Vísir - 06.10.1913, Síða 1

Vísir - 06.10.1913, Síða 1
757 22 OstBT be5tÍí.vmluíd;? \j U u^i, Einars Árnasonar. ódýrastir g g Stimpla og ínnsiglssmerkf sss s^vKfíKKíSKKgíKsæssíatcKKíass^KssgígígsB sitvegar afgr. ^ Vísis. § Sýnishorn !á liggja framml. S Kemur út alla daga. — Sími 400. Afgr.í Hafnarstræti 20, kl. 11-3 og 4-6. 25 blöð(frá 18.sept.) kosta á afgr, 50 aura. Send út um iand 60 au,—Einst. biöð 3 au. Skrifstofa i Hafnarstræti opin kl. 12-3. 20. (uppi), Langbesti augl.staður bænum. Augi. i Sími 400. sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu. Mánud. 6. okt. 1913. Eldadagur. Háflóð kl. 9,46’ árd. ogkl. 10,23' síðd. Afmæli. Frk. Guðlaug Arasen. Frk. Kristín Arasen. jgjj( |g|§ Frú Ingibjörg Guðmundsdó . Davíð Ólafsson, bakari. 9 A morgun: Póstáœtlun. Póstvagn fer til Ægisíðu. • Austanpóstur fer. Vesta kemur norðan um land frá útlöndum. Ceres kemur frá Austfjörðum og útlöndum. Qí AÍ Biografteater |f>' ' OlOj Reykjavíkur [£380 Stórt nýtt prógram í kvöld. Lesið götuauglýsingarnar. Fallegustu líkkisturnar fást hjá mjer—altaf nægar birgð- ir fyrirliggjandi — ennfr. lik- klæði (einnig úr silki) og lík- kistuskraut. Eyvindur Árnason. j fkklstur fást venjulega tilbúnar á Hverfisg. 6. Fegurð, verð og gæði undir dómi almennings. — —m Sími 93. — Helgi Helgason LAMPAR Emaleruð búsáhöld ódýrast í Vesturgötu 39. Jón Árnason rt komast nokkrir nemendur fyrir hjá Jóni Runólfssyni. Hjá honum lærið þið fljótt að tala, lesa og skrifa ensku. Stór og skemtileg kennslustofa. Forstofuinngangur. Til viðtals kl. 10—11 f. m. og kl. 4—5 e. m. 30 A Laugaveg. jPundur verður haldinn í kvennfjelaginu „Hvftabandið" mánudaginnG.okí.ávenju- legum sfað og stund. Aríðandi að fjeiagskonur mætf. Sf j ó r n i n. Málverkasýningu heldur Magnús Á. Árnason í Iðnskólanum kl. 11—4 daglega. Með íækifærisverði fást: klyfsöðlar, kofort, svefnpokar, tjöld, aktygi flutningsvagn, hjóibörur, hátar o.fl. Q UTAN AF LftNDI. B Frá Hornströndum er »Þjóðv.« ritað 7. sept. þ. á.: »Vorið, næstliðna, var hjer mjög kalt, og því gróður-lítið. Snjðþyngslin, á sumum bæum, svo mikil, að eigi var nœgileg fjárbeit komin upp um miðjan maí. Hjer við bættist og, að í enda maí mánaðar, skall hjer á ofsa- stormur, með blindkafaldshríð, er hjelst l níu daga, alhvíldarlaust, að kalla, svo að allar skepnur, jafnvel hestar, stððu á gjöf. Af hreti þessu leiddi það og, að eggja-tekjan eyðilagðist að mestu leyti og fugl-tekjan varð í lakara Iagi, því að þegar snjóinn leysti, fóru eggin víða fram af bergstöll- unum. Um miðjan júnl, skifti um veðr- áttu, og var hiti um daga, en frost um nætur, uns algerlega kom inn- dælis sumarblíða, með byrjuðum Júlí, senT'haldist hefur síðan til þessa. Vegna þess, hve seint leysti, varð grassprettan hjer í lakara lagi, og er hey-aflinn þó nú víðast orðinn í meðallagi. Fisk-afli var hjer góðurívor, — jafnvel með besta móti, sem hjer hefur verið um undanfarin ár. Síðan með byrjun ágúst, má á hinn bóginn segja, að ekki hafi orðið hjer fiskvart, og er margt, sem að því styður: í fyrsta lagi: Að jafnskjótt sem afli minnkar við Djúpið, flykkjast vjelabátarnir hingað norður, og fiska hjer rjett við strendurnar, — með síld, og skelfisk, og bera niöur slægingu. í öðru lagi erþað: Að botnverp- ingar standa hjer fram undan, bæði djúpt, og grunnt, dag eftir dag, og viku eftir viku, alhindrunarlaust, og stundum inni á víkum, og verður þess þó aldrei vart, að *Fálkinn« stjaki neitt við þeim.« Þjóðv. Drukknun. Föstudagsmorguninn drukknaði í Blöndu Finnur Jónsson frá Stóru-Giljá í Húnavatnss. Nokk- uð þekktur meðal annars af ritlingi, er hann gaf út fyrir nokkru og kom brot af honum í Vísi. Flóra fór frá Bergen á laugar- daginn. Framleiðsluverð mjólkur. í Noregi hafa eftirlitsfjelög og fjósreikningafjelög (»Fjösregnskaps- foreininger*) nú um nokkur ár ver- ið að reikna út, hvað framleiðsla kúamjólkur kostar, og hafa þaugef- iö út skýrslur um starf sitt. Framleiðsluverðið er nokkuð mis- jafnt eftir hjeruðum landsins, en að meðaltali er það hjer um bil 8,3 aura tvípundið, og þar sem annar kostnaður við mjólkina til þess hún er seld, er 1,6 au., verður verðið á tvípundinu (rúmum potti) alls 9,9 au. Danskir fjárglæfrar enn. Yfirrjettarmálaflutningsmaðurdansk- ur fens Hammer, 43 ára, hvarf um miðjan f. m. Talið að hann muni hafa strokio til Argentína. Ýmislegt glæpasamlegt hefur komist upp um hann, t. d. hefur hann haft 2500 kr. af þrotabúi, er hann hafði með höndum og fleiri óreiðu er hann riðinn við á ýmsa vegu. Dönsk blöð bera lítt í bætifláka fyrir þennan mann; hann var fremur umkomu- lítill og ekki í miklu áliti á hærri stöðum, drykkfeldur og yfirleitt eng- inn »höfðingi«. Kirkjuklukka verður 5 manna hani. í smábæ einum Bisrampur í norð- urhluta Vesturindlands var verið að hringja í nýbyggðri kirkju til há- messu. Klukkan var allmikil en illa fest og gekk hún af ramböldum og fjell ofan. Varð hringjarinn undir henni og 4 menn aðrir, er hann hafði sjer til aðstoðar; rotuðust þeir allir til bana. Sýndist heiðnum mönn- um þetta tákn mikið og ekki var kristnum mönnum óhætt í bænum næstu daga, fengu þeir með naum- indum afstýrt því að kirkjan væri rifin niður og sendu eftir herliði til verndar sjer og kirkjunni. Viiskertur voðamaður. @ í f. m. gerðist voðaatburður í bæ einum á Þýskalandi, Miihl- hausen a. d. Ernz. Kennari nokkur, Wagner að nafni frá Dederloch var þar í heimsókn hjá tengda- föður sínum. Hann varð allt í einu bandvitlaus og kveikti eld á 4 stöðum í bænum og ætlaði að kveikja í honum og brenna hann, og brunnu þrjár hlöður. Menn komust að þessu og ætl- uðu að taka hann, voru þeir margir saman, en Wagner var við því búinn. Hann þreif skamm- byssu úr beiti sínu og ljet skot- in dynja á þeim, drap hann 8 menn í skothríð þessari en særði 10. Flýði hann síðan í fjós eitt og skaut þar naut til bana. Loks náðist hann, en var þá svo meiddur og særður af bareflis- höggum og heykrókastungum að tvísýni var talin á lífi hans. En þar með var ekki öll sagan sögð. Þegar lögreglan í Dederloch frjetti um athæfi hans í Miihl- hausen, brá hún við og fór heim til hans. Fannst þá heima hjá honum lík konu hans og fjögurra barna, er Wagner hafði drepið í æðiskasti áður en hann fór að heiman. Enginn vafi er talinn leika á því, að Wagner hafi ætlað sjer að brenna allan bæinn. Frá þeirri voðanótt er svo sagt, að bæarbúar vöknuðu kl. I1/* eftir miðnætti við ópin: eldur! eldur! og samtímis kvað við hvert skammbyssuskotið á fætur öðru, svo allir hjeldu í húsum inni, að ræningjáflokkur hefði brotist í bæinn. Óp og köll kváðu við, — kirkjuklukkum var hringt og brunalúðrar þeyttir. Sem fyrr segir gekk illa að ná Wagner, — hann Ijet skotin dynja og dauðir menn og særðir lágu í blóði sínu. Loks æddi hann um göt- urnar með blæjugrímu fyrir and- liti froðufellandi og öskrandi. Hann hafði 250 skothylki í belti sínu er hann náðist. Riddara- lið kom til hjálpar úr næsta þorpi. Wagner þessi er fertugur mað- ur, sagður af öllum er þekkja hann skynsamur stillingarmaður, er enginn hefði trúað til slíkra voða- verka. Aldrei hafði bólað á geð- veiki í honum svo menn vissu | til, en læknar fullyrða þó, að hann hafi lengi verið geðveikur, en bárist gegn því af alefli að á því bæri. Morðið á konu hans og börn- um hafði verið vandlega fyrir- hugað, eftir því sem hann hefur sjálfur sagt fyrir rjetti. Yfirleitt hefur hann meðgengið allt svo rólega og talað af slíku viti, að dómarar geta ekki orðið varir þess að hann sje öðruvísi en með rjettu ráði. Hann var áfengissjúkur, en vinsæll af lærisveinum sínum. Heimilislíf hans hafði verið gott, en sjervitur þótti hann og ein- rænn og forðaðist margmenni. Eftir að hann hafði myrt konuna og börnin, hafði hann ritað rektor sínum brjef og sagt í því að hann ætlaði að leggja Múhl- hausen-bæ í eyði, — hafði hann sent brjef þetta um það bil er hann fór að kveikja f. Og enn hefur hann ritað dagblaði einu ýmislegt rugl um voðaverk sín og upplýsingar um sig sjálfan.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.