Vísir - 19.09.1913, Side 2

Vísir - 19.09.1913, Side 2
V í S I R z I Lakaljereft tvíbreið frá 0,70, Ljereft esnbr. frá 0,14, Fiðurheld Ijereft frá 0,32, Flúnel fleiri litir frá 0,22, Tvisítau að mörgum gerðum frá 0,22, Vaskatau fl. litir frá 0,45, Lastingur margir litir frá 0,32. Kjólatau með bekkjum og bekkjalaust frá 1,40, Undir- og yfirsængurdúkar frá 1,25. Borðdúkar, Serviettur, Glasaþurkur, Handklseðadregill, Gardínutau. F y r i r 0$ fc'ÓYtl*. Sokkar af öllum gerðurn, Prjónafatnaður, Kvenmiliipils, Náttkjélar, Nátttreyur, Skyrtur, Lífstykki, Prjónaundirlíf sjerlega góð í kulda, Silkisvunfuefni, Klútar merktir, Silkisiæður, Vaxdúkshaftar, Vasaklútar, llmvötn. F y r I r Sokkar, Prjónafatnaður, Prjénapeysur, Prjónabrjósthlífar hvítar og mislitar, Vasaklútar, Erfiðisföt svo serr.; Jakkar, Buxur, vinnuskyrtur og margt og margt fleira. Græddur er gæddur eyrir. Það sannast best með því að versla í landsins Eangédýrustu verslun. ■G. 3^- ú Um þvera Brasilíu. ---- Frh. Nesti og úibúnaður. »En þetta og þvílíkt kiingir við alstaðar þar sem Iagt er upp í lang- ferðir um ókunn hjeruð. Jeg hafði hugsað fyrirfram fyrir flestum hlutum til ferðarinnar, og fáar hafa verið farnar betur úr garði gerðar. Jeg hafði nesti mik- ið og gott til heils árs, niðursoðið ket og ávexti allskonar, þurt kál- meti, 1000 sardínudósir, sætindi á flöskum, kex, kaffi, súkkulaði og te o. s. frv., tvö tjöld er vatn vann hvergi á, og svo gerð, að maurar unnu ekki á þeim; tvenn áhöld til stjörnufraeðisathugana og loftmælinga og öll önnur áhöld til að mæla landið, er fara skyldi um. Jeg hafði fjóra Ioftþyngdartnæia, er smiðaðir voru til fararinnar, rakamæli og sex hitamæla, og var það alt reynt til þrautar af vísinda- mönnum. Kompása hafði jeg sex, krónometer með Greenwich tíma, ljósmyndnvjelar með sjerstakri gerð til að þoia vonda meðferð, ásamt 1400 myndaplötum, sumar til lit- aðra ljósmynda. Ailir munir, sem hiti eða raki mátti granda, voru í loftheldum málmstokkum, með um- gerð af sterkum viö. Ennfremur hafði jeg áhöld til að mæla menn og málaraáhöld til þess að gera myndir ef ljósmyndavjelinni yrði ekki við komið. Skóflur hafði jeg vitaniega nóg- ar og jarðhögg, stórar sagirogaxir og skálmir álnariangar til að höggva Bækur innlendar jog erlendar, PAPPÍR og RITFÖNG kaupa menn í BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR, / Lækjargötu 2. brautir í skógum og öll nauðsyn- leg áhöld til að smíða báta, fleka eða brýr, ef á þyrfti að halda. Með- öl hafði jeg fá, aðeins^ þau nauð- synlegustu, svo sem nokkra potta af laxerolíu, kínin og fáein önnur til hreinsunar. Jeg hafði tólf byssur, hinar allra bestu, og skammbyssur nokkrar ásamt skotfærum, og voru þau vopn ætluð fylgdarmönnum mínum; Sjálfur bar jeg aldrei vopn á feröinni, nemá rjett á meðan jeg elti dýr á veiðum.* Hann fór nú fyrst með járnbraut eins langt og komist varð, en síð- an um fagurt land, en nálega óbyggt. Ljóít þótti honum það fáa fólk, sem hann sá, og stakk það mjög í stúf, hve landið var fagurt en fólk- ið ófrítt og óburðugt. Sjaldan mætti hann fólki á förnum vegi, og þá helst í kerrum er uxar gengu fyrir, frá tíu og upp í tuttugu og þaðan af meira; í þeim kerrum var mat- vara handa landsfólkinu, er ella mundi verða hungurmoröa. Öllu vesalli lýð segist hann varla hafa hitt: heilsulausan, húðlatan og fá- tækan. Þar voru nálega öll manna- verk hrörleg. Aldrei sá hann neinn brosa, enginn kastaði kveðju á hann, hvorki á förnum vegi, nje í hús- um inni. Þeir ljetu af við hann fyrir borgun, það sem þeir gátu við sig losað, en höfðu enga hug- mynd um, hvers virði það var, er þeir seldu. Á einu býli kostaði hæna meö eggjum aðeins fáein cent, en á því næsta var álíka greíði seldur fyrir afarverð. Húsakynni voru hrör- leg og óþrifaleg og ægði öllu sam- an í þeim, fólki, svínum, fuglum og hundum — með skrykkjóttu samkomulagi. Leiðin lá nú um víð beitiiönd, en stundum um gisna skóga, og tók að gerast líkara því sem í hita- beltinu gerist af pálmavið, er hver- vetna sprettur, þar sem vatn er í jörðu, og bregst það aldrei, að þar má fá vatn, sem pálminn er Marg- ar stórar elfur eru á þeirri leið, svo sem hið mikla og krókótta Parana- fljót, Corumbafljótið, er reyndist 300 yards á breidd þar sem sögumað- ur fór yfir það, um 2000 fet yfir sjávarmáli. Norður þaðan var há- sljetta mikil og ágætt graslendi með lágum ásum og dældum og nægu vatni í hverju daladragi. En þar sem skógur óx fundust margar plöntur er nota má til margra nyt- samlegra hluta, til sútunar, lækn- inga og margs annars. Því Iengra sem ferðinni var haldið áfram, því strjálli varð byggðin og mannavirki ósjálegri. Þann 12. apríl fór hann yfirþann fjallgarð sem nefnist Santa Rita og eru þar vatnaskil meðal þeirra fljóta, sem renna norður í Amazon og suður í Parana. Hvar sem farið var fram hjá mannabyggð, bar jafnan trjekrossa við sjóndeildarhring, en maður var grafinn undir hverju krossmarki, og hafði hver og einn dáiö af mannavöldum. Manndráp- arar fá enga lagarefsing þegar langt dregur inn í land í Brasiliu. Hann hjelt nú leiðar sinnar ríð andi um 530 kílómetra, áleiðis til þeirrar borgar sem nefnist Goyaz, yfir mörg stór vatnsföll, en borgin er á 2800 feta hæð yfir sjávarmál. Þar hafði hann ætlað sjer að fá fylgdarlið, eina 30 manns yfir þær óbyggðir, sem þá urðu fyrir, en ekki dugði þaö, þó að hann hefði hin sterkustu meðmæli frá landstjórn- inni til fylkisstjórans. Eftir hálfs- mánaðar bið fjekk hann loksins tvo menn til fylgdar, fyrir um 5 dala kaup á dag, og átján múlasna tókst honum að fá keypta á endanum. Loksins útvegaði fylkisstjórinn hon- um sex menn í viðbót, og Ijet það fylgja, að þeir væru »óbótamenn«. Þetta sýndi sig brátt, með því að tveir þeirra struku undir eins með það sem þeir gátu komist með af farangri síns nýa húsbónda. »Eftir það hafði jeg tveimur óbótamönn- um færra«, segir hann. Frh. Magdeborgar-Brunabótafjelag. Aðalumboðsrnenn á íslandi: O. Johnson & Kaaber.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.