Vísir - 16.05.1913, Blaðsíða 4

Vísir - 16.05.1913, Blaðsíða 4
Kynlegir viðtmröir Frá Hvammi í Þistilfirði. Þann 24. febrúar síðastl. kom sveitungi minn, Aðaisteinn Jónsson, bóndi í Hvammi til mín og mælt- ist til þess, að jeg færi með sjer heim til sín; var jeg fús til þess, enda er ekki nema svo sem tveggja tíma ferð frá Álandi að Hvammi, sem er austasti bær í Svalbarðs- hreppi og allstórt heimili, með 20 manns. Þar er þríbýli, en tveir bæir, og býr Aðalsteinn og annar bóndi, Jóhann Jónsson, í gamla bænum eða neðri bænum, sem nefndur er, og hafa þeir, sá fyr- nefndi 8, hinn 5 menn í heimili. í hinum bænum býr Arngrímur Jónsson. Milli bæanna er örstuttur spölur. Aðalsteinn sagði mjer frá, að á heimili sínu hefði ýmislegt borið við, er hann ekki gæti skilið, að væri af mannavöldum, og; nú síðast kvæði svo ramt að því, að ýmsir hlutir væru skemdir. Það hefði verið velt um skyrámu í búri Jó- hanns, en af því að bundið hafði verið yfir hana, fór ekki mjög mik- ið niður. Lika hafði verið velt um tunnu i búri hans, er í var skyr- blanda, sem ætluð var til skepnu- fóðurs, og flóði blandan um gólfið. Einnig höfðu leirilát verið brotin þannig, að þeim var kastað til, og ýmsum hlutum velt við, þar á með- al potti í fjósi, er tekur um 80 merkur, og var nær því fullur af vatni, hafði hann hvolfst yfir flór- inn, án þess nokkur maður gæti hafa komið við hann. í sambandi við þetta skal þess getið, að stúlka, Ragnheiður Vigfús- dóttir, var á heimihnu; húri er upp- eldisdóttir Aðalsteins og lconu hans, sfðan hún var á 5. ári, en mun vera nú á 18. eða 19. ári. Hún hefur alloft gengið í svefni, svo menn hafa orðið varir við, en ekk- ert sjerlegt hefur hún aðhafst á þessum svefngöngum fyr en í haust og vetur. Þá fóru menn að taka eftir því, að ýmsir hlutir voru færð- ir úr stað og ýmsu rótað til, helst frammi í eldhúsi og búri. Þannig hvarf kaffiketill, fullur af katfi, sem stóð á eldavjel inni í baðstofu að kveldi, og átfi að hita í iionurn morgunkaffið, en um morguninn fanst hann ekki, og þegar hann fanst, hjekk hann á nagla frammi í eldhúsi á bak við bjóra, er breid- ir voru þar til þerris. Stundum hafði ýmsum ílátum verið raðað saman, hvert setí niður í annað, og ýmisiegt fleira var aðhafst, en þó áu þess að það væri skemt. Gátu menn þess til, að þetta væri af völd- um R.agnheiðar í svefngöngum. Fór þá Aðalsteinn að læsa bað- stofu sinni á nóttinni. Það gerði hatin með hespu og lás; tveir lykl • ar gengu aö lásnum og geymdi hann sjálfur annan lykilinn undir sæng sinni eða kodda á nóttunni, hinn lykilinn geymdi tvíbýliskonan, Ólöf Arngrímsdóttir, í læstri kistu, er hún átti og gekk sjálf um. — Þrátt fyrir þetta hjelt áfram þetta umrót frammi í bænum, enda hvarf lykill Ólafar um þetta bil; dreymir þá Ragnheiði, að henni þykir stúlka, Botnvörpuskip til sölu. Folio 1109.— 139 feta,—Byggður 1906. — Lloyds-þrígangs vjelar. 60 fullk. hestöfl, 10 mílur á kl. tímanum nieð lítilli kolaeyðslu. olio 1103. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrígangs-vjelar, 75 fullk. hestaöfl. 10 mílur á kl. tímanum með 6 tonna kola- brúkun á sóiarhringnum. — Hvalbak. Folio 1078.— 130 feta—Byggður 1904. Lioyds þrígangsvjelar. 70 fullk. hestöfl. lOYa mflu á klt., 6 tonna kolabr. á sólarhr.— Hval- bak. Lágí verð. Folio 1663.— 120 feta — - Byggður við endir ársins 1901. Lloyds þrí- gangs vjelar. Árið 1908 voru vjeiarnar teknar úr skipinu og fullkomlega endurbættar — þá var einnig núverandi ketill, sem var að mestu leyti nýr 1905, settur í skipið. Kostnaður um 36 þús. krónur. Endurbótin með tillögðum Acety!en-Gas- tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús. kr. Folio 3073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C. vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við en :?a ársins 1909, er þoldi 120. c. pda. þrýsting, Mikið nýtt 1911. Nýr skrúfuás 1909. Lágt verð. Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o.s.frv. snúi lysthafenaur sjer til Sharp Brothers, Baltic Chambers, New-Castle-on-Tyne,sem hafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: New-CastIe-on-Tvne,Scott’s Code. er hana dreymir oft, segja við sig, að lykillinn skuli aldrei finnast, en öryggisnál, er hún hefði tapað, skuli hún finna fljótlega, og hefur þetta hvorttveggja rætst, því lykillinn hef- ur elcki fundist, en nálin fanst stuttu þar á eftir. Ragnheiður hefur sagt mjer, að sig hafi oft dreymt sömu stúlkuna, sje hún tæplega meðal kvennmaður á hæð, en mjög grönn, fremur fall- eg stúlka í grænum kjóí með bláa svuntu og gulbjart hár í tveim fljett- um niður að mitíi, og ætíð, þegar hún tali við sig eitthvað, snúi hún hliðintú eða vanganum að sjer, en sje aldrei beint á móti sjer; hún segir að stúlka þessi segist heita Aðalljós. Ragnheiður mun hafa trú á, að hulduíólk sje til, og að þessi draumstúlka sje huldustúlka. Frh. k”læða"vír K S MIÖJA CHR. JUNCHERS RANDERS. Sparsemin er leið til láns og velgengni þessyegna ættu allir, sem vilja fá gott og ódýrt fataefni (einnig færeyisk húfu- klæði) og vilja fá að gera ull sína og ganilar uilartuskur verðmætar, að skrifa Klæðaverksmiðju Chr Junkers í Randers og biðja um fjölbreythi sýnishornin er send eru ókeypis. — Getið Vísis. Cynibelíiia Mn fagra. Skáldsaga eftir Charles Garvice. --- Frh. »Jeg er ekki í rónni fyr en jeg hef unnið að fullu ást dóttur yðar-<, sagði jarl, »og sannfært hana um ást mína!« »Alveg rjett!« — Yfirforinginn kinkaði kolli og hóstaði óstyrklega Honum lá þungt á hjarta sú hræði- lega hugsun, Cymbelína tæki nú upp á því að neita bónorðinu og að hann yrði ekki nógu hugrakkur og gæfist upp við alt saman. — »Cymbelína er — ja, óframfærin og hum! -- hún er fælin! — Hún er svo blygðunarsöm stúlkal* »Já, og sú blygðunarsemi ergim- steinn í mínum augum,« sagði jarl- inn. »Jeg vona að jeg megi segja henni, að jeg hafi eindregið sam- þykki og óskir yðar með 'mjer. Það er það sem mestu varðar«. »Jú, jú, það vona jegnú!« sagði North drýgindalegur og strauk og harðsneri kampana. »Auðvitað er jeg dálítið smeikur og óstyrkur kæri herra! Hjer er um hamingju mína að tefla og ef hún skyldi nú ekki taka mjer, já, já, —« hann stundi við — »þá yrði jeg að fara hjeðan. Jeg færi þ.í á flaklóð mitt gamla aftur.« Við þá tilhugsun varð North hrærð- ur í huga. »Komið, komið þjer, kæri drengur J minn! Þjer megið ekki hugsa svona j nei, nei! Hjer eruð þjer, og hjer verðið þjer að vera. Við megum ekki missayður aftur !« »Þakk’ yður fyrir, herra, þakk’ yður fyrir« sagöi Bellmaire jarl. »Jeg vona að yður þyki ekki, þó jeg spyrji yður að nokkru, — óró mín fyrir úrslitunum afsakar ótta minn — og spurniguna líka. — E11 hafið þjer nokkra ástæðu eða grun um að Cymbelína hafi haft eða muni hafa augastað á nokkrum öðrum manni ?« »Hún Lína, hún Lína mín! Uss, jeg held nú ekki! Hún hefur varla ; sjeð nokkurn mann nemayðurog—« karl gretti sig illilega — »þennan Brandor.!« »Nú, Godfrey !« sagði jarl rólega »Já, þau eru bestu vinir!« »Já, já, ó-já,« sagði karl í ákafa. »Vel á minst! Heyrið þjer Bellmaire þjer eruð nokkuð mikið með þeim manni!« Frh. H Ú S N Æ Ð I 2 herbergi eru ti! leigu hjá Árna Nikulássyni. 2 herbergi eru tit Ieigu nú þeg- ar í miðbænum. Afgr. v. á. Herbergi er til leigu á Klapp- arstíg 1. Stofa með forstofuinngangi er til leigu í Mjóstræti 10. Lítið herbergi fyrir einhleypa óskast nú þegar. Helst ekki dýr- ara en 4 kr. Uppl. í Ingólfsstr. 8 (niðri). Stofá mót sól er tii leigu. Sjer- inngangur. Lindarg. 1. TAPAÐ-FUNDIÐ Tóbaksbaukur er fundinn á Pósthússtræti. Ól. Ólafsson Smiðju- stíg 5. Fataböggull hefur fundist. Afgr. v. á. Brjóstná með kvenmannsmynd er töpuð. Skil. á Laugarnesspítala. Peningabudda, með rúmum 30 kr, töpuð á Hjálpræðishernum í fyrradag. Skil. á afgr. Vísis gegn fundarl. Peningar fundnir í miðbænum. Afgr. v. á. Brjóstnál, með kvenmanns- mynd, týnd á Laugav. Skilist gegn fundarl. á Lindarg. 27. ^ KAUPSKAPUR Undirrítaður vill kaupa svartan Minorka-hana. Hallgr.Jónsson. Kennari. Ilindberjarunnar fást mjög ódýrir. Afgr. v. á. Peysubúningur heill, erti! sölu með mjög vægu verði á Brunn- stíg 10. Barnavagn er til sölu fyrir hálf- virði á Vesturgötu 3. 1000 pund af ágætu flæðengis- kúaheyi fæst hjá A. Andrjessyni við Brydesverslun. Áburð kaupir Laugarnesspítali. Mjólhestur (fyrir karlm.) mjög lítið brúkaður, er til sölu fyrir hálf- virði á Hverfisg. 4 F. NýmjóSk seld allan daginn á Laugaveg 24. Sjal til sölu meö tækifærisverði. Afgr. v. á. Tólg ágæt fæst í verslun Ám. Árnasonar. Klæðaskápur stór og nýlegur er til sölu. Afgr. v. á. /VUísselínskjóll fæst með tæki- færisverði. Argr. v. á. V t N N A Óskað er eftir iðnum, greind- um og hæverskum ungling, sem þjóni á gott heimili. Þar er tæki- færi að læra innanhússtörf. Frítt lmsnæði fæði og klæðnaður aö nokkru. Hátt kaup. Skrifleg unisókn merkt »100« þar sem tilgreint er áskilið kaup, sendist afgr. Vísis. Ekki er til neins fyrir aðra að sækja en |aá, sem hafa bestu með- mæli. Unglingspiltur á fermingaraldri óskast á skrifstofu G. Gíslasonar & Hay. Stúlka óskar eftir atvinnu við afgreiðslu í búð eða bakaríi. Afgr. v. á. Stúlku vantar til morgunverka. Afgr. v. á. Óskað er eftir fermdum ung- ling í sumardvöl. Bergstaðastr. 8 (uppi). Stúlku vantar á gott sveitaheim- ili í vorvinnu og kaupavinnu nú þegar. Uppl. Vesturg. 53. Kaupavinnu fær duglegur karl- maður um sláttinn og lengur ef um semur. Áreiðanlegt kaup. Afgr. leiðbeinir. Stúlka óskast nú þegnr á fá- ment og barnlaust heimili. Afgr. v. á. Stúlka óskast í vorvist. Uppl. á Hverfisg. 3 B. Fermdur drengur óskar atvinnu, helsttil sendiferða við búð. Afgr. v. á. ú'tgefandi: Esnar Guntiarsson, cand. phil. Östlunds-prentsmiðja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.