Vísir - 16.05.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1913, Blaðsíða 2
V ( 8 1 R Yerslun Englendinga. ----Niðurl, Það getur vel verið, að breskir verksmiðjueigendur sjeu ófúsari á að veita lítt þektum mönnum lán, heldur en keppinautar þeirra á meg- inlandinu, en hvers vegna ættu þeir að sækjast eftir því, þar sem þeir geta selt allar sínar vðrur skilvís- um mönnum? Breskir verksmiðju- eigendur neita oft að búa til dúka úr gömlum tuskum. Þeim er fyrir öllu að búa til sem bestan varning. Fyrir nokkrum árum safnaði mað- ur, sem jeg þekti, sýnishornum af þýskum og japönskum bómullar- Ijereftum í hjeraði nokkru í Asíu og sendi til Manchester og vildi vita, hvað sams konar dúkar kost- uðu þar, því að eftirspurnin var mikil þar eystra. Hann fjekk svo látandi svarfrá verksmiðjunni: »Vjer viljum ekki búa til dúka úr sama efni eins og er í sýnishornunum. Vjer trúum ekki, að menn geti til lengdar orðið ánægðir með dúka úr svo ljelegu efni, hversu lágt sem verðið er, og vjer viljum ekki tengja nafn vort við slíkan iðnað.« Bóm- ullardúkar þeir, sem nú eru seldir á þessum sömu slóðum, eru aðal- lega breskir. Hvers vegna? Vegna þess, að breskir verksmiðjueigendur og kaupmenn hafa einhverja virð- ingu fyrir gæðum og endingu varn- ingsins. Það eru þessi einkenni, sem hafa gert oss faert að njóta ávaxt- anna af verslunargenginu, sem nú er. Tilmæli. Á sunnudaginn ætla jeg, ef veður Ieyfir, nálægt Skólavörðunni að tala um framtíð jarðarbyggja og lífið á öðrum stjörnum. Jeg mun hefja ræðu mína kl. 5^2 (ekki kl. 5). Fyrir nærfelt 2400 árum sagði gríski heimspekingurinn Demokrítos, einn af vitrustu mönnum, sem verið hafa á jörðinni, að á öðrum linött- um mundu vera til lifandi verur líks eðlis og á jörðinni ;cg hjerum- bil 2000 árum síðar, sagði annar undramaður að viti (þegar miðað er við þá skynsemi, sem algengust er hjer á útjaðri vitheims) ,að heim- urinn væri óendanlegur, og bvgð á öörum jarðstjörnum en þeirri, sem mönnunum er kunnust. Jeg hygg að trúin á guði, engla og anda, byggist á því sem menn hafa fjarskynjað um íbúa annara hnatta. Að fjarskynjun á sjer stað er víst, enda ekki erfitt að gera grein fyrir í aðalatriðum, hvernig slíkt geti átt sjer stað. Verður þá heldur ekki vandskýrt, hvað það muni vera, sem menn hafa nefnt opinberun og inn- blástur, og mestum misskilningi hefur valdið. Jeg mun í ræðu minni skýra frá sumu af því, sem ráða má að lík- indum um framþróun Iífsins á stjörnum sem eru miklu stærri og eldri en þessi jörð, og því næst minnast á nokkrar athuganir mínar og annara, sem jeg tel standa í sam- bandi við lífið, ekki hinumegin, held- ur annarstaðar og framundan. Og að endingu verð jeg að mæl- ast til eins. f rúma þrjá mánuði hefur svefni mínum, sem ekki var m VBX m hefur stærstu og vönduðustu Vefnaðarvöru birgðir á Iandinu. Yerð og gæði alkúnn. "\3evsW\w *}C\vst\áxvssotv, Húsgögn allskonar í stærsta úrvali eins og vant er hjá Jónatan ÞorsteinssynL Oltegund • ■ Olgerðarhussins ,Reykjavík‘ eru mótmælaust bestar. Þær eru gerðar úr besta efni og fást í öllum verslunum bæarins. Þar kaupa sjúkrahúsin eingöngu. Kaliið í síma 354. Læknar osr husmæður mæla með einkaleyfðu kaffi ungfrú Dannebergs, sem heilnæmu, bragðgóðu og geymist vel. 75 au. pd. Ágætt handa skipum. Einkasali á íslandi: Smjörhúsið. Hafnarstræti — Reykjavík. Sími 223. m Altaf bætist við í nýu versluninni Bankastræti 8 nýar vörur með hverju skipi og nýir viðskiftamenn með degi hverjum. Kaup á allri Vefnaðarvöru best hjá 3ot\\ í&\ö*tvss\^\\ & Co. m og notið ekki cement, nema þetta skrásetta vörumerki sje á umbúðunum. drekka allir þeir, AJvUu er vilja fá góðan, óskaðlegan og ódýran karfi drykk. Fæsf hjá Sveini Jónssyni, Ttmplarasundi 1. á aðeins 80 au. pundið. of mikill áður, verið spilt svo með bjölluhringingum á nóttunni og snemma morguns, að nærri hefur legið fullu svefnleysi stundum ; leiddi þetta, með atvikum sem jeg hirði ekki að greina bjer til þess að jeg veiktist og lá rúmfastur 9 daga í aprílmánuði; hef jeg ekki náð mjer síðan, ekkert getað unnið tnjer og öðrum til gagns og skemtunar, og m. a. ekki getað farið austur að skoða gosið. Og ekki hef jeg getað fengið ljett af þessum hringinga- pindingum — Iiggur mjer við að segja — sem eru þó engri skepnu til gagns. Nú vil jeg biðja þess að bundið verði um þcssar óþörfu aktýgjabjöllur, eða þær teknar af, svo að jeg þurfi ekki að heyra þenna leiða og svefnspillandi heimskuhljóm sunnudagsnótt eða morgun. Er það eigi einungis í mína þágu, heldur einnig þeirra sem kynnu að vilja hlýða á ræðu mína, að ekki verði hringdur frá mjer svefninn þá nótt, eins og nú hefur átt sjer stað svo lengi. Það er auðvitað ekkert gaman að þurfa að segja frá sifkri svefn- stygö, en það verður að segja hverja sögu eins og hún er, og mjer er nær að halda, að fleirum en mjer sje bagi að þessum hringingum, þó að minni brögð sje að. 15 — 5. Helgi P/elurss. S&emtaww \ 5U\^k\a\n& fyrir 40 árum. (Úr »Ýms atriði úr lífinu í Reykjavík fyrir 40 árum.«) Eftir Klemens Jónsson. Að skifta iiði var venjulega gert á dimmum kveldum. Tveir foringj- ar skiftu drengjunutn milli sín, og átti svo annar flokkurinn að fela sig, — til þess hafði hann nokk- urt svigrúm — en þegar í íylgsn- ið var komið, átti að geía þaö til kynna með háu hrópi. Var það gert þannig, að einn varð eftir úti á götu og rak upp afarhátt óp, og skaust að því búnu inn í fylgsnið. Oft skifti flokkurinn um stað, og var þá farið yfir girðingar og skúra, og altaf Iostið upp miklum ópum, því það var skylda að gefa til kynna hvar flokkurinn hjeldi sig, hjerum- bil. Þegar leitarflokkurinn nálgað-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.