Vísir - 10.10.1913, Blaðsíða 1
762
Ostar
bestir og ódýrastir
15 í verslun
lEinars Árnasonar.
■QS
\s\r
Stimpla og:
Innsiglismerki
Otvegar afgr.
Visis.
Sýnishorn
liggja framml.
1
Kemur út alla daga. — Sími 400.
Afgr.i Hafnarstræti 20. kl. 11-3 og 4-6.
Föstud, lO. okt. 1913.
Háflóö kl. 2,14‘ árd. ogkl.2,36’ síðd.
Afmœli.
Húsfrú Anna Sigríður Björnsd.
Frú Anna Björnsdóttir.
Frú Jófríður Guðmundsdóttir.
Frú Ragnheiður Guðjohnsen.
Frú Sesseija Þorsteinsdóttir.
Björn Gunnlögsson, verslunarm
Gísli Halldórsson, trjesmiður.
9
A morgun:
Póstáætlun.
Ceres fer til Stykkishólms.
Ingólfur kemur frá Borgarnesi.
Varanger keinur frá Breiðafirði.
HafnarfjarðarjDÓstur kemur og fer
25 blöð(frá 10. okt.) kosta á afgr, 50 aura.
Send út um Iand 60 au.—Einst blöð 3 au.
Skrifstofa í Hafnarstræti 20. (uppi),
opin kl. 12-3. Sími 400.
OáA Biografteater Jd' '
OIO Reykjavíkur JDSO
10., 11. og 12. okt.
Sjónleikur í 2 þáttum.
Aðalhlutverkið Ieikur hin
heimsfræga danskona
Miss Saharet.
Lifandi frjettalblað.
. Aukamynd.
K. F. U. K.
Kl. 8V2 Fttndur í eldri deild.
Upptaka nýrra meðlima.
Allar ungar sfúlkur velkomnar,
K. F. U. M.
KI. 8Va Lúðraæfing í Sumargjöf.
(Áríðandi uð allir mœti.)
U R BÆNUM
Gefin saman: 2. okt. Helgi
Hallgrímsson kennari frá Grímsstöð-
urn á Mýrum og ym. Ólöf Sigur-
jónsdóttir Skólavörðustíg 14.
3. okt. Gríuiur Kristinn Árnason
trjesmiður Austurbakka og ym. Dýr-
leif Jónsdóttir Vesturgötu 41.
4. okt. Magnús Jónsson frá Hlíð-
arenda í Öifusi og ym. Guðrún
Jónsdóttir Hömrum í Reykholtsdal.
5. d. Ólafur Árnason Bræðra-
borgarslíg 35 og yni. Guðrún Þór-
arinsdóttir Lindarg. 10,
S. d. Jónas Bernharðsson verk-
maður og ym. Þorvaldína Jónsdótt-
ir Grettisgötu 51.
5. oki. Einar Hróbjartsson póst-
afgreiðslumaður Unnarstíg 1 og ym
Stefanía Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Spííalastíg 2.
Málverkasýning Magnúsar Á.
Árnasonar í Iðnskólanum endar á
sunnudaginn kemur. Ættu menn nú
ekki að sitja sig úr færi og sjá
myndirnar. Þær eru um hálfur fjórði
tugur litmynda og um 20 blýants-
teikninga. Sjerlega vel gerðar af
byrjanda í listinni.
Nú þarf
að flýta sjjer!
því
9
Utsalan ágæta
hjá
ÁRNA ESRÍKSSYNI
í Austurssræti 6
er bráðuin á enda.
Nýkomnar vöruhirgðir með skipunum
»Baron Stjernblad* og »Ceres«, svo nú er úr mörgu
að velja.
Kvenhanskar úr skinni og vetrarhanskar.
Kvenireflar og Dörnuklæði (Peisuklæðið góða).
Kvensvuntur og handa börnum.
Kvenlífstykki og kynstrin öil af bróderingum,
milliverkum og fjölda margt fleira.
Hafið þið nú hraðann á!
Gyðingaofsóknir geysi
miklar hafnar á Rúss
iandi: Tilefnið að gyðingur er
sakaður um að hafa fórnfært
kristnum dreng.
ísafirði.
Kosning í niðnrjöfnunarnefnd ísa-
fjarðarkaupstaðar á einum manni í
stað Guðm. Gnðmundssonar skálds
fór nýlega fram. Kosinn var Magn-
ús Thorberg símstjóri með 112
atkv. — J. B. Eyólfsson gullsmið-
ur fjekk 54 atkv. —
Wlagdeborgar-Brunabótafjelag. j..,
Aðalumboðsmenn á fslandi:
O. Johnson & Kaaber.
er aftur komin til Arna
rakara Þingholtsstræti I.
Hjartanlega þakka jeg öllum þeim
Reykjavíkurbúum, er hlynntu að
manninum mínnm sál. Kristjáni H.
Jónssyni frá ísafirði í banalegu hans
og heiðruðu útför hans. Sömuleiðis
bið jeg góðan guð að launa þeim
alla hjálpsemi þeirra við mig og
hluttekningu í raunum mínum.
pt. Reykjavík 9. okt. 1913.
Guðbjörg Bjarnadóttir
frá ísafirði.
H! FRÁHTLÖNDtliH
Bók Tolstoy’s
um ríkisvaldið hefur verið dæmd
' til að brennast, ásamt 2 öðr-
; um rússneskum bókum. Er það
samkvæmt dómi yfirrjettarins í
Pjetursborg. Áður í sumar voru
2 bækur Tolstoy’s gerðar upp-
tækar, trúarlegs efnis.
Alþjóða-bindindisþing
hið 24. var háð í Mílanó á Ítalíu
í sumar; mættu þar fulltrúar frá
23 löndum. Fyrir hönd Norð-
manna mætti þar dr. Jóhann
Scharffenberg, bindindisfrömuður-
inn mikli og var kosinn í for-
stjórn alþjóðabindindis skrifstof-
unnar.
Hneykslisprestur í Parfs.
Prestur í París, sjera Toiton, er
sakaður um rofin hjúskaparlof-
orð allmörg og hefur verið tek-
inn fastur fyrir það. Presturinn
trúlofaði sig giftingarærum yngis-
meyum, er komnar voru á örvænt-
ingarárin, hópum saman og hafði
út úr þeim fje. Hann hafði karl
nokkurn sjer til aðstoðar að ná
í kvenfólk í þessu skyni, er hann
ljet segja að væri faðir sinn.
Dvergfíllinn.
Belgiskur herforingi, Franssen
að nafni, dó nýlega í Kongo,
en vann sjer nokkuð til frægðar
áður. Hann fann litlu fyrir and-
lát sitt nýa fílategund — dverg-
fílinn, — er vísindamenn þekktu
ekki áður. Dýr þessi kalla blökku-
mer.n þar syðra »wakawaka« og
Langbesti augl.staöur i bænum. Augl.
sje skilað fyrirkl. 6 daginn fyrir birtingu.
lifa þau helst í vatni inn í þjett-
ustu skógunum, sem flæðir yfir
meiri hluta árs. Dvergfíllin er
1,66 stika á hæð um herðakamb-
inn.
Keriingarnar eru kræfar.
Konur hefjast handa gegn
áfengissölu.
í Sadolje-hjeraði í Pskowfylki
á Rússlandi ætluðu bændur sjer
að banna brennvínsölu. En
drykkjumenn ogýmsir aðrir voru
því öndverðir og urðu bændur
að láta undan.
Er. þær sem ekki Ijetu undan,
voru konurnar þeirra. Þær tóku
sig saman um, að koma skyldi
í veg fyrir brennivínssöluna með
valdi, því þær sáu að menn
þeirra og bræður eyddu síðasta
eyri sínum í drykkjukránum.
Einn góðan veðurdag komu þa:r
saman og gerðu aðsúg að aðal
brennivínsbúðinni, og mölvuðu
allar rúðurnar í henni. Vínsalinn
ljeT setja nýar rúður í gluggana,
en þær fóru jafnharðan sömu
leiðina. Sá hann þá sitt óvænna,
gafst upp fyrir kerlingunum og
hætti brennivínssölunni.
Nú tók annar kaupmaður að
selja brennivín í sama þorpi, en
þá fóru kerlur þangað og mol-
brutu hvern glugga, hvað eftir
annað. Sá kaupmaðurinn þar
heldur ekki annað vænna en
hætta söiunni, og er nú brenni-
vínssölu með öllu hætt í Sa-
dolje, því enginn vill eiga kerl-
ingarnar yfir höfði sjer í þessum
vígamóði.
Prinsessa fremur
sjálfsmorð.
Soffía prinsessaaf Saxen- Weimar-
Eisenach skaut sig til bana í
Heidelberg 18. f. m., í svefnher-
bergi sínu í höll föður síns, Vil-
hjálms prins af Saxen-Weimar. Or-
sökin var sú, þótt ekki sje því á
lofti haldið, að henni var ineinað
að ganga að eiga mann, er hún
unni hugástum, Dr. Hans v. Bleich-
röder, son nafnfrægs milljónamær-
ings og bankamanns í Berlín, er
forðum daga lagðí fje fram til að
j styðjaótriðaráformBismarcks. Bleich-
röder kynntist henni, er hann var
stúdent í Heidelberg, en hertoginn
af Saxen-Weimar, aðaimaður ætíar-
innar, krafðist þess að húu yrði arf-
laus og afsalaði sjer tign og met-
orðum ef hún ætti hann. Þess má
geta að eldri bróðir hennar, Her-
mann, afsalaði sjer ekki alls fyrir
löngu tign og metorðum til þess
að mega eiga leikkonuna Wanda
Paola Lottero, er ljek aðalhlutverkið
í »Kátuekkjunni«,nafnkunnum gam-
anleik.
Flug yfir Miðjarðarhafið.
Frakkneski fiugmaðurinn Qarros,
flaug þvert yfir um Miðjarðarhaf
| milli St. Rafael og Tunis 22. f. m.
| á átta stundum, þar sem það er
500 enskar mílur á breidd.