Vísir - 16.05.1913, Blaðsíða 3
V, í S I R
ist fylgsnið, hjeldu allir niðri í
sjer andaríum og vei þeim, sem
þá varð það á að stynja eða hósta,
svo flokkurinn yrði fundinn. Ef
einn úr flokknum fanst, var allur
flokkurinn fundinn, og þá átti hinn
að fela sig, og svo gekk það koll
af kolli; en í fyrstu var kastað hlut-
kesti um, hvor fyrst skyldi fela sig. |
Væru margir flokkar í einu í slík- |
lirn leik, þá kvað allur miðbærinn í
við af óhljóðum, því þar var leik- \
urinn eðlilega háður, og.þar voru f
ótal skúrar og skúmaskot, einkum j
milli Hafnarstrætis og Austurstrætis. ;
Þá voru engin Ijósker til að lýsa ?
upp bæinn; þau komu nokkrum
árum síðar, um 1876, ogvoru fyrstu •
kveldin bronn unnvörpum.
Útsynningar voru þá engu ótíð- |
ari en nú, og þeim fylgdi brim 1
mikið, sem ílutti mikíð af þangi |
og þönglum upp í fjörurnar, miklu 1
meira, að því er mjer virðist, en i
nú á dögum. Drengir voru þá j
vanir aö safna þönglunum, lemja I
angana utan af hausunum, og fara
svo í þönglabardaga. Hann var
fólginn í því, að annar drengurinn
lagði sinn þöngul á stein, svo að
hann lá undir honum rjett fyrir
framan höfuðið; hinn drengurinn
sló á hann með sínum þöngulhaus,
og svona gekk það á víxl, þangað
til annarhvor þöngullinn brast í
sundur; þá var tekinn nýr. Oft varö
mikill ágreiningur út úr þessum
leik, einkum út af því, að þöngl-
inum væri haídið á huldu, það er
laust við steininn, því þá var erf-
íðara að lemja hann í sundur. Voru
Þá oft leiddir dómendur að, til þess
að skera úr málinu, og oftar urðu
áflog út úr því. Það þótti ágætt
ráð að eldbera þöngulinn, til að
herða hann, og var enginn sá dreng-
ur talinn maður með mönnum, sem
eigi bæri í handarkrika sínum þykk-
an, eldborinn þöngul og byði hin-
um með miklum rembingi að leggja
til bardaga. Þeir sem átfu sterk-
usíu og seigustu bardagavopnin
voru mjög öfundaðir. Og það var
ahnenn sorg (og á hina hliðina
gleði) þegar einhver slíkur kappi
hneig ( valinn við mikinn orðstír.
Frh.
Hellas og Ssland.
Meir en 23 aldir eru liðnar, frá
því Aristófanes ljek Sókrates í gam-
anleik sínum Skýunum. Hann hafði
gerfi Sókratesar og líkti eftir rödd
hans og fasi, en gerði hlægilegar
kenningar hans.
Það má nú segja uni Sókrates
að heimskt er heirna alið barn, því
*1ann gerði ekki annað en standa
UPP f leikhúsinu svo áhorfendum
gæfist færi á að bera hann saman
við eftirhermuna.
Á íslandi eru á yfirstandandi
tímum fíl-efldir spekingar, sern hafa
látið aka skrokk sínuni víðsvegar
Ul11 lönd, og kunna því betri tök
a eftirhermu-goðgánni.
Autningja Hellas! og þetta var
þinn besti maður og einmitt þetta
klaufastryk fylgir minningu hans,
eins og skugginn, um þúsundir ára.
a.
Yagna og aktýgi
er best að kaupa hjá
Jónatan Þorsteinssyni.
Ögoldin bæargjöld,
sem fallin eru í gjalddaga, eru allir gjaldendur beðnir að borga nú
þegar.
Gjalddagi á fyrri hluta allra aukaútsvara var 1. apríi.
Sömuieiðis átti þá að greiða ióðargjöld, vatnsskatt og sal-
ernishresnsunargjald.
Ennfremur áttu öll barnaskólagjöld að vera borguð fyrir
1. maí.
Þess er fastlega óskað, að allir heiðvirðir gjaldendur bæarins greiði
skilvíslega gjöld sín til bæarsjóðs á rjettum gjalddaga.
Bæargjaldkerinn,
Ryksuga (StÖYSHger),
nauðsynlegt áhald til að hreinsa með húsgögn og gólfteppi, fæst
leigð fyrir sanngjarnt verð hjá
H ú s a s m i ð i r.
Þeir húsamiðir, sem kynnu að geta bygt stórt og vandað steinhús
með öllum þægindum á góðum slað í bænum, handa 4—6 mentamanna-
fjölskyldum gegn skuldbinding um 500 —600 kr. leigu frá hverri fjöl-
skyjdu um 5 ára bil, geri svo vel að gera skrifleg tilboð um þetta á
skrifstofu blaðsins.
Vege:fóðiLr
bæarins stærsta úrval, nýustu tegundir og lægst verð hjá
Jónatan Porstelnssyni.
Þeir sem hafa áðnr keypt
Viðeyar-mjólk
smii sjer framvegis til
Sigríðar Sigurðardóttur í
Uppsölum.
G-ólfdúkar og gólfteppi,
Feikna stórt úrval, einnig allskonar plyss og dúkar til að klæða með sófa hjá
Jónatan Þorsteinssyni.
s
Kartöflur
frá Hvanneyri
selur
Jórs frá Vaðnesi.
Allslaús umhverfis
jörðina.
----- Frh.
Við komum að lítilli járnbraut-
arstöð undir fjöllunum í rökkrinu
og þar læddist jeg skríðandi undir
lestina, þegar hún stansaði og
skorðaði mig á grúfu milli spang-
ar og trjebotns. Jeg get nú varla
lýst því sem á eftir fór, lestin virt-
ist renna með hræðilegum hraða,
svo að þykkur sandbylur var undir
hjólunum, og átti eg erfitt með
að draga andann. Þegar hærra
kom í fjöllin fór að kólna; jeg fann
sárar kvalir, þar sem jeg Iá á grúfu
á járnspönginni, en þar kom, að
kuldinn deyfði kvalirnar, og get
jeg með sanni sagt, að þá nótt
vildi jeg síst af öllu lifa upp aftur.
Snemma um morguninn rann lest-
in inn á járnbrautarstöð, sem nefn-
ist Truckee, en sá staður er 7200
fet yfir sjávarmál. Mjer tókst þar
að skríða undan vagninum og á
fjórum fóturn fór jeg til viðgerðar-
skála eimreiða, sem stóð skamt
frá. Þar var vel Iagt í, og þar
var mjer leyft að vera, þangað til
jeg var búinn að ná injer og orð-
inn göngufær. Eftir það fór jeg
að skoða mig um. Staðurinn var
ekkí annað en fáein timburhús á
víð og dreif, en vel var landið
ræktað þar, einkum allskonar kál og
kartöflur, Jeg safnaði allmiklu af
ætirótum, fjekk mjer tóma ávaxta-
könnu, settist við Iæk og sauð mjer
súpu yfir eldi. Eftir það þvoði jeg
mjer og hjelt þarnæst upp að ein-
um kofanum að biðja um vinnu;
húsbóndi kom til dyra og sigaði á
mig grimmum hundi, sem snúðug-
ast, og átti jeg fótum mínum fjör
að launa, og síðan þorði jeg ekki að
koma heim að neinum af húsun-
urn.
Undir kveld sá jeg allmarga
flökkumenn sitja kringum eld ná-
lægt kartöflu-garði; jeg tók hug í
mig og gekk í hóp þeirra og var
engra spurninga spurður, en þá
nótt var stolið af mjer þeim sein-
asta skilding, sem jeg átti til.
Snemma um morguninn eftir hafði
allur hópurinn kartöflur og brauð-
mola að morgunverði. Jeg sauð
aukaskamt af kartöflum til nestis
og lagði af stað á nýan leik til
New-York-borgar. Þá nótt svaf
jeg einn út af fyrir rnig í hellis-
skúta, og næsta dag náði jeg til
Reno-borgar, sem er 40 mílur
austur af Truckee.
Þegar jeg fór frá Reno voru all-
ir förumenn horfnir mjer, og ekki
sá jeg neinn þeirra í marga daga,
fyr en jeg kom til Utah. Jeg skyldi
ekki hvernig á því stóð þá, en sá
seinna, að enginn þeirra mundi
hafa dirfst^að leggja einnsamall og
ílla útbúinn á hina miklu sand-
auðn, sem liggur milli Nevada
og Utah. Frh.
» komi fyrir kl. 3 daginn
fyrir birtingu.
)