Vísir - 02.08.1913, Side 2
V í S I R
fjRADDIR ALMENNÍNGSj
Fisksalan í bænum.
Það mál liggur nú fyrir bæar-
stjórninni og hefur hún kosið nefnd
í það, en í gær, 29. þ. m. fer ein-
hver, sem kallar sig »Bæarbúi<i af
stað í Vísi og ritar um málið, og
er sú tilgáta eigi ólíkleg, að »Bæar-
búi« ætlist til þess, að sú nefnd
hafi hliðsjón af og taki lillit til
bendinga hans og uppástungna. Þyk-
ir mjer mjög sennilegt, að »Bæar-
búi« sje fisksölumaður ogþaðeinn
af þeim stærri, peningalega, í sam-
anburði við þá unglinga, sem hann
getur um í grein sinni og ekki hafa
nema 10—20 kr. til umráða, en
ráði þó hinu háa verði, sem nú sje á
fiski.
Þegar menn skrifa um þau mál,
sem allan almenning varðar, álítjeg
nauðsynlegt og skyldu hvers manns,
að skýra rjett frá og fara með hrein-
an sannleika, en þar bregður út af
hjáheiðruðum »bæarbúa«. Hannálít-
ur, að þeir fisksalarnir, sem fæstar
hafi krónurnar, ráði háa verðinu á
fiskinum, en það er alveg öfugt;
hið mikla verð, sem nú er á fiski
hjer í bænum, er einungis þeim að
kenna, sem mesta hafa peninga,
þeir geta mest í hann boðið og
mest leyst út af honum, og þola
best að verða fyrir tapi stöku sinn-
um eða að liggja með hann óseld-
an, og eru ekki neyddir til að lækka
hann í verði, til að losa krónurnar,
þeir hafa þær nógar samt til kaupa
næsta dag.
»Bæarbúi« talar um, að róðrar-
menn geti selt fisk sinn í fisksölu-
húsið, og þyrftu þá ekki að aka
honum í hjólbörum um göturnar
í moldroki og með allskonar óþverra
á, og að sveitabændur fari ekki svo
með kjötið. Þetta vita allir, en hitt
veit jeg, að mörgum bæarbúa þykir
vænt um, ef einhver fisksalinn kem-
ur með börurnar sínar heim að
húsdyrum hans og selur honum
þar fisk, því mörg heimili eru svo
stödd, að þau eiga ómögulegt með
að ná í fisk sjer til matar, ef þarf
að sækja hann langt tii.
Jeg er honum og öðrum samdóma
um útbúnað og frágang á fisksö'u-
torginu, sem nú er, en það mætti bæta
stórmikið með ekki mjög miklum
kostnaði, svo sem væri það stein-
steypt, hækkað upp, og| Iátið halla
til norðurs frá götunni og skólp-
ræsi gert meðfram því, með niður-
falli. Jeg er honum einnig sam-
dóma um, að nauðsyn sje á meiri
þrifnaði með fiskinn og fisksöluna,
og að engum ætti að líðast að selja
gamlan fisk.
Kvartað hefur verið undan rangri
vog, og segir hann að það kunni
satt að vera, en það er eins og
Iesa megi það milli línanna, að það
sje ekki hjá honum, því hann selji
ekki einn1 fisk sjálfur, heldur hafi
hann til þess daglaunamenn, sem
enginn kvarti undan að hafi rangar
vogir. Það á þá víst að stafa frá
þessum, sem hafa fáu krónurnar, ef
fyrir kemur, að rangt sje vigtað.
T innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG
lyilTfc kaupa menn í
jDuuIL 0.1 BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR,
Það er á alSra vitorði,
að best er að kaupa
leirvöru, glervöru, postulín 03
búsáhöld í
Yerslun Jóns Þórðarsonar.
Templarar og aðrir,
sem fara í skemtitúra á sunnudaginn kemur, kaupið nesti í
Verslun jóns Zoega,
Bankastræti 14:,
því þar er margt gott og ódýrt, svo sem Kjöt, Kindatungur, Lax o.
m. fl. í dósum, margskonar Ostar og reyktur Lax. Ennfremur
Niðursoðnir ávextír í smáum og stórum dósum.
Virðingarfytst
Jón Zóega.
Botnvörpuskip ti! sölu.
Folio 1109.— 139 feta,—Byggður 1906. — Lioyds-þrígangs vjelar. 60
fullk. hestöfl, 10 mílur á ld. tímanum með lítilli kolaeyðslu.
Folio 1103. — 130 feta. — Byggður 1911. Lloyds-þrígangs-vjelar, 75
fullk. hestaöfl. 10 mílur á ld. tímanum með 6 tonna kola-
brúkun á sólarhringnum. — Hvalbak.
Folio 1078.— 130 feta—Byggður 1904. Lloyds þrígangsvjelar. 70 fulllc.
hestöfl. 101/., mílu á klt., 6 tonna kolabr. á sólarhr.— Hval-
bak. Lágt verð.
Folio 1663._ 120 feta — Byggður við endir ársins 1901. Lloyds þrí-
gangs vjelar. Árið 1908 voru vjelarnar tekuar úr skipinu og
fullkomlega endurbættar. — Þá var einnig núverandi ketill,
sem var að mestu Ieyti nýr 1905, settur í skipið. Kostnaður
um 36 þús. krónur. Endurbótin með tillögðum Acetylen-Gas-
tækjum kostaði í heild sinni allt að 50 þús. kr.
Folio 1073. — 100 feta — Byggður af járni 1891 til Lloyds, C. S. C.
vjelar, 45 fullk. hestöfl. Nýr ketill innsettur við enda
ársins 1909, er þoldi c. 120 pda. þrýsting. Mikið nýtt
1911. Nýr skrúfuás 1909. Lágt verð.
Viðvíkjandi frekari upplýsingum, uppdráttum o.s.frv. snúi lysthafendur
sjer til Sharp Brothers, Baltic Chambers, New Castle-on-Tyne.sem
hafa til sölu allskonar fiskiskip. Símnefni: New-Castle-on-T_vne,Scott’s Code.
Óskaðlegt mönnum og húsdýrum.
Söluskrifstofa: Ny Östergade 2.
Köbenhavn K.
sem var 1
KaffíhÚSÍðstrandgötu
52., Hafnarfirði, er flutt til Reykja-
víkur.
Þingholtsstræti 26.
Selur heitan mat allan daginn,
kaffi, öl og Iímonaði. — Einnig
fæði um lengri og skemri tíma.
Eona eða stúlka
getur fengið atvinnu nú þegar.
Skjaldhreið.
FÍERÐAMENN munið eftir
kaffi- og matsölu-húsinu í Þing-
holtsstræti 26. Þar fáið þið
góðan og ódýran mat allan
daginn.
í
^Timbur- og KolaversI.,Reykjavik‘. I
BRENNI !
til uppkveikju fæst hjá
Eggert Claessen
Yfirrjettarmálaflutningsmaður.
Pósthússtræti 17.
Venjulega heima kl 10—11 og 4—5.
Talsími 16.
Brúkaðir karlmanna-
fatnaðir,
hreinir og vel útlítandi, eru keyptir
og teknir til sölu á Laugaveg 50.
mæli með sjálfum honum til, að fá
nokkurskonar-einkarjetí á fisksölu í
þessum nýa kastala, sem hann talar
um, nieð marmaradiskunum. Skyldi
ekki duga trjeborð, líkt og er í
íshúsunum? Hann talar og um
að hafa allan fisk slægðan. Þetta
hyggur hann alt að muni gera fisk-
inn ódýrari. Hvar ætlar hann að
leggja allan þennan kostnað á?
Ætli þeir verði ekki að borga, sem
fiskinn kaupa. En sumir vilja alls
ekki fiskinn slægðan; þegar hann
er nýr, vilja þeir hafa lifrina með,
enda yrði oft ómögulegt, að koma
því við að slægja hann; skipin
koma stundum svo seint inn, að
fólk verður að bíða fram á síðustu
stundu til að geta haft fisk til mat-
ar á tilteknum tímum; myndi það
kunna því ílla, að bíða lengur og
margur fráhverfa fisklaus, enda yrði
fiskurinn með því lagi svo dýr, að
hann færi Iangt fram úr því, sem
nú er, þó dýr þyki.
Jeg þekki talsvert til fisksölu hjer
í bæ, því jeg hef stundað hana
meira og minna í 7—8 ár og hygg
jeg, að það sje alls ekki rjett leið,
sem hinn háttvirti »bæarbúi« sting-
ur upp á. Hann hyggur, að, ef
salan yrði í höndum eins eða tveggja
manná eða fjelaga, þá hyrfi sú sam-
keppni, sem nú er um fiskinn um-
borð í skipunum, en hann gleymir
því sá góði lierra, að þá hyrfi
einnig sú ssmkeppni, sem oft á sjer
stað í landi, og sem þeir mynda
mest þessir fljótfærnu unglingar,
sem hann talar um, að svo mjög
auki bæarbúum búsifjar, að þeir
þurfi að borgá tugi og hundruð
króna um þörf frani. Þetta er bein
ósannindi um þá menn, sem »bæ-
arbúi« hjer á við, enda væri hægt
að sanna hið gagnstæða, og tilgreina
þá menn, sem mestu hafa ráðið
um fiskverðið um borð í skipunum
í fyrra og rtú, og hefðu þeir verið
aðhaldslausir og einvaldir um fisk-
verðið hjer í landi, skal jegábyrgj-
ast, að bærinn hefði ekki átt við
betri kjör að búa, hvað fiskverð
snertir, eða má jeg spyrja, hverjir
hafa skapað þaö voðaverð, sem
orðiö er á einni fisktegund, lúðu,
eru það fljótfærnu unglingarnir,
sem hafa fáu krónurnar? Jeg segi
nei, það eru flottu mennirnir, sem
nógar hafa krónurnar, en geta þeg-
ið þær fleiri.
Enn er ein lilið á þessu máli.
Kæmist fiskverslunin í hendur eins
eða tveggja nianna, misti allur sá
fjöldi af fátækum inönnum, sem nú
hafa atvinnu af þessu, atvinnu sína
og margir hverjir þeirra eru svo
á sig komnir að heilsu og þreki,
að þeir eru lítt færir eða ófærir til
almennrar erfiðisvinnu.
»Bæarbúi», sem jeg hygg að
sjálfur sje fisksali og sem jeg gæti
trúað, aö ætti ekki minstan þátt í
því háa verði, sem nú er á fiski,
gefur bæarstjórninni jgóð fyrirheit
um það, að koma upp þessu fyrir-
myndarhúsi, henni að kostnaðar-
iausu, og gjörast nokkurskonar einka-
sali á fiski í bænum, ef hún vildi
setja þær reglur, sem hann stingur
uppá, en gjöri hún það, hygg jeg
að tíminn muni sýna það, að slíkt
hefði verið betur ógjört, því það er