinu, er gert gat annað- hvort inn í brjósthol eða maga hvals- ins og hvalurinn biásjnn upp með loftdælu sem gengur fyrir eimafli. Ef vel ber í veiði, þá er reynt að skjóta fleiri hvali fram undir myrk- ur, en þá fer báturinn með fenginn til hvalstöðvarinnar til þess aö skila skrokkunum. Svo fer báturinn burt svo fljólt sem hægt er, til þess að ná út á hvalaveiðina fyrir sólar- uppkomu næsta morgun. — f norðurhöfunum er það sjaldgæft, að einn bátur nái í fleiri en fjóra hvaii á dag, en í suðurhöfunum, þar sem meira er af þeim, er það ekki óvenjulegt, að einn hvalari komi með átta til tíu hvali eftir daginn. Þetta er sú aðferð sem öll nýtískuhvalafjelög nota. En að veiða hvali af róðrarbátum gera ekki aðr- ir, en hvalárar frá Dundee, San Fransisco og New Bedford, og smá- skip þau, sern leggja fyrir sig hnýsuveiðar. §1 1 Harðir hattar, afargóðir, nýasta gerð. Enskar húfur. Slipsi, mikið úrval. Karlmannsfatnaður og m. m. fl. nýtt komið til TH. THORSTEINSSON & CO.. Fataverslun. Hafnarstræti. II I II ll wmrwíwiwmm

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.