Vísir - 29.08.1913, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1913, Blaðsíða 2
v I SIR Bækur, innlendar og erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG, kaupa nienn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, Lækjargötu 2. SÖNGSKEMTUN heldur Eggert Stefánsson með aðstoð » frú Astu Einarsson í Bárunni á sunnudag 31. ágúst kl. 9 e. m. PBgT Aðgöngumlðar verða seldir í Bárunni frá kl. 10—12 og frá kl. 2 e. m. og kosta kr. 1,50. y.úsa^e\$usamt\vt\$a “ aura eintakið. selur D. Östlund. 5 Hundraðið 4 kr. Um Mið-Græniand Iá leið þeirra ; 2500 til 3000 stikur fyrir ofan sjáfarmái; loftþrýstingurinn gerði þeim allmikinn óleik og sólsterkjan á daginn ekki síður; þeir sól- brunnu hroðalega í andliti og fengu sár í framan, því á nóttunni var frostið í júnímánuði að jafnaði ekki minna en 30°. Svo fengu þeir oft krampa þann, er norðurförum er hætt við. Sleðaferðin var örðug, færið ílt og lá í snjónum, og loks var að eins einn hestur eftir. Skár gekk, er hjlla fór vestur af, Iengdust þá dagieiðir og þeir höfðu von um að koma þessum eina hesti lifandi með sjer, er var þolgóður og traustur með afbrigðum. Þeir sáu auða jörð 2. júlí, en það höfðu þeir ekki sjeð síðan 6. maí. Hallinn varð mjög mikill, snar- bratt niður að fara, hitinn óx, því nú steyptu þeir sjer ofan úr vetri hájöklanna niður í sumar strand- lcndisins. En þá tóku við nýir örðugleikar. Snjórinn bráðnaði, — djúpar jökulár með afarháum bökkum tengdu saman fjölda smá- vatna. Þar varð ekki hesti við- komið, nú urðu þeir sjer til mik- illar sorgar að farga hestinum góöa, er þeir höfðu haft með sjer um 1000 rastir yfir hájökla og heljarfirnindi, þegar ekki voru nema 10 kílómetrar til frjósamra strand- beitilanda. Nú þurftu þeir að komast yfir Laxá eða Laxafjörðinn, en bátlaust var það engin leið. Þeir bjuggu þá til bát úr sleðanum og hvílu- pokadúkunum. Hann báru þeir 20 rastir yfir fjöllin að Laxá,höfðu með sjer matvæli til 5 daga, en hvorki tjald nje hvílupoka og ekkert til að skýla sjer í óveðrum, þótt á kynnu að skella. Síðasti áfanginn varð þeim erfið- ur. Þeir fóru 11. júlí yfir Laxá og hjeldu áfram ferðinni áleiðis til Pröven. Þann 13. júlí náðu þeir Kangeks-skaga, um 20 rastir frá Pröven. Þar skall á þá þoka, regn og hríð. Þeir gerðu sjer skýli að Eskímóasið úr steini og mosa og lágu þar veðurteptir og matarlausir í 35 kl.tím. Þegar veðrinu slotaði og birti í lofti 15. júlí hjeldu þeir af stað, en nú voru þeir að þrotum komnir af hungri, kulda og bleytu, — þeir gátu ekki brotist áfram fyrir þróttleysi um óvegu í ófærðinni. Slátruðu þejr nú hundi, er hafði fylgt þeim alla leið, suðu kjötið og ætluðu að taka til matar síns, er þeir sáu segl- bát úti á firðinum fyrir austan Pröven. Þeir hrópuðu, gáfu merki með skotum og það hreif. Bátinn átti Chemnitz prestur í Uppernivik, lagði hann til, Iands og tók þá. Fór prestur, sem.var á fermingar- ferð, með þá til Þröven og fengu þeir bestu viðtökur, sem þeiin var ekki vanþörf á. Vísindalegur árangur af för Kochs virðist allmikill. Hjer skulu aðeins birt aðalatriðin; Honum hefur tekist að Ijúka við uppdráttinn af hjeröðunum fyrir vest- an Danmerkurhöfn, og sjerstaklega hefur hann aukið talsvert þekking- una á miðbiki Iandsins, staðháttum 5 herbergja íbuð móti sólu er til leigu í Austurbænum. Semjið við G. Gíslason & Hay. f BRENNI ! ” til uppkveikju fæst hjá J Timbur- og Kolaversl.,Reykjavik‘. ^ þess, gróðri og dýralífi. Uppdrátt hefur hann gert af aðalhlutum Lovísu- lands. Þá hafa í för þessari verið gerð- ar hitamælingar, sem virðast muni bregða nýu Ijósi á ýmislegt í eðli landsins, sem hingað til hefur verið óþekkt, og sýnist sú þekking hafa allmikla þýðingu fyrir jöklafræðina. Þá eru hreyfingar og breytingar skriðjöklanna hátt á norðurhjara heims sýndar og skýrðar með fjölda Ijósmynda. Veðurfræðilegar athuganir eru gerðarallmargar og með þeim lagður grundvöllurinn að ritum um eyði- merkurloftslag hájöklanna þar nyrðra. Tekist hefur nú í fyrsta sinni aö taka Ijósmyndir af hillingum eða tíðbrá með sjerstakri kíkis-ljósmynda- vjel, og norðurljósamyndir á kvik- myndaplötur mjög nákvæmar eftir aðferð Störmers prófessors. Fjöldi mjög nákvæmra athugana hefur verið gerður um geislasamdrátt ljóssins í gufuhvolfinu. Á ferðinni um innlandsisinn rannsökuðu þeir nokkuð ljósbrot og ijósvarpsmegn eða afturkast geislanna frá snjónum. Þá hafa þeir og rannsakað »hvíta regnbogann* svonefnda við alt að 34 V2 0 frost. (Hvíti regnboginn, sem sannar það, að þokubakki myndast af undirkældu vatni, en ekki af ís- krystöllum, hefur aldrei fyrri verið athugaður við meira frost en 22 #. Þá er og tekinn mesti fjöldi ljós- mynda og örsmárra rúmsjármynda af hrímkrystöllum. Fuglaspor og refa og fleira, er náttúrufræðislega er markvert, hefur Koch athugað í sjálfu miðbiki Grænlands, 4—500 rastir frá næsta landi. Einkennilegt brjef. Þingfararkaup, bitiingar og iistir. Einkennilegasta brjefið, sem jeg hef fengið, barst mjer í gær. Vill Vísir flytja það — eftir ósk höf., og svar nieð dálítilli athuga- semd, — að tilmælum mínum? Reykjavík í ágúst 1913. Herra Vigfús Guðmundsson. Jeg legg fyrir yður þessarspurn- ingar: 1. Er það satt, að alþingi í fyrra hafi skaffað sjer og sínum mönn- um 10 kr. um hvern dag í laun fyrir að slæpast á götum borgar- innar dag eftir dag? 2. Er það satt, að alþingi nú í sumar hafi gefið aumingja fátæklingnum og silfurbergsmanninum Guð- muncli Jakobssyni — krónur sextán hundruð handa strákunum sínum til að skemta sjer fyrir í Kaup- mannahöfn og fleiri löndum er- lendis? 3. Væri ekki heppilegt, að alþingi tæki þessar þúsundir króna, er það ætlaði dauða rektornum, og skifti þeim á milli Bjarna frá Vogi og biskupsins? Svo framariega, sem þjer eruð vinur íslensku þjóðarinnar, þá kom- ið þessum spursmálum á prent ann- aöhvort í dag- eða viku-blað sem allra fyrst. Yðar með virðingu Borgarbúi. Svar. Alþingi 1912 hækkaði daglaun alþm. úr 6 kr. í 8 kr., meðan þeir eru að heiman í alþingisferðunum, og auk þess 2 kr. um hvern dag, sem utanbæar alþm. dvelja í Reykja- vík um þingtímann (húsaleiga og fæði m. fl. dýrara þeim, er að koma). Þá var um Ieið ferðakostnaðurinn (hestar, fylgdarmaður — fargjald o. fl.) fast ákveðinn fyrir hverja sýslu, og jafnt livar í sýslu sem bústaður þingm. er. Áður gerðu þingmenn sjálfir ferðareikninga sína. Voru þeir einatt misjafnir, eftir samviskusemi manna, og oft nokkuð hærri en nú er lögákveðið. Festa ferðakostnaðarins er þá til bóta, og til jafnaðar venjulega. Hitt var — vægast sagt — cerið óviðfeldið og gerræðislegt af þingm., að hækka daglaun sín svona alt í einu, án þess það væri einu sinni — svo jeg viti — hreyft á nokkr- um þingmálafundi eða meðal kjós- enda og gjaldenda til landssjóðs. Annað mál er það, hvort hækk- unin var alveg órjettmæt, eða kaup- ið nú of hátt. Um það mun sýnast sitt hverjum. |Sagt get jeg fyrir mitt leyti, að jeg finn alls ekkert til öfundar yfir því. Þingm. þeir, sem úr sveitum koma, fara flestir frá búum sínum og sumir frá embættum. Þeir verða víst flest- ir að setja valinn mann í sinn stað yfir heimilið. Ráðsm. kostar valla minna en 4—5 kr. á dag, og fæði húsnæði (2 herbergi) og þjónusta í minsta Iagi 2—3 kr. á dag. Er þá eftir í daglaun þingm. 2—4 kr. Það nær ekki sláttumanns-kaupi (með fæði) að meðaltali. Og ekki þarf að fara í miklum handaskolum stjórnin á heimili þingm., eða muna miklu á heyaflanum t. d., ef ekki nemur það fleiri kr. Að sjálfsögðu eiga þingm. aö vinna vel og trúlega fyrir kaupi sínu, en ekki »slæpast á götum bæ- arins dag eftir dag«. Að »slæpast dag eftir dag«, það gera þingm. valla, a. m. k. ekki aðrir en þeir, sem eru svo lítilsigld- ir eða gálausir, að ekki þyki í nefnd- ir kjósandi. Nú orðið, síðan hvert smámál er nefndum falið, hlaöast margskonar störf og gagnólíkustu mál á alla nýta þingm. til umsagnar og úrræða. Þeir verða því að hugsa og lesa feiknin 611, og spyrjast fyrir til að kynna sjer alla málavexti, halda marga fundi sín á milli, semja frumvörp, rita álit o. s. frv. Nálega allur undirbúningur niálanna og til- búningur laganna fer fram fyrir ut- an þingsalinn. Og það er fyrir utan þingsalina, sem mest reynir á kosti þingm. og ókosti þeirra. Ræð- urnar í þingsölunum og alþ. tíð. sýna þjóðinni ekki nema brot af því, hver þingmaðurinn er í raun og veru þarfastur þjóðinni eða óþarfastur. Sá, sem mest talaði í þingsal, gæti vel verið mesti slæp- ingurinn, og eins vel þvert á móti. Enginn þingm. kemst hjá því, að láta sjá sig á götum bæarins. Og þeir, sem starfa af mesta kappi aö lagasmíði, þurfa þess með, ekk- ert sfður en aðrir, að rjetta sig upp viö og við. Fjárveitingin, 1600 kr., til Eggerts og Þórarins Guðmundssona (en ekki til Guðm. Jakobss., föður þeirra), var samþ. nýlega við 2. umræðu fjárl. í neðri deild með 12 atkv. gegn 10. Ekki komið lengra enn (24. ág.), svo jeg viti. Er þá enn eftir fyrst og fremst 1 umr. í neðri deild, 3. umr. í efri deild, síöan aö líkindum ein umr. aftur í hvorri deild og loks máske í sameinuðu þingi, áður en sagt verður, hyaö þingið »gefur« hverjum einum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.