Vísir - 19.09.1913, Blaðsíða 3

Vísir - 19.09.1913, Blaðsíða 3
V í S 1 R Jxí Lös frá AlþingS. Lög i/m strandferðir. 1. gr. Landsstjórninni veitist heim- iíd til að kaupa hluti í »Eimskipa- fjelagi íslandst fyrir allt að 400 000 kr., gegn því að fjelagið taki að sjer að halda uppi strandferðum umhverfis Iandið með tveimur eða fleiri strandferðaskipum. Ferðir þess- ar skal fjelagið hefja svo fljótt sem því verður við komið, og eigi síð- ar en í apríl 1916. Um hluttöku fyrir landssjóðs hönd í stjórn fje- lagsins, stærð strandferðaskipanna, gerð þeirra og hraða, fyrirkomulag ferðanna, ferðaáætlanir og taxta fer eftir samningi milli fjelagsins og stjórnarráðsins. 2. gr. Náist ekki samningar við »Eimskipafjelag íslands*, samkvæmt 1. gr., veitist landsstjórninni heimild til að kaupa tvö strandferðaskip, hafi annað þeirra að minsta kosti jafn mikið farþega- og lestarrúm og sje að minsta kosti jafn örskreitt og strandferðaskip þau, sem hjer voru í förum árin 1910—1912, og enn- fremur heimild til að halda þeim út á kostnað landssjóðs, bæði til strandferða og annara ferða, eftir því sem haganlegast þykir, þegar strandferðum lýkur hvert ár. 3. gr. Stjórnarráðið semur áætl- un fyrir strandferðaskip landssjóðs og ákveður fargjöld og farmgjöld þeirra. t>að ræður afgreiðslumann skipanna, sem jafnframt er reiknings- haldari, og ákveður þóknun hans, og stjórnar hann útgerðinni að öllu leyti undir yfirumsjón þess, sam kvæmt erindisbrjefi er það setur. 4. gr. Útgerö landssjóðs skal, ef til kemur, hefjast eigi síðar en apríl 1916, og skal stjórninni heim- ilt að leigja skip til strandferðanna til bráðabirgða, hafi ekki tekist að ná hentugum skipakaupum fyrir þann tíma, og fer þá um rekstur Ieiguskipanna samkvæmt 3. gr. 5. gr. Landsstjórninni veitist heirn- ild til að taka lán allt að 450 000 kr. til að fullnægja ákvæðum 1. og 2. greinar. Stjórninni veitist og heim- i!d til að setja strandskipin að veði til tryggingar þeim hluta lánsupp- hæðarinnar, sem út á þau kann að fást. Lög um brcyting á og viðauka við lög 22. nóv. 1907 um bœarstjórn í Hafnarfirði. 1. gr. Kjörskrá sú, er um ræðir í 7. gr. laga 22. nóv 1907 um bæ- arstjórn í Hafnarfirði, skal samin fyr- ir árslok og gilda fyrir almanaks- árið næst eftir, þótt aukakosning í bæarstjórn fari fram á þvf ári. F>ó skal kjörstjórn Ieyfa þeim að kjósa, er á kjördegi sannar fyrir henni, eða henni er full vitanlegt, að full- nægt hefur skilyrðum fyrir kosning- arrjetti síðan kjörskrá var samin. 2. gr. Aukaniðurjöfnun þá, sem eftir 22. gr. sömu laga á að fara fram í júní, má bæarstjórn Iáta fara fram í maí. 3. gr. Gjalddagi bæargjaldanna skal vera einn á ári hverju, hinn 1. dag júlímánaðar. Sá, sem settur er á aukaniðurjöfnunarskrána, er skyld handa drengjum og stúlkum er bestur ódýrastur í 0°’ uo Kaupangi, mm Skrifstofustörf. Kvenmaður sem er ve! að sjer f tungu máium sjerstaklega ensku og helsi vön vjelriiun óskast nú þegar á skrifstofu. R. v. á. Of na Og eldavjelar vita menn af reynslunni að er best að kaupa hjá mjer. Fátækur maður kom um dag- inn og keypti ofn fyrir 28 kr. Skömmu síðar kom hann aftur, var stórum ánægður með kaup- in, og vildi helst mega borga meira. Schou, steinhöggvari. og notið ekki cement, nema þetta skrásetta vörumerki sje á umbúðunum. Xm- Húsaleigusamninga- eyðublöð á 5 au. selur D.Östlund. STIMPLAR. • Stáistimplar (fyrir upphleypt letur) og Kaut- schukstimpiar, allar mögulegar gerðir, eru útvegaðir á afgr. Vísis. $$§ir Sýnishorn liggja frammi. Stimpilpúðar og stimpilblek altaf fyririiggiandi. ur að greiða skatt frá þeim tíma, er hann flutti sig til kaupstaðarins, nerna hann fyrir nokkuð af þeim tíma hafi greitt útsvar annarstaðar. Lög um eignarnámsheimild fyrir bæarstjórn ísafjarðar á lóð og mann- virkjum undir hafnarbryggju. 1. gr. Bæarstjórn ísafjarðar veitist heimild til að láta eignarnám fara fram á Ióð og mannvirkjum undir hafnarbryggju og byggingar og svæði í sambandi viö bryggjuna. Undanteknar eru þó hafnarbryggjur þær, sem fyrir eru, og vörugeymslu- hús við bryggjurnar. Þessi mann virki má ekki taka eignarnámi, nema ný lagaheimild komi til. — — — (alls 3 gr.) Lög um bjargráðasjóð fslands. 1. gr. Stofna skal allsherjar sjóð fyrir alla landsmenn til hjálpar í hallæri eða til að afstýra því. En það er hallæri, ef sveitarfjelög, eitt eða fleiri f sýslu, eða bæarfjelag, verða af náttúruvöldum svo illa stödd, að sýslufjelagið eða bæarfjelagið megnar ekki af eigin rammleik að forða mönnum og skepnum við harð- rjetti eða felli. Sjóðurinn skal heita bjargráðasjóður. 2. gr. Hvert sveitarfjelag og bæ- arfjelag á landi hjer skal á ári hverju greiða iðgjald í bjargráðasjóð, 25 aura fyrir hvern mann, sem þar er heimilisfastur, þegar manntal er tek- ið. Bjargráðagjald greiðist úr sve.it- arsjóði eða bæarsjóði. 3. gr. Bjargráðasjóðinn skal styrkja á hverju ári með tiliagi úr landssjóði, er nemi 25 aurum fyrir hvern mann. 4. gr. Þessir menn skulu vera í bjargráðastjórn, og hafa á hendi reikningshald bjargráöasjóðsins og geyma eignarskilríki hans: Forstjóri atvinnumálaskrifstofu stjórnarráðsins, formaður Búnaðarfjelags íslands og annar maður, sem það fjelag kýs á búnaðarþingi til 6 ára í senn, for- maður Fiskifjelags íslands og ann- ar maður, sem það fjelag kýs á fiskiþirigi til 6 ára í senn. Öihr i tekjum bjargráða-jóðsins ska! koma á vöxtu í Landsbankamim rneð þeim skilyrðum, sem landsstjóruin seíur því til tryggingar, að fjeð glatist ekki og taka megi til þess, hvenær sem þörf gerist. — — — 10. gr. Stjórnarráðið getur veiít sýslunefndum og bæarstjórnum heim- ild til að hækka bjargráöagjaldið um tiltekið árabil, þó ekki meira en , um helming iiins upphaflega gjalds. Nú á sýsla eða kaupstaður sjer- stakan sjóð, sem eingöngu er ætl- aður til hjálpar T hallæri, og geíur þá stjórnarráðið veitt leyfi til að lækka bjargráðagjaldið, ef bjargráða- stjórnin mælir með því. — — — (AIIs 12. gr.) CymTDelíiia hin fagra. -----Frh. »Pabbi, ertu þarna?« sagði Cym- belína um leið og hún kom inn, og hún laut að honum. Hann leit við föla andlitinu henn- ar, sem glæðurnar á arninum brugðu bjarma á og hann sá svip hennar mjög óljóst. »Nei, ert þú það, Lína! Jeg var bara að hugsa, — bara að hugsa. Á morgun, Cymbelína, — á morg- un verður það, er ekki svo?< »Jú«, sagði hún svo lágtaðvarla heyrðist. »Það fer að líða að því. Er þjer ekki nógu heitt, pabbi?« »Ó-já, ó-já, jeg held nú það! Mjer líður ágætlega, jeg er gæfu- maður! Mjer þótti gaman að sjá það sem þið keyptuð í London, — það sem hann keypti, öllu rjettara sagt, er ekki svo?« »Já, því miður keypti hann helst til mikið!« sagði hún og-blygðun- arroðinn braust fram í vanga hennar. »Vitleysa, barn! Hvað gerir það til? Á inorgun áttu alt saman. Þú hefur enn ekki sýnt mjer brúðar- kjólinn.« Aftur fór hrollur um hana. »Jeg hef en ekki opnað kassann,« sagði hún utan við sig. »Ekki opnaðhann! Þú ert undar- leg stúlka Cymbelína! Jeg hef alltaf heyrt að stúlkur hugsi jafnmikið um brúðaskartið sitt sem um brúðgum- ann.« »Stundum meira!« sagði hún og brosti raunalega. »So—o? Jeg skil þig ekki alltaf góða mín! Því talar þú svona kynlega? Hvar er Bellmaire jarl? Hann sagðist ætla að koma hjer í kvöld!« »Hann kemur senn, það bregst víst ekki!« sagði hún kuldaleg í róm. Hún gekk um stofuna eins og hún vissi ekki hvað hún ætti af sjer að gera, kom aftur, lagðist fram á slólbríkina og horfði hugsandi í eldinn á arninum. »Pabbi,« sagði hún alvarleg, og er hún talaði, brá fyrir ofurlitlum roöa og fjörsvip á þreytulega and- litinu, svo hún varð snöggvast sjálfri sjer lík. »Pabbi, — veistu — veistu hvort nokkuð hefur frekara frjest til ungfrú Marion?« Frh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.