Vísir - 29.08.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1913, Blaðsíða 3
V t S I R Þingið »gefur« þetta ekki í þeim tilgangi, að bræðurnir »skemti sjer í Kaupmannahöfn o. fl. löndum*, heldur til þess að þeir læri betur og fullkomni sig enn meir í söng- list og hljóðfæraslætti. List bræðranna þekki jeg ekki og kann ekki heldur að meta hana, en þeir eru viðurkendir a. m. k. sem efni í listamenn í sínum fræðigrein- um. Og sönrt list, sem er þjóðar- innar ávöxtur og þjóðarinnar sómi, hún er þess verð að þjóðin styrki hana, hvort sem listin lýtur augum eða eyrum manna. Listirnar fara ekki að mannvirðingum. Listastyrk- ir og listadómar eiga líka að sjálf- sögðu, að vera hafnir yfir einkasmá- muni, stjórnmálafylgi, vináttu eða andstöðu o. s. frv. Hvort sem þú eða jeg metum slfkar listir mikils eða einskis, þá eru þær fegurstu og fágætustu blóm- in á greinum þjóðlffsins, og verða því rætur þjóðlífsins að afla þeim næringar. Vandinn mesti er sá, að hlúa einungis að bestu blómunum, án nokkurrar hlutdrægni, og að sem flestum tegundum blóma, en ekki of mörgum á hverri gjððn. Fölu blóm- in verða að falla, svo þau kyrki ekki hin fegurstu í fæðingunni. Þau hafa verið nokkuð mörg skrifarablómin og skáldablómin, sem hafa verið nærð af landssjóði núna um nokkur ár. Jeg held bæði of mörg og misrjetti beitt. Þjóðin hefur a. m. k. komist að kverum i sumra þeirra fullkeyptum. Þingið hefur jafnan metið bækur sönglegs efnis og Ijóöagerð meira en aðrar listir. Þó hefur þingið á síðustu árum farið nógu langt í því, að styrkja listir þær, sem eru aðeins fyrir augu eða eyru á líð- andi stundu og að mestu leyti bæ- arbúum einum tjl dægrastyttingar. Þjóðin á nú orðið álitlegt safn sögubóka og ljóðmæla. Hún á og dálítið þjóðmenjasafn. Þ. e. að mestu leyti forngripir. Þeir sýna það, að þjóð og þjóðmenning hefur verið til á íslandi. Þetta alt er mikilsverður ávöxtur og eign fyrir þjóðina alla. En hvar sjest þjóðmenningin á ís- landi nú á dögum? Hvað verður um listaverkasöfn nýju þjóðsnilling- anna, þau sem meira eru með hönd- um gerð? Eiga þau að fara öll í útiendar hershöndur — Iistaverkin kvennfólksins líka? Þinginu verða lengi þakkaðar ílla ölmusugjafirnar til einstakra manna. Hitt er þakklætisverð stefna, að kaupa sönn listaverk viðunandi verði. Þá mundu Iistaverkin fullkomnast, fjölga ár frá ári og varöveitast hjá þjóðinni um ókomnar aldir. Og listamennirnir frægustu losnuöu við hungur og hugarvíl, og líka við freistinguna til óhófs og aðgerða- leysis. Mjer sýnist meira en mál, að þingiö byrji nú strax að efna til kaupa á Iistaverkum, t. d. þeirra Einars Jónssonar, Ásgríms Jónsson- ar og ekki síst Stefáns Eiríkssonar. í slíka staði, þar listin hefur náð föstum tökum, þarf eingan »styrk«, »gjöf«, eða »laun«, heldur aðeins sannsýna borgun og skynsamlega. Vigfús Guðmundsson. |,r"" Kvenna og Karla besiar og ódýrasiar. | *\3e\s^ttn\n J&yóxw yvlst\át\ssou. Hús með stórri hornlóð (undir 2 stór hús) er til sölu í Vesturbænum. Lysthafendur snúi sjer til G. Gíslasonar & Hay. Regn- kápur Kvenna og Karla selur bestar og ódýrastar Jón Björnsson & Go. Tækifæris verð nú í 5 daga á öllum okkar vörum. Stórkostlegur afsláttur frá okkar alþekkta lága verði. *)Jetsl.^\^\t\aut. Cavl £átussot\. Nýkomið á Laugaveg 63, I Stubbasirts, Kartöflur, Kerii, Spil og handsápa, Ofnsvertan, besta. (Sölv-glands). o. m. fl. Jóh. Ögm. Oddsson. 'yatVóSlttt, nýar, &pt\, £attlittt, nýkomið með »Ceres« til Guðm. Olsen. Þinglýsingar. 10 júlí. 1. Ráðherra íslands selur 4. júlí, Brynjólfi Björnssyni tannlækni 375 □ ál. Ióð úr Arnarhóls- túni. 2. Matth. Þórðarson selur 4. júlí, Sigurði Þorvarðssyni húsið nr. 32 við Lindargötu. 3. Jes Zimsen selur 26. júlí 1911, D. Thomsen húsið nr. 10 við Vatnsstíg. 4. Guðm. Helgason selur 17. ág. 1911, D. Thomsen, % húsið nr. 43 við Grettisgötu. 5. Samúel Jónsson selur 14. apríl þ. á., M. Blöndahl 900 □ ál. lóð við Barónsstíg. /7. júlí. 1. Hróbjartur Pjetursson selur 14. júlf Páli Steingrímssyni húsið nr. 3B við Tjarnargötu. 24. júlí. 1. Sigurður Guðmundsson selur 19. júlí Guðm. Þorleifssyni austur- helming hússins nr. 24 við Lauga- veg. 31. júlí. 1. Bæarstjórnin selur á erfðafestu 11. apríl þ. á. 7 hektara Iand í Vatnsmýrinni til Jóh. Jóhannes- sonar og hann selur aftur 27. maí þ. á. E. Briem frá Viðey þaö land. 2. Jóh. P. Guðmundsson selur 3. mars þ. á. Sig. Þorkelssyni húsið nr. 59 við Grettisgötu. 3. Jón Magnússon selur 19. febr. þ. á. Stefáni Ólafssyni húsið nr. 1 við Rauðarárstíg. 7. ágúst. 1. Jón Magnússon selur 9. maí þ. á. Jóni Jónassyni húsið nr. 68 við Laugaveg. 2. Guðm. Jóelsson selur 26. apríl þ. á. Jóni Guðjónssyni húsið nr. 30 við Hverfisgötu. 3. Jóh. Jóhannesson selur 19. apríl 1912 Magn. Vigfússyni erfða- fetsuland í Kirkjumýrinni. 4. Þorlákur Ófeigsson selur Magn. Vigfússyni erfðafestuland í sömu mýri. 14. ágúst. 1. Gísli Gíslason og Guðm. Magn- ússon selja 8. þ. m. G. Gísla- son & Hay Ltd. húseignina nr. 23 við Framnesveg. 2. Hjálmtýr Sigurðsson selur 17. júní Gunnari Gunnarssyni hús- eignina nr. 20B við Grettisgötu. 21. ágúst. 1. Þorl. Guðniundsson selur 18. f. m. Gesti Einarssyni o. fl. lóð í Melkotstúni. 28. ágúst. 1. Jón Steingrímsson selur 31. f. m. Gunnari Gunnarssyni hús- eigina nr. 119 við Laugaveg. 2. Kristján Kristjánsson selur 19. þ. m. G. Gíslason & Hey Ltd. hús- eignina nr. 52 við Hverfisgötu. 3. Bæarstjórnin selur 21. júní þ. á. á erfðafestu 0,4096 hktr. land austan við Austurkotsland Jóni Hannessyni. 4. Sami selur 20. maí þ. á. á erfða- festu 0,5073 hktr. land í Kapla- skjóli Sveini Jónssyni. 5. Einar Runólfsson selur 13. apríl þ. á. Jóh. Kr. Jóhannessyni c. 450 □ ál. lóð við Njálsgötu, og Jóh. Kr. Jóh. selur hana aft- ur 5. þ. m. versluninni Víkingi. Cymbelína hin fagra. Skáldsaga eftir Charles Garvice. ---- . Frh. Hann var í vandræðum miklum og óviss um, hvað hann skyldi hugsa og gera. Þegar ungfrú Marion flýði að heiman, hefði hún vafalaust tekið sjer dularnafn, og það var því ekki að því hlaupið, að finna hana. Það eitt gat verið leiðarvísir, að hún myndi reyna að hafa ofan af fyrir sjer sem málari, og þó var sú vísbending ekki full- nægjandi, en sem málara varð hann nú samt að leita hennar. Klukkan var um 8, og hann gekk niður Strandgötu. Svo var hann gagntekinn af hugsunum sín- um, aö hann gekk á bug við al- faraveginn, til þess að lenda ekki í þvögunni á strætinu, en sá brátt, að það var að eins til þess að lenda í annari mannþyrpingu. Það var þessi venjulegi troðningur af fólki, er var að ryðjast að dyrum sönghallar einnar, og ósjálfrátt ljet hann berast með straumnum. Þetta var almennings sönghöll og var hálf skrítinn staður fyrir niann, er jafn vel var mentur og Claude Bell- maire. Hálfleiður á þessu settist hann út í horn og horfði á fólkiö. Hann hafði hálft í hvoru gaman af að sjá, hvað færi þarna fram,— fjöldinn var mikill og allir hegð- uðu sjer prúðmannlega. Söngleik- urinn var ekki tiltakanlega fallegur nje vel sunginn og leikinn, en nógu gaman var samt aö honum. God- frey bað þjóninn um vfnglas, mest til þess að sefa nærgöngli hans, er keyrði úr hófi, en hann hafði auðvitað enga Iyst á því. Hann sat þarna og var að hugsa um Cymbelínu og ungfrú Marion, og reyna í huganum að leysa Gordíons- hnútinn, sem hann hafði sjálfur hnýtt með hamskiftum sínum og nafnskiftum við Arnold Ferrers. Og nú bar við eitt þessara einkenni- legu atvika, sem tíðari eru í hinu raunverulega lífi voru, en við ímyndum okkur. Meðan verið var að syngja söng,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.